Davíð vill flytja örkina til Jerúsalem. (2 Sam. 6,1–11).

1Og Davíð ráðgaðist um við höfuðsmennina yfir þúsund, og yfir hundrað, við alla herforingjana.2Og Davíð mælti við allan Ísraels söfnuð: ef yður sýnist svo, og sé það frá Drottni, vorum Guði, þá látum oss senda til vorra annarra bræðra, í öllu Ísraelslandi, og með þeim, til prestanna og Levítanna, í þeirra forstaða stöðum, að þeir komi á fund við oss;3og látum oss flytja örk vors Guðs til vor; því vér höfum ekki um hana hirt síðan á dögum Sáls.4Og allur söfnuðurinn sagði, að menn skyldu gjöra svo; því öllu fólkinu líkaði þetta vel.5Og svo safnaði Davíð saman öllum Ísrael, frá Egyptalands Níl, allt til Hemat, til að sækja Guðs örk til Kirjat-Jearim.6Og Davíð og allur Ísrael fór til Baala ɔ: Kirjat-Jearim, í Júdeu, til að flytja þaðan Guðs örk, Drottins, sem situr yfir kerúbunum, hvar nafnið verður ákallað.7Og þeir fluttu Guðs örk á nýjan vagn úr húsi Abínadabs; en Usa og Ahíó óku vagninum.8Og Davíð og allur Ísrael lék fyrir Guði af öllu megni, með söng og hljóðpípum og hörpum og trumbum, bjöllum og básúnum.9En sem þeir komu til Kídons hlöðu, útrétti Usa sína hönd, til að grípa til arkarinnar; því akneytin höfðu vikið af leið.10Þá upptendraðist Drottins reiði gegn Usa, og hann sló hann fyrir það, að hann útrétti sína hönd til arkarinnar, og hann dó þar fyrir Guði.11Þá varð Davíð hryggur, af því Drottinn hafði slegið Usa, og hann kallaði þann sama stað Peres-Usa; (svo heitir staðurinn) til þessa dags.12Og Davíð varð hræddur við Drottin á þeim sama degi og mælti: hvörnig skal eg flytja til mín Guðs örk?13Og Davíð flutti ekki örkina til sín í Davíðs borg, heldur setti hana í hús Óbeð-Edoms, Gaðítans.14Og svo var Guðs örk í húsi Óbeð-Edoms, í hans húsi, í þrjá mánuði. Og Drottinn blessaði Óbeð-Edoms hús og allt hvað hans var.

V. 2. Vakta: eiginlega halda til haga. V. 3. (Munn: eig: hönd).