XIII.

Á því átjánda ári Jeróbóams kóngs þá varð Abía kóngur yfir Júda og ríkti þrjú ár í Jerúsalem. [ Hans móðir hét Míkaja dóttir Úríel af Gíbea. Og þar upphófst eitt stríð á millum Abía og Jeróbóam. Og Abía bjó sig til bardaga með fjögur hundruð þúsund ungra og hraustra stríðsmanna. Jeróbóam bjóst og til bardaga með átta sinnum hundrað þúsund ungra og röskra stríðsmanna.

Og Abía bjó sig til á fjalli Hemaraím sem liggur á fjallbyggðum Efraím og sagