Upphvatning til yfirbótar; Guðs ráðstöfun, æðri öllum mannlegum skilningi, og hans fyrirheit óbrigðul.

1Heyrið, allir þér sem þyrstir eruð, gangið til vatnsins! þér, sem ekkert silfur hafið, komið og kaupið fæðslu! komið og kaupið, án silfurs og ókeypis, bæði vín og mjólk!2Hví reiðið þér silfur fyrir það, sem ekki er matur? og látið atvinnu yðra fyrir það, sem ekki er til saðnings? Heyrið mér, neytið þess sem gott er, og látið yðra sálu una við það, sem feitt er.3Hneigið hingað eyru yðar, og komið til mín; heyrið! þá skal yðar sála lifa. Eg vil gjöra við yður eilífan sáttmála, Davíðs staðfasta líknarsáttmála.4Sjá, eg setti hann sem vitnismann fyrir þjóðirnar, og gjörði hann að höfðingja og löggjafa þjóðanna.5Sjá, þú skalt kalla til þín þær þjóðir, sem þú þekkir ekki, og þær þjóðir, sem ekki þekkja þig, skulu hraða sér til þín, vegna Drottins, þíns Guðs, og hins heilaga Ísraels Guðs, því hann gjörir þig vegsamlega.6Leitið Drottins, meðan hann er að finna! Kallið á hann, meðan hann er nálægur!7Hinn óguðlegi láti af sinni breytni, og illvirkinn af sinni hugsan, og snúi sér til Drottins, þá mun hann miskunna honum, og til vors Guðs, því hann er fús á að fyrirgefa.8Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir, segir Drottinn;9heldur, svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðrum vegum, og mínar hugsanir yðrum hugsunum.10Því eins og regn og snjór fellur af himni ofan, og hverfur ei þangað aftur, heldur vökvar jörðina, gjörir hana frjóvsama og gróandi; og gefur fræ til fæðis og brauð til fæðslu:11eins er mitt orð, það er út gengur af munni mínum; það hverfur ekki tómt aftur til mín, heldur framkvæmir það, sem mér vel líkar, og kemur því greiðilega til vegar, sem eg hefi til ætlast.12Já, með gleði skuluð þér út fara, og í friði útleiddir verða. Fjöll og hálsar skulu upp hefja fagnaðarsöng fyrir yður, og öll skógartrén klappa lof í lófa.13Í stað þyrna skal fura upp vaxa, í stað þistla myrtusviður; og þetta skal verða Drottni til lofs og eilífrar minningar, sem aldrei mun afmáð verða.