Sáttmálsörkin er flutt til Jerúsalem. 2 Sam. 6.,12–23.

1Og hann byggði sér hús í Davíðsborg, og tilreiddi stað fyrir Guðs örk, og setti henni tjald.2Þá mælti Davíð: örk Guðs skal enginn bera nema Levítarnir, því þá hefir Drottinn valið til að bera Guðs örk, til að þjóna sér að eilífu.3Og Davíð safnaði öllum Ísrael til Jerúsalem, til að flytja Drottins örk á sinn stað, sem hann hafði henni tilreitt.4Og Davíð safnaði sonum Arons og Levítunum;5af sonum Kahats: Uriel, þeim æðsta, og hans bræðrum 120.6Af sonum Merari: Asaja, þeim æðsta, og hans bræðrum 220;7af sonum Gersoms: Jóel, þeim æðsta, og hans bræðrum 130;8af sonum Elisafans: Semaja, þeim æðsta, og hans bræðrum 200.9Af sonum Hebrons: Eliel, þeim æðsta, og hans bræðrum 80;10af sonum Usiels Aminadab, þeim æðsta, og hans bræðrum 112.11Og Davíð kallaði Sadok og Abiatar presta, og Levítana, Uriel, Asaja og Jóel og Semaja og Eliel og Amminadab,12og mælti til þeirra: þér eruð höfuðsmenn Leví ættliða, helgið yður og yðar bræður, og flytjið örk Drottins Ísraels Guðs, á þann stað sem eg hefi henni tilreitt.13Af því þér gjörðuð það ekki í fyrra sinni, svo gjörði Drottinn, vor Guð, skarð vor á meðal, þar eð vér leituðum hans ekki, sem vera bar.14Þá helguðu sig prestarnir og Levítarnir, til þess að flytja örk Drottins, Ísraels Guðs.15Og svo báru Leví synir Guðs örk, eins og Móses bauð, eftir orði Drottins, á sínum öxlum, með stöngunum (sem þeir lögðu) á sig.16Og Davíð bauð þeim æðstu Levítum, að þeir skyldu setja sína bræður söngvara með hljóðfærum, hörpum, hljóðpípum og básúnum, að þeir syngju hvellt og upphefðu röddina með gleði.17Og Levítarnir tilsettu: Heman Jóelsson, og af hans bræðrum Asaf, Berekíason; og af sonum Merari: þeirra bræður: Etan, Kusajason.18Og með þeim þeirra yngri bræður: Sakaria, Ben og Jaesiel og Semiramót, og Jehiel og Unni, Eliab og Benaja og Maeseia og Matítia og Elifelehú og Miknehú og Obeð-Edom og Jegiel, dyraverði.19Og söngvarar (voru) Heman, Asaf og Etan, að syngja hátt, með eirbásúnum;20og Sakaría og Asiel og Semíramot og Jehiel og Unni og Eliab og Maeseia og Benaia á hörpu með stúlkuhljóðum;21og Matítia og Elifelehú og Miknehú og Obed-Edom og Jegiel og Asasia á hljóðpípur, með djúpri rödd, sem forsöngvarar.22Og Kenania, (var) meistari Levítanna í söng, kenndi söng, því hann var vel að sér.23Og Berekia og Elkana voru dyraverðir arkarinnar.24Og Sabania og Jósafat og Netaneel og Amasai og Sakaría og Benaja, og Elíeser, prestarnir, slógu trumbur fyrir Guðs örk. Og Obeð-Edom og Jehia voru dyraverðir arkarinnar.
25Og svo fór Davíð og enir elstu í Ísrael, og höfðingjarnir yfir þúsund, að sækja sáttmálsörk Drottins, í hús Óbeð-Edoms, með fögnuði.26Og sem Guð hjálpaði Levítunum, er báru sáttmálsörk Drottins, fórnfærðu þeir 7 nautum og 7 hrútum.27Og Davíð var klæddur lín kyrtli, og sömuleiðis allir Levítarnir sem báru örkina, og söngvararnir, og Kenania meistari söngsins meðal söngvaranna; og Davíð hafði yfir sér línhökul.28Og allur Ísrael flutti sáttmálsörk Drottins burt með fagnaðarópi og básúnu hljómi, með trumbum og hornum, hvellum hörpum og hljóðpípum.29Og sem sáttmálsörk Drottins kom til Davíðs borgar, leit Mikol, dóttir Sáls, út um gluggann, og sá Davíð kóng stökkva og dansa, og fyrirleit hann í sínu hjarta.