Davíðs húsabygging, konur og börn, stríð við Filistea. 2 Sam. 5,11–25.

1Og Híram, kóngur í Týrus, sendi menn til Davíðs, og sedrusvið, og múrara og timburmenn, til að byggja honum hús.2Og Davíð kannaðist við að Drottinn festi hann sem konung yfir Ísrael, og að hans ríki efldist sökum hans fólk Ísraels.3Og Davíð tók sér fleiri konur í Jerúsalem, og eignaðist fleiri syni og dætur.4En þetta eru nöfn þeirra sem honum fæddust í Jerúsalem: Sammúa og Sobab, Natan og Salómon.5Og Jibar og Elísúa,6og Nóga og Nefeg og Jasia,7og Elísamma og Beeljada og Elífelet.
8Og sem Filistear heyrðu að búið var að smyrja Davíð til kóngs yfir allan Ísrael, lögðu allir Filistear af stað, til að leita Davíðs. Og sem Davíð heyrði það, fór hann móti þeim.9Og Filistear komu og dreifðu sér um dalinn Refaim.10Þá spurði Davíð Guð og mælti: skal eg fara móti Filisteum, og munt þú gefa þá í mína hönd? Og Drottinn svaraði honum: far þú, og eg gef þá í þína hönd.11Þá fóru þeir til Baal-Prasim, og Davíð vann þá þar og mælti: Guð hefir fyrir mína hönd tvístrað mínum óvinum, eins og þá vatni er skvett. Því nefndi hann þann sama stað Baal-Prasim.12Og þeir létu þar eftir sína Guði, og Davíð bauð, og þeir voru brenndir í eldi.
13Og Filistear komu aftur, og breiddust um dalinn.14Þá spurði Davíð Guð í annað sinn, og Guð sagði til hans: far þú ekki eftir þeim, snú þú frá þeim, og ráðst þú á þá gagnvart mórberjaskóginum, og þegar þú heyrir þyt fara yfir mórberjatrén, þá legg til orrustu, því Guð fer fyrir þér, til að sigra her Filisteanna.