Jósúa vinnur sigur á fimm konungum Amoríta.

1Þegar Adónisedek, Jerúsalemskonungur, frétti að Jósúa hefði tekið Aí, og umturnað henni, og gjört eins við hana og hennar konung, eins og hann hafði gjört við Jeríkó og konunginn þar, og að Gíbeonítar höfðu samið frið við Ísraelsmenn og voru nú komnir meðal þeirra,2kom hræðsla mikil yfir þá, því Gíbeon var engu minni staður, en þeir, hvar konungur hafði aðsetur, og stærri en Aí, voru líka allir innbúar þar góðir hermenn;3sendi Adónisedek, Jerúsalemskonungur, til Pírams Jarmútskonungs, til Jafia kóngsins í Lakís og til Debirs, Eglonskóngs, og lét segja þeim:4komið til móts við mig, og veitið mér fulltingi, að vér megum sigra Gíbeon, því þeir hafa gjört frið við Jósúa og Ísraelsbörn,5fimm Amorítakóngar söfnuðust þá og fóru upp þangað, Jerúsalemskóngur, Hebronskóngur, Jarmútskóngur, Lakiskóngur og Eglonskóngur, með öllum sínum her, settust um Gíbeon og herjuðu á borgina.6Gíbeonsmenn gjörðu þá menn til Jósúa, þar sem hann lá í herbúðum við Gilgal, og létu segja honum: slá ekki hönd þinni af þjónum þínum, flýt þér oss til hjálpar og frelsis, því allir Amorítakóngar, sem í fjallbyggðinni búa, hafa samansafnast á móti oss!7Jósúa hóf þá herför frá Gilgal með allan sinn her og alla sína kappa;8og Drottinn sagði til Jósúa: þú skalt ekki hræðast þá, því eg hefi gefið þá í þína hönd, og enginn þeirra skal standast þér.9Jósúa kom yfir þá, þeim óvart, því alla nóttina hélt hann ferðinni áfram frá Gilgal;10og Drottinn gjörði þá hrædda fyrir Ísraelsmönnum, svo að þessir gjörðu þeim mikið manntjón hjá Gíbeon, og ráku flóttann á leið upp til Betóron, og felldu marga á veginum til Aseka og Makeda.11En sem þeir flýðu fyrir Ísraelsmönnum ofan frá Betóron, þá lét Drottinn stóra (hagl)steina falla ofan af himnum yfir þá, þar til þeir komu til Aseka, svo þeir féllu, og miklu fleiri féllu fyrir haglsteinunum en fyrir sverði Ísraelsmanna.12Þenna dag, á hvörjum Drottinn gaf Ísraelsmönnum sigur yfir Amorítum, talaði Jósúa til Drottins í áheyrn Ísraelsmanna og sagði: Sól stattu kyrr í Gíbeon, og þú tungl í Ajalonsdal.13Þá stóðu sól og tungl kyrr, þangað til fólkið hafði hefnt sín á óvinum sínum; þetta finnst skrifað í Bók hins réttláta: „Sólin stóð mitt á himni og gekk ekki til viðar allan daginn,14og enginn dagur hefir þessum degi líkur verið hvörki fyrr né síðar, að Drottinn skyldi láta að orðum eins manns, því Drottinn barðist fyrir Ísraelsmenn.“15Jósúa fór þá og allur Ísrael með honum aftur til herbúðanna í Gilgal.16En þeir fimm konungar flúðu, og fólu sig í hellirnum hjá Makeda;17þá var Jósúa sagt: vér höfum fundið þá fimm konunga, sem hafa falið sig í hellirnum hjá Makeda,18þá sagði Jósúa: veltið stórum steinum fyrir hellirsdyrnar, og fáið menn til að halda þar vörð;19haldið þér ekki kyrru fyrir, heldur eltið óvinina, fellið þá sem aftastir fara, og látið þá ekki undan komast inn í borgir þeirra, því Drottinn yðar Guð hefir gefið þá yður í hendur.20En þá Jósúa og Ísraelsbörn höfðu slegið þá, og gjört mikið manntjón á þeim og unnið fullkominn sigur, höfðu þó nokkrir undan komist, inn í víggirtu borgirnar.21En herinn kom allur óskaddaður til Jósúa í herbúðirnar hjá Makeda, og enginn þorði orð að mæla gegn Ísraelsbörnum.22Þá