Esekíel er bent til, að hugleiða vel Guðs orð; Guð heitir honum sínum styrk, 1–11; minnir hann á, hvað spámannsembættið sé mikilvægt og ábyrgðarfullt, 12–21; að hann, sem vottur sannleikans, eigi von á ofsóknum, og segir, hvörninn hann skuli þá hegða sér, 22–27.

1Þá sagði Drottinn til mín: þú mannsins son, et það sem að þér er rétt! et þetta bókfell b), gakk síðan og tala til Ísraelsmanna!2Eg upplauk þá mínum munni, en hann fékk mér bókfellið að eta,3og sagði til mín: þú mannsins son, þú skalt renna því niður í maga þinn, og fylla þinn kvið með því bókfelli, sem eg fæ þér. Þá át eg það, og var það í munni mér sætt sem hunang a).4Þá sagði hann til mín: þú mannsins son, far nú til Ísraelsmanna, og tala mín orð til þeirra;5þú ert ekki sendur til þess fólks, sem hafi óljóst tungumál og torvelt orðtak; til Ísraelsmanna ertu sendur,6en ekki til margvíslegra lýða, er óljóst mál og torvelt orðtak hafi, hvörra orð þú ei mundir skilja; í sannleika, ef eg sendi þig til slíkra, mundu þeir veita þér áheyrslu.7En Ísraelsmenn munu ei vilja heyra þig, því þeir mundu jafnvel ekki veita mér áheyrn; nei, allir Ísraelsmenn hafa hörð enni og hörð hjörtu.8Sjá, eg skal herða þitt andlit í gegn þeirra andlitum, og þitt enni gegn þeirra ennum;9enni þitt skal eg gjöra sem demant, harðara en klettinn; óttast því eigi, og skjálf ei fyrir þeirra augliti, hvörsu þvermóðskufull kynslóð sem þeir eru.10Ennfremur sagði hann til mín: þú mannsins son, meðtak í þitt hjarta öll þau orð, sem eg tala við þig, og lát þau þér í eyrum loða;11far síðan til þeirra herteknu, til landsmanna þinna, sona þíns fólks, og tala til þeirra þeim orðum: „svo segir Drottinn alvaldur!“ hvört sem þeir svo vilja heyra þig eða ekki.
12Nú hóf andinn mig upp, en á bak mér aftur heyrði eg hátt hljómandi röddu, sem kom einhvörs staðar frá: „lofuð sé dýrðin Drottins!“13Líka heyrði eg þyt af vængjum enna lifandi skepna, er þeir snertu hvör annan og gang hjólanna hjá þeim, var það mikill gnýr.14En andinn hóf mig upp og hreif mig burt, og fór eg hryggur og angurvær innvortis, því hönd Drottins lá þungt á mér.15Eg kom til enna herteknu, er bjuggu í Tel-Abíb við ána Kabor, og til innbúanna þar, og var þar á meðal þeirra í 7 daga, svo sem utan við mig.16En að liðnum þeim 7 dögum, talaði Drottinn til mín, og sagði:17þú mannsins son, eg hefi sett þig sem varðhaldsmann yfir Ísrael; þú skalt heyra orðið af mínum munni, og vara þá við í mínu nafni.18Þegar eg segi til hins óguðlega: „þú skalt deyja,“ ef þú þá varar hann ekki við, og talar ekki, til þess að draga hinn óguðlega með þinni aðvörun frá hans vondu breytni, að hann megi lifa: þá skal sá óguðlegi að vísu deyja fyrir sinna synda sakir, en hans blóðs mun eg krefja af þinni hendi.19Varir þú hinn óguðlega við, og snúi hann sér þó ekki frá sínu vonda hugarfari og frá sinni vondu breytni, þá skal hann deyja fyrir sinna synda sakir, en þá hefir þú frelsað þína sál.20Snúi sá ráðvandi sér burt frá sinni ráðvendni, og gjöri órétt, þá mun eg leggja fótakefli fyrir hann: deyja skal hann. Hafir þú þá eigi varað hann við, þá skal hann að vísu deyja fyrir sinna synda skuld, án þess sú ráðvendni, sem hann áður sýndi, skuli til álita koma; en blóð hans mun eg heimta af þinni hendi.21En varir þú hinn ráðvanda við syndinni, og syndgi hann þá ekki, þá skal hann lifa, af því hann tók aðvörun; og hefir þú þá frelsað þína sál.
22Hér kom hönd Drottins yfir mig, og hann sagði til mín: statt upp, gakk ofan í dalinn, þar vil eg tala við þig.23Eg stóð upp og gekk niður í dalinn, og sjá! þar stóð dýrðin Drottins; það var hin sama dýrðarsjón, sem eg hafði séð við ána Kabor, og eg féll fram á mína ásjónu.24En þá kom andi í mig, sem reisti mig á fætur. Hann talaði þá til mín, og sagði: gakk, lyk þig inn í þínu húsi;25vita skaltu, mannsins son, að þeir munu leggja bönd á þig, og binda þig með þeim, svo að þú skulir ei ná að ganga um meðal þeirra;26og tungu þína vil eg láta tolla við góm þér, svo þú skalt orðlaus verða og ekki ná að hirta þá með aðfinningum, því þessi kynslóð er þverúðarfull.27En þá eg tala til þín, mun eg opna þinn munn, og þá skaltu segja til þeirra, „svo segir Drottinn alvaldur“. Hvör sem heyra vill, hann heyri, og hvör sem ekki vill, sá láti það vera; því það er þverúðarfull kynslóð.

V. 1. b. Þ. e. les með athygli það sem á bókfellinu stendur, og innræt þér það, v. 10. V. 3. a. Honum var ljúft að vera erindreki Guðs.