Um staði Levítanna og frístaðina.

1Og Drottinn talaði við Móses á Móabsvöllum hjá Jórdan gegnt Jeríkó og mælti:2bjóð þú Ísraelssonum, að þeir gefi Levítunum til íbúðar borgir af þeirra eiginlegu eignum.3Og borgirnar skulu vera þeim til íbúðar og landið, í kringum þær, skal vera fyrir þeirra fénað og fyrir þeirra fjármuni og fyrir allar þeirra skepnur.4Og landið í kringum borgirnar, sem þér eigið að gefa Levítunum, sé frá borgarveggnum þúsund álnir ummáls.5Og mælið fyrir utan borgina, að austanverðu við hana, 2 þúsund álnir, og að sunnanverðu 2 þúsund álnir, og að vestanverðu 2 þúsund álnir og að norðanverðu 2 þúsund álnir, og borgin sé í miðju, það skal landið vera í kringum borgirnar.6Og af borgunum sem þér skuluð gefa Levítunum, (séu) 6 griðastaðir, er þér skuluð tiltaka, að í þá flýi, hvör sem hefur víg unnið, og auk þeirra skuluð þér gefa þeim 42 borgir;7allar þær borgir, sem þér skuluð gefa Levítunum, eru 48, þær og landið í kring.8Og hvað þær borgir áhrærir sem þér skuluð gefa af eign Ísraelssona, þá takið mikið af miklu og lítið af litlu; hvör einn skal gefa Levítunum af sínum borgum eftir tiltölu sinnar eignar, sem hann á.
9Og Drottinn talaði við Móses og mælti:10tala þú við Ísraelssyni og seg til þeirra: þegar þér farið yfrum Jórdan inn í Kanaansland,11svo veljið yður haganlegar borgir. griðastaðir skulu það yður vera, að þangað flýi drápsmaðurinn, sem unnið hefir á manni af ógætni.12Og borgirnar skulu vera yður hæli fyrir hegnaranum (eftirmálsmanninum), að drápsmaðurinn deyi ekki fyrr, en hann hefir komið fyrir safnaðarins dóm.13Þessar borgir, sem þér tiltakið, skulu vera 6, griðastaðir hjá yður.14Þrjár borgir skuluð þér tiltaka þessumegin Jórdanar, og þrjár borgir skuluð þér tiltaka í Kanaanslandi; griðastaðir skulu þær vera;15fyrir Ísraelssyni, fyrir þann útlenda, og fyrir þá sem hjá yður búa skulu þessar þrjár borgir vera griðastaðir, svo að þangað flýi, hvör sem mann hefir vegið af ógætni.16Hafi hann slegið hann með járni svo hann dó, svo er hann manndrápari; manndráparinn skal deyðast.17Og ef hann sló hann með steini í hendi, hvar af maður getur dáið, svo að hann dó, þá er hann manndrápari; manndráparinn skal deyðast.18Eða ef hann sló hann með tré í hendi, er maður getur dáið af, svo að hann dó, þá er hann manndrápari; manndráparinn skal deyðast.19Blóðhegnarinn skal deyða manndráparann; hann skal drepa hann, ef hann hittir hann.20Og hrindi hann honum af hatri, eða kasti hann í hann af ásetningi, svo hann deyr,21eða slær hann af fjandskap með hendinni svo hann deyr, þá skal sá deyðast sem sló; manndrápari er hann; blóðhegnarinn skal drepa manndráparann þegar hann hittir hann.22En hafi hann af tilviljun, en ekki fjandskap hrundið honum, eða kastað til hans, hvörju sem helst verkfæri, tilgangslaust;23eða steini, hvar af maður getur dáið, án þess að sjá það, og lét hann á hann falla, svo að hann dó, en hann var ekki hans fjandmaður, og leitaði honum ekki tjóns,24svo dæmi söfnuðurinn milli þess sem sló, og blóðhegnarans eftir þessum lögum.25Og söfnuðurinn frelsi drápsmanninn af hendi blóðhegnarans, og flytji hann aftur í griðastaðinn, hvört hann var flúinn, og þar sé hann þangað til sá ypparsti prestur deyr, sem smurður var með því heilaga viðsmjöri.26En ef manndráparinn fer út fyrir landamerki síns griðastaðar,27og blóðhegnarinn finnur hann fyrir utan landamerki hans griðastaðar, þó blóðhegnarinn drepi hann þá, svo hefir hann enga blóðskuld.28Því í sínum griðastað skal hann vera allt til dauða ypparsta prestsins, og eftir dauða ypparsta þess ypparsta prests má manndráparinn fara aftur í land sinnar eignar.
29Og það sé yður lagaregla fyrir yðar eftirkomendur, í öllum yðar bústöðum.30Þegar einhvör drepur mann, svo deyði menn manndráparann eftir framburði tveggja vitna; en eitt vitni skal ekki vitna móti nokkrum manni til dauða.31Og þér skuluð engar bætur taka fyrir líf manndráparans, sem hefir unnið til þess að deyja, heldur skal hann deyðast.32Og þér skuluð engar bætur taka fyrir flóttann í hans griðastað, svo að hann geti farið þaðan heim og búið í landinu allt til dauða prestsins.33Þér skuluð ekki vanhelga landið, sem þér eruð í; því blóðið vanhelgar landið, og við landið verður ekki forlíkast fyrir blóð sem á það var úthellt, nema með blóði þess sem því úthellti.34Og þér skuluð ekki saurga landið sem þér búið í, sem eg einmitt bý í, því eg Drottinn hefi minn bústað meðal Ísraelssona.