sagði Jósúa: opnið hellisdyrnar, og leiðið þá fimm konunga út til mín úr hellirnum.23Svo var gjört, og leiddu þeir þessa fimm konunga til hans úr hellirnum: Jerúsalemskonung, Hebronskonung, Jarmútskonung, Lakiskonung, og Eglonskonung;24og þá þeir höfðu leitt þessa konunga út til Jósúa, kallaði Jósúa saman hvörn mann í Ísrael, og sagði til stríðsmanna foringjanna, sem með honum höfðu farið: komið hingað og stígið fæti á háls konungum þessum! þeir gengu fram og stigu á hálsa þeirra;25þá sagði Jósúa til þeirra: óttist ekki, né æðrist, heldur verið hugrakkir og öruggir, því svo mun Drottinn fara með alla óvini yðar, sem þér berjist við.26Eftir það lét Jósúa aflífa þá, og hengja síðan upp í fimm eikur, og þar héngu þeir til kvölds,27en um sólsetur bauð hann að taka þá ofan af eikunum, og dysja í hellirnum, sem þeir höfðu falist í, og bera stóra steina fyrir hellisdyrnar, og eru þeir þar enn í dag.
28Þenna sama dag vann Jósúa borgina Makeda, tók hana með herskildi og lýsti banni yfir konung hennar, og hvörri sál í henni, og lét engan af komast; en með Makedakonung fór hann eins og hann hafði áður farið með Jeríkóskonung.29Síðan fór Jósúa með allan Ísraelslýð frá Makeda til Libna og herjaði á hana;30og Drottinn gaf einnig hana í Ísraels hendur, og konung hennar; og sló með sverðseggjum hvört mannsbarn í borginni og lét engan undan komast, og með konunginn fór hann eins og með Jeríkóskonung.31Jósúa og allur Ísrael með honum fór frá Libna til Lakis, setti herbúðir hjá henni, og herjaði á hana;32og Drottinn gaf Lakis í hendur Ísraels, svo Jósúa tók hana næsta dag og sló hana með sverðseggjum og hvört mannsbarn, sem í henni var, öldungis eins og hann hafði gjört við Libna.
33Þá fór Hóram Geserskóngur til liðs við Lakis, en Jósúa felldi hann og menn hans, svo enginn komst undan.34Þá fór Jósúa og allur Ísrael með honum frá Lakis til Eglon, settu herbúðir hjá staðnum og herjuðu á hann;35tóku hann samdægurs og slógu hann og hvört mannsbarn, sem í honum var, og sama dag bannfærði hann hann, allt eins og hann gjört hafði við Lakis.36Jósúa og allur Ísrael með honum fóru þá upp frá Eglon til Hebrons, og herjaði á þann stað;37þeir tóku hann og slógu hann og konunginn með sverðseggjum og öll þorp staðarins og hvört mannsbarn, sem í honum var, og lét hann engan undan komast, eins og hann hafði gjört við Eglon; hann bannfærði staðinn og hvört mannsbarn sem í honum var.38Þá sneri Jósúa og allur Ísrael til baka til Debír og herjaði á hana,39tók hana, og konung hennar og öll þorp, sem þar til heyrðu; þeir slógu þá með sverðseggjum, og bannfærðu þar hvört mannsbarn, svo þar komst enginn undan; eins og hann hafði gjört við Hebron og Libnu og þeirra konunga, svo gjörði hann við Debír og hennar konung.40Þannig herjaði Jósúa landið allt, fjallbyggðina, suðurlöndin, sléttlendið og láglendið, vann alla þeirra konunga og lét engan mann af komast; lýsti hann banni í öllu sem kvikt var, eins og Drottinn Guð Ísraels, hafði boðið;41og Jósúa sló þá frá Kades-Barnea til Gasa, allt landið Gosen til Gíbeons;42á einni herför vann hann alla þessa konunga og lönd þeirra, því Drottinn Guð Ísraels barðist fyrir Ísrael.43Fór nú Jósúa og allur Ísrael með honum til baka til herbúðanna í Gilgal.