Bæn gegn óvinum.

1Sálmur Davíðs. Drottinn! gakk þú í rétt við þá sem ganga í rétt við mig—berstu við þá sem berjast við mig.2Taktu skjöld og buklara og stattu upp að hjálpa mér.3Taktu fram spjótið, og settu það móti þeirra árás sem ofsækja mig. Segðu við mína sál: eg er þín hjálp.4Sneypist þeir og verði fyrir háðung sem sitja um mitt líf! lát þá hörfa til baka og til skammar verða sem vilja mér illt.5Lát þá verða sem fis fyrir vindi, og Drottins engill hrindi þeim burt.6Þeirra vegur sé dimmur og mjög háll, og Drottins engill elti þá.7Því án saka lögðu þeir leynilega sitt net fyrir mig í gryfju, án orsaka grófu þeir gröf gegn mínu lífi.8Lát eyðileggingu yfir þá koma, fyrr en þeir af vita, lát þau net sem þeir leynilega lögðu, veiða þá sjálfa, flækist þeir í þeim sér til tjóns.9En mín sál skal gleðja sig í Drottni, hún skal fagna við hans frelsi.10Öll mín bein a) segja: Drottinn! hvör er sem þú, þú sem frelsar þann ólukkulega frá þeim sem ber hann ofurliða, já, þann fáráða og snauða frá þeim sem rænir hann.11Ofbeldisvitni uppstanda, þeir spyrja mig um það sem eg ekki veit,12þeir launa mér gott með illu, þeir gjöra mig munaðarlausan.13En eg, þegar þeir voru sjúkir, eg íklæddi mig sorgarbúningi, og þjáði mig með föstu, eg bað með niðurlútu höfði.14Eg hagaði mér sem væru þeir mínir bræður og vinir, eg gekk í sorgarbúningi og var niðurlútur eins og sá sem syrgir sína móður.15En þeir fagna yfir minni helti og samansafnast, þeir samansafnast og ganga haltir eftir mér án þess eg vissi það, þeir sundurtæta mig og láta ekki af.16Meðal ósvífnustu manna, sem hæða fyrir köku, nísta þeir tönnum yfir mér.
17Drottinn! hvörsu lengi viltu horfa á þetta, flyttu mína sálu frá þeirra eyðileggingu, mig yfirgefinn frá þeim ungu ljónum.18Eg skal þakka þér á mikilli samkomu, og lofa þig í miklum fólksfjölda.19Láttu þá ekki hlakka yfir mér sem eru án saka mínir óvinir, sem hata mig fyrir enga sök og depla augunum. (Kíma að mér).20Því þeir tala ekki frið, en á móti þeim kyrrlátu í landinu upphugsa þeir svik.21Þeir sperra upp ginið á móti mér og segja: hæ! hæ! þar sjáum vér það með vorum augum.22Þú sér það, Drottinn! þegi þú ekki minn Guð!23Vertu ekki langt frá mér, statt þú upp, vakna þú, svo eg nái rétti, minn Drottinn og minn Guð! Vakna til míns málefnis.24Dæm mig eftir þínu réttlæti, Drottinn minn Guð! lát þá ekki hlakka yfir mér.25Að þeir ekki segi í sínu hjarta: sjá þar vora ósk! að þeir ekki segi: vér höfum gleypt hann.26Láttu þá sneypast og verða til skammar alla í einni hrúgu, þá sem hlakka yfir minni ólukku. Lát þá íklæðast skömm og háðung sem þykjast upp yfir mér.27Láttu þá fagna og gleðjast sem hafa velþóknan á mínu réttlæti, og lát þá ætíð segja: háttlofaður sé Drottinn! sem hefir velþóknan á farsæld síns þénara.28Svo skal mín tunga prísa þitt réttlæti, hvörn dag þinn orðstír.

V. 10. a. Mitt innsta hjarta.