Ísak fer til Gerar vegna hallæris, fær nýtt loforð um guðlega varðveislu, flytur sig til og frá um landið.

1Og þar varð mikið hallæri í landinu, annað hallæri en það fyrra, sem var á Abrahams dögum. Þá fór Ísak til Abimeleks Filisteakóngs í Gerar.2Og Drottinn birtist honum og mælti: far þú ekki til Egyptalands, vertu í því landi sem eg segi þér.3Hafðu þig í þessu landi og eg skal vera með þér og blessa þig; því þér og þínum niðjum gef eg öll þessi lönd, og eg held þann eið sem eg sór Abraham, föður þínum;4og eg gjöri niðja þína, sem stjörnur himins, og gef niðjum þínum öll þessi lönd, og af þínu afsprengi skulu allar þjóðir á jörðunni blessan hljóta,5af því að Abraham hlýddi minni raust og gætti þess sem við mig skyldi gæta, minna skipana, setninga og laga.6Og svo staðnæmdist Ísak í Gerar.7Og þegar fólk þar spurði um konu hans, sagði hann: hún er mín systir; því hann þorði ekki að segja: hún er mín kona, að fólkið þar á staðnum ekki skyldi myrða hann sakir Rebekku; því hún var fríð sýnum.8Og það skeði, þá hann hafði verið þar um hríð, að Abimelek Filisteakóngur, leit út um glugga og sá, að Ísak lék við konu sína Rebekku.9Þá kallaði Abimelek: Ísak! og mælti: heyrðu! vissulega er hún konan þín; og hvernig gast þú sagt: hún er mín systir? Og Ísak sagði til hans: eg hugsaði að eg fyrir hennar sakir yrði kannske drepinn.10Og Abimelek mælti: því hefur þú gjört oss þetta! hæglega gat það skeð, að einhver af fólkinu hefði lagst með konu þinni og þú hefðir leitt yfir oss þá syndasekt.11síðan bauð Abimelek öllu fólkinu, og mælti: hver sem bekkist til við þennan mann og hans konu, sá skal vissulega deyja.
12Og Ísak sáði í þessu landi og uppskar hundraðfalt, og Drottinn blessaði hann,13og maðurinn efldist og auðgaðist meir og meir, þangað til hann var orðinn mjög ríkur.14Og hann átti sauða- og nautahjarðir, og marga þræla, og Filestear öfunduðu hann.15Og alla þá brunna sem þénarar föður hans höfðu grafið á dögum Abrahams, föður hans, þá byrgðu Filestear og fylltu með mold.16Og Abimelek sagði til Ísaks: far þú burt frá oss! þú ert orðinn oss of voldugur.17Þá fór Ísak þaðan, og setti tjald sitt í dalnum Gerar og bjó þar.18Og Ísak gróf upp aftur brunnana sem þeir höfðu grafið á dögum Abrahams, föður hans, og sem Filistear höfðu afturbyrgt, eftir dauða Abrahams, og gaf þeim þau sömu nöfn, sem faðir hans hafði gefið þeim.19Og þjónar Ísaks grófu í dalnum, og fundu þar brunn lifandi vatns.20Og hirðararnir frá Gerar þrættust á við Ísaks hirðara og sögðu: vér eigum vatnið. Og hann kallaði brunninn Esek (þrætu) af því þeir höfðu þráttað við hann.21Og þeir grófu annan brunn, og þráttuðu líka um hann, og hann nefndi hans nafn Sitna (stríð).22Eftir það fór hann þaðan og gróf enn þá brunn; um hann þráttuðu þeir ekki, og hann kallaði þann brunn Rehobot (vídd) og sagði: nú hefur Drottinn gefið oss nóg rúm, og vér munum vaxa í landinu.23Og þaðan flutti hann sig til Berseba.24Þá birtist Drottinn honum sömu nóttina, og mælti: eg em Guð Föður þíns, Abrahams, vert þú óhræddur; því eg er með þér, og blessa þig og eyk kyn þitt fyrir sakir Abrahams þénara míns.25Og hann byggði altari á sama stað, og ákallaði nafn Drottins, og setti þar sitt tjald, og þar grófu þjónar Ísaks líka brunn.
26Og Abimelek kom til hans frá Gerar, og Akusat vinur hans, og Fikol hans hershöfðingi.27Þá sagði Ísak til þeirra: því komið þér til mín, þér sem hatið mig og rákuð burt frá yður?28En þeir svöruðu: vér sjáum að Drottinn er með þér! því mælum vér: eiður sé milli vor, milli vor og þín, og vér viljum gjöra við þig sáttmála,29að þú gjörir oss ekkert illt, eins og vér skulum ekki áreita þig, og eins og vér gjörðum þér ekki nema gott, og létum þig fara í friði. Þú ert nú blessaður af Drottni.30Þá hélt hann þeim heimboð og þeir átu og drukku.31Og þeir stóðu upp snemma um morguninn, og unnu eiða hver öðrum; og Ísak lét þá frá sér og þeir fóru burt í friði.32Og það skeði á þeim sama degi, að Ísaks þjónar komu, og sögðu honum frá brunninum sem þeir höfðu grafið og mæltu til hans: vér höfum fundið vatn.33Og hann kallaði hann Siba (sjö), þaðan hefur staðurinn nafnið Berseba allt til þessa dags.34Og Esau var 40 ára gamall, þá hann tók sér konu Judit Berisdóttur, Hetitans, og Basermat dóttur Elons Hetita.35Og þær voru Ísak og Rebekku hjartans raun.

V. 21. Sitna dregið af Satan, mótstandari. V. 22. Vídd 9,27.