Gjafir fólksins. Tjaldbúðarsmíðið.

1Besalel og Oholíab og allir þeir hagleiksmenn, sem Drottinn hafði gefið vitsmuni og kunnáttu, að skynja öll þau verk, er heyrðu til helgidómsins þjónustu, gjörðu allt sem Drottinn hafði boðið.2Móses kallaði til sín Besalel og Oholíab og alla þá hagleiksmenn, hvörjum Drottinn hafði gefið hugvit, og hvörn þann mann, sem sjálfkrafa vildi ganga að þessu verki og leggja hönd á það;3tóku þeir við af Móses allri þeirri upplyftingarfórn, sem Ísraelsmenn höfðu lagt til helgidómsgjörðarinnar; og hvörn morgun færðu menn þó enn til hans gjafir sjálfviljuglega.4Þá komu allir smiðirnir, sem störfuðu, að helgidómsgjörðinni, hvör frá sínu verki, sem þeir voru að vinna,5og sögðu til Mósis: fólkið leggur til meir en þörf gjörist til að framkoma því verki, sem Drottinn hefir boðið að gjöra.6Þá lét Móses kalla út um herbúðirnar, og segja, að engin skyldi hvörki karl né kona, hafa nokkurn starfa framar fyrir upplyftingarfórnum til helgidómsins, og hætti fólkið þá tillögum sínum;7var þá gnógt verkefni fyrir þá til alls þess, er gjöra þurfti, og jafnvel var nokkuð afgangs.
8Allir þeir hagleiksmenn, sem störfuðu að verkinu, tóku nú til að gjöra tjaldbúðina: þeir gjörðu 10 dúka af hvítri viðarull tvinnaðri, blárri ull, purpura og skarlati, með kerúbum á, haglega útofnum.9Hvör dúkur var 28 álna langur og fjögra álna breiður, og allir dúkarnir voru jafnir að máli;10fimm dúkarnir voru tengdir saman sér og aftur aðrir 5 sér:11þá voru gjörðar lykkjur af bláu ullarbandi á endajaðri eins dúksins við samkomuna, og eins á ysta dúkjaðrinum við næstu samkomu;1250 lykkjur voru gjörðar á öðrum dúknum, og eins voru gjörðar 50 lykkjur á jaðri þess dúksins, sem var við næstu samkomu, svo að lykkjurnar stóðust á hvör við aðra;13þá voru gjörðir 50 krókar af gulli, og tengdur saman hvör dúkurinn við annan með krókunum, svo þar af varð ein tjaldbúð.
14Þarnæst voru gjörðar ábreiður af geitahári, til að tjalda með yfir búðina; af þeim ábreiðum voru búnar til 11;15hvör ábreiða var 30 álna löng, og fjögra álna breið; allar 11 ábreiðurnar voru jafnar að máli;16þá voru tengdar saman 5 ábreiðurnar sér, og 6 sér,17gjörðar síðan 50 lykkjur á ysta ábreiðujaðrinum við samkomuna, og eins 50 lykkjur á ábreiðujaðrinum við næstu samkomu;18þá voru gjörðir 50 eirkrókar til að tengja saman tjaldið, svo það yrði einlægt.19Þar að auki var gjört þak yfir tjaldið af rauðlituðum hrútaskinnum, og enn eitt þak þar utan yfir af selskinnum.
20Síðan var telgdur beinn borðviður til tjaldbúðarinnar af belgþornstrjám;21var hvört borð 10 álna langt, og hálfrar annarrar álnar breitt;22á hvörju borði voru tveir tappar, jafnlangt hvör frá öðrum, og svo var gjört á öllum borðum tjaldbúðarinnar.23Borðviði tjaldbúðarinnar var svo hagað, að 20 borð voru sunnanmegin, gegnt suðri,24og gjörðir 40 pallar af silfri undir þau 20 borð, tveir pallar undir eitt borðið, til þess þeir tveir tappar, sem á borðinu voru, félli þar í, og eins tveir pallar undir næsta borð, sinn fyrir hvörn tappa.25Til annarrar hliðar tjaldbúðarinnar gegnt norðri voru ætluð 20 borð,26og 40 silfurpallar fyrir þau, nefnilega tveir pallar undir eitt borðið, og tveir undir næsta borð.27Til búðargaflsins gegnt vestri voru ætluð 6 borð,28en tvö borð til búðarhornanna beggja vegna;29þau voru bæði tvöföld neðan frá, og héldu fullu máli upp úr gegn allt til hins fyrsta hrings; þannig var þeim háttað hvorumtveggjum, og voru þetta þeir tveir horngaflar;30það voru 8 borð með 16 silfurpöllum, stóðu tveir pallar undir einu borðinu, og tveir undir því næsta.31Því næst voru gjörð þvertré af belgþornsviði, 5 að öðrum hliðvegi búðarinnar,32og 5 að hinum, og enn 5 þvertré að gaflþili búðarinnar vestanmegin.33Þá var gjört miðtréð, sem ganga skyldi í gegnum borðveggina, og liggja um þvert frá einum enda til annars.34Þá voru gullbúnir borðveggirnir, og hringarnir í þeim, sem þvertrjánum var smeygt inn í, gjörðir af gulli; þvertrén voru og gulli búin.
35Síðan var fortjaldið gjört af dökkblárri ull, purpura, skarlati og hvítri viðarull tvinnaðri; þar á voru kerúbar haglega útofnir.36Þar til voru gjörðar fjórar stoðir af belgþornsviði, þær voru gullbúnar, með krókum í af gulli, en fyrir stoðirnar voru steyptir fjórir pallar af silfri.37Tjald var og gjört fyrir búðardyrnar, það var af dökkblárri ull, purpura, skarlati og hvítri viðarull tvinnaðri, og glitofið,38fyrir þetta tjald voru gjörðar 5 súlur með krókum í, og gulli búin súlnahöfuðin og syllurnar, og 5 eirpallar búnir til undir súlurnar.