Abía ríkisstjórn. (1 Kgb. 15,1–8).

1Á átjánda ári Jeróbóams kóngs varð Abia kóngur yfir Júda.2Þrjú ár ríkti hann í Jerúsalem, en nafn móður hans var Mikaja, dóttir Uríels frá Gíbea. Og þar var stríð á milli Abia og Jeróbóams.3Og Abia byrjaði stríðið með heilum her duglegra stríðsmanna, með 4 hundrað þúsundum einvala liðs, og Jeróbóam kom á móti honum með 8 hundruð þúsundum einvala liðs, röskra stríðsmanna.4Þá gekk Abia upp á fjallið Semarim, sem liggur í Efraimsfjallbyggð, og mælti: heyrið mig, Jeróbóam og allur Ísrael!5Vitið þér ei, að Drottinn Ísraels Guð hefir að eilífu gefið Davíð kóngdóm yfir Ísrael, honum og sonum hans, eftir saltsáttmála.6En Jeróbóam, sonur Nebats, þegn Salómons, Davíðssonar, tók sig til, og gjörði uppreisn mót sínum herra,7og að honum drógust lausingjar og afhrök (Belíalssynir) og settu sig á móti Róbóam, syni Salómons, og Róbóam var enn nú ungur og hugdeigur, og veitti þeim ekki mótstöðu.8Og nú ætlið þér að standa á móti konungdóm Drottins, í hendi Davíðssona, og þér eruð mjög margir, og hafið hjá yður gullkálfana sem Jeróbóam hefir gjört yður að guðum.9Hafið þér ei útskúfað prestum Drottins, Aronssonum, og Levítunum, og gjört yður presta, eins og landanna þjóðir. Hvör sem kom með fulla hönd, með ungneyti og 7 hrúta, sá varð prestur þeirra (guða) sem ekki eru guðir.10En Drottinn er vor Guð, og vér höfum ekki yfirgefið hann, og prestar þjóna Drottni, synir Arons, og Levítarnir (gegna) sínum störfum,11og tendra Drottni brennifórnir, á morgnana fyrir morguninn og á kvöldin fyrir kvöldið, og ilmandi reykverk, og (láta) skoðunarbrauðin á borðið úr kláru gulli, og kveikja á þeim gulllega ljósastjaka og hans lömpum kvöld eftir kvöld; því vér gætum þess sem gæta er, við Drottin vorn Guð; en þér hafið yfirgefið hann.12Og sjá! fremst í fylkingu með oss er Guð og hans prestar, og þær hljómandi básúnur, til að æsa til orrustu móti yður. Ísraelssynir! berjist ekki við Drottin yðar feðra Guð, því það mun yður ekki lukkast.
13En Jeróbóam lét launsátur í kring fara til að koma að baki þeirra, og svo stóðu þeir (Ísraelsmenn) gagnvart Júdamönnum, en launsátrið var að baki þeirra.14Og sem Júda sást um, sjá! þá var stríð móti þeim í bak og fyrir. Þá hrópuðu þeir til Drottins, og prestarnir blésu í básúnurnar,15og Júdamenn æptu heróp; og sem Júdamenn æptu herópið, hrakti Guð Jeróbóam og allan Ísrael á flótta fyrir Abia og Júda.16Og Ísraelssynir flýðu fyrir Júda og Guð gaf þá í þeirra hönd.17Og Abia og hans fólk gjörðu mikið mannfall meðal þeirra, og af Ísrael féllu 5 hundruð þúsund einvala stríðsmenn.18Og svo voru Ísraelssynir auðmýktir á þeim sama tíma, og Júdasynir urðu voldugir, því þeir reiddu sig á Drottin, Guð sinna feðra.19Og Abía elti Jeróbóam og tók frá honum borgir, Betel og hennar dætur, Jaesana og hennar dætur og Efron og hennar dætur.20Og Jeróbóam hafði engan kraft framar meðan Abía lifði, og Drottinn sló hann, svo hann dó.21En Abia efldist, og tók sér 14 konur og gat 22 syni og 16 dætur.22En hin önnur saga af Abía og hans vegir, og hans saga, hún stendur skrifuð í sögu spámannsins Iddo.

V. 5. Saltsáttmáli: heilagur óraskanlegur sáttmáli, við hvörn salt var brúkað.