Óútreknir heiðingjar. Otniel, Ehúð og Samgar.

1En þessir eru þeir heiðingjar, sem Drottinn lét eftir vera, til að reyna Ísraelsmenn með (alla þá, sem ei höfðu kennt á bardögunum í Kanaan,2einkum til þess að Ísraelsbarna niðjar skyldu læra að heyja orrustur, sérdeilis þeir, sem af eigin sjón, ekki höfðu (áður) til þeirra þekkt), (nefnilega): þeir fimm Filisteahöfðingjar,3og allir Kananitar og Sídónítar og Hevítar, sem bjuggu hjá fjallinu Líbanón, í frá fjallinu Baal-Hermon, allt til þess komið er til Hamat.4Og þessir vóru eftir, til þess Ísrael skyldi reynast með þeim, svo það yrði augljóst, hvört þeir vildu hlýða boðorðum Drottins, sem hann hafði sett þeirra forfeðrum, fyrir hönd Mósis.
5Þegar nú Ísraelsbörn bjuggu þannig mitt á meðal Kananíta, Hetíta, Amoríta, Feresíta, Hevíta og Jebúsíta,6gengu þeir að eiga dætur þeirra og gáfu þeirra sonum sínar dætur og þjónuðu þeirra guðum.7Og Ísraelsbörn frömdu það sem illt var í augliti Drottins, gleymdu Drottni Guði sínum og þjónuðu Baalim og skógarlundunum *).8Þá upptendraðist reiði Drottins móti Ísrael, svo hann seldi þá undir hönd Kúsan-Rísataíms kóngs af Mesópótamíu; og Ísraelsbörn þjónuðu Kúsan-Rísataím í 8 ár.9Þá hrópuðu Ísraels börn til Drottins, og Drottinn uppvakti þeim frelsara, sem hjálpaði þeim; nefnilega: Otníel son Kenas, Kalebs yngra bróðurs.10Í honum var andi Drottins, svo hann gjörðist dómari í Ísrael; og hann fór út (og lagði) til bardaga við Kúsan-Rísataím, kónginn af Mesópótamía, og Drottinn gaf hann í hans hönd, svo hann varð honum yfirsterkari.11Svo varð landið í kyrrðum í 40 ár, og Otníel sonur Kenas deyði.
12En sem Ísraelsbörn héldu áfram að gjöra hvað illt var í augliti Drottins; þá efldi Drottinn Eglon, kóng Móabítanna, gegn Ísrael, vegna þess þeir frömdu illt fyrir Drottni.13Og hann safnaði til sín Ammonsbörnum og Amalekítum, ferðaðist af stað og vann Ísrael, og tók Pálmastaðinn frá þeim.14Og Ísraelsbörn þjónuðu Eglon, Móabítakóngi, í 18 ár.15Þá hrópuðu þeir til Drottins, og Drottinn uppvakti þeim frelsara, Ehúð, son Gera, Benjamíníta, sem var örvhentur. Og Ísraelsbörn sendu Eglon, Móabítakóngi, gáfur með honum.16En Ehúð hafði tilbúið sér álnarlanga tvíeggjaða lensu, hvörja hann batt undir klæðum sínum, við sitt hægra læri.17Og hann færði Eglon, Móabítakóngi, gáfuna, (en Eglon var mjög feitur maður).18Og sem hann var búinn að afgreiða gáfuna, fór hann með fólkinu, sem gáfuna hafði borið.19En (sjálfur) sneri (hann) til baka frá skurðgoðunum í grennd við Gílgal, og lét segja (kónginum): eg hefi, ó! kóngur! nokkur leyndarmál að segja þér. En kóngurinn sagði: hafðu ekki hátt! og allir þeir gengu út, sem kringum kónginn stóðu.20En Ehúð gekk til hans, þar sem hann sat aleinn í sínum sumarsal; og Ehúð mælti: eg hefi erindi frá Guði við þig, og þá stóð kóngur upp af stóli sínum.21En Ehúð rétti út sína vinstri hönd, og greip lensuna af sínu hægra læri, og lagði hann með henni í kviðinn,22svo að handfangið gekk inn í kviðinn eftir blaðinu, og ístran huldi (a l l a) lensuna (því hann dró hana ei út aftur úr kviði hans), og hún gekk í gegnum hann út um bakið.23Og Ehúð gekk út í gegnum forsalinn, og lét aftur dyrnar eftir sér og læsti.24En sem hann var útgenginn, komu þénarar (kóngsins), og sáu, að dyrnar á salnum vóru læstar, og þeir sögðu: vissulega hefir (kóngurinn) gengið til þarfinda sinna, í náðhúsið, hjá salnum.25En sem þeir biðu svo lengi, að þeir blygðuðust við, þar enginn lauk upp dyrunum á salnum, þá tóku þeir lykilinn og luku upp; og sjá! þá lá þeirra herra dauður á gólfinu.26En Ehúð komst undan meðan þeir stöldruðu við, og hann gekk framhjá skúrðgoðunum og komst til Seirat.27Og sem hann var þangað kominn, og hafði blásið í básúnu á Efraimsfjalli, fóru Ísraelsbörn ofan af fjallinu með honum, og hann var þeirra fyrirliði.28Og hann sagði til þeirra: fylgið mér eftir, því Drottinn hefir gefið yðar óvini, Móabítana í yðar hendur; og þeir fylgdu honum, og tóku öll vöð á Jórdan fyrir Móabítum, og létu öngan mann þar yfir komast.29Og þeir felldu Móabítana á þeim degi, nær tíu þúsundir manna; alla þá gildustu og hraustustu stríðsmenn, svo þar komst ekki einn maður undan.30Svo urðu Móabítarnir á þeim degi sigraðir af Ísraelsfólki, og landið hafði frið í 80 ár.
31Eftir þenna (Ehúð) var Samgar (uppi) sonur Anat; hann sló sex hundruð Fílistea með nautapriki, og hann frelsaði líka Ísrael.

V. 1. 5 Mós. 7,22. 8,2. V. 3. Dóm. 16,5. 5 Mós. 3,8. Jós. 11,3. V. 4. 5 Mós. 8,2. Dóm. 2,22. 2 Kron. 32,31. V. 6. 2 Mós. 34,16. 5 Mós. 7,3. V. 7. Dóm. 2,11. *) Aðr: afguðabílætunum. V. 8. Dóm. 2,14.20. 4,2. V. 9. Dóm. 6,6. Jós. 15,17. Dóm. 1,13. V. 12. Dóm. 4,1. 6,1. V. 13. Dóm. 1,16. 5 Mós 34,3. V. 15. Dóm. 20,16. V. 20. 4 Mós. 23,18. V. 24. Gengið til þarfinda, Hebr. að hylja fætur sínar. V. 26. Dóm. 3,19. V. 31. Dóm. 5,6.