Páll forsvarar kristniboð sitt; segist málsnilldarlaust hafa kennt krossins lærdóm, svo hans kraftur tilskrifist lærdóminum einum, sem innihaldi þvílíkan vísdóm, sem heimsins vitringum hafi verið of hár, nema þeir upplýstust af lærdóminum sjálfum.

1Og þegar eg kom til yðar, bræður! og boðaði yður vitnisburðinn Guðs, kom eg með enga frammúrskarandi orðsnilld eður speki;2því eg ásetti mér að láta ekki á því bera að eg vissi annað en lærdóminn um Jesúm Krist og hann krossfestann.3Með lítilæti og ótta og mikilli hræðslu var eg með yður.4Minn lærdómur og kenning var innifalinn ekki í fortölum spaklegrar málsnilldar, heldur í auglýsingu anda og kraftar,5svo yðar trú væri ekki byggð á mannlegri speki, heldur á Guðs krafti.
6Vér tölum að sönnu speki meðal þeirra fullkomnu, en þó ekki speki þessarar aldar, eður þessarar aldar höfðingja, úr hvörjum lífið mun verða,7heldur kennum vér speki Guðs leyndarráðs, er áður var hulin, hvörja Guð hafði frá eilífð fyrirhugað oss til dýrðar b).8Af þessari speki vissi enginn þessarar aldar höfðingja, því ef þeir hefðu þekkt hana, hefðu þeir ekki krossfest Drottin dýrðarinnar,9heldur c), eins og skrifað stendur: auga hefir ekki séð, ekki eyra heyrt og í einkis huga komið, hvað Guð hefir þeim fyrirbúið, sem hann elska.10En oss hefir Guð opinberað hana fyrir sinn anda, því andinn rannsakar allt og svo Guðs leyndarráð.11Hvör veit hvað í manninum býr, nema mannsins andi, sem í honum er; svo veit engínn hvað í Guði býr, nema Guðs Andi.12Vér höfum ekki meðtekið heimsins anda, heldur þann anda, sem frá Guði er, svo vér þekkjum þá náð, sem hann hefir oss veitta.13Þetta kennum vér ekki með orðum, sem mannleg speki hefir oss kennt, heldur með orðum, er andinn hefir meðdeilt oss og útlistum það andlega með andlegum orðum fyrir andlega sinnuðum.14En holdlega sinnaður maður skilur ekki það andlega, það er heimska fyrir honum og hann getur ekki skilið það, því það hlýtur andlega að dæmast.15En hinn andlega sinnaði dæmir um allt, en verður af engum dæmdur;16„því hvör hefir þekkt Drottins sinni, að hann geti frætt hann“? en vér höfum Krists sinni.

V. 2. Gal. 6,14. V. 4. lýsti því að hann hefði sín upptök frá heilögum anda og þess vegna guðlegan kraft. Jóh. 6,63. V. 5. 1 Tess. 1,5. V. 6. Jak. 3,15. Kap. 1,20.28. V. 7. b. eilífrar farsældar. V. 9. c. nl. kennum vér. Esa. 64,3. samanb. við 65,17. V. 13. V. 1.4. Gal. 1,11.12. V. 14. og 15. aðrir geta ekki um það rétt dæmt en þeir, sem komnir eru að réttum skilningi á Krists lærdómi og hjá hvörjum kristilegt hugarfar er drottnandi. Þvílíkir geta rétt dæmt um allt sem kristindómi viðkemur. V. 16. Es. 40,13. Job. 15,8. Róm. 11,34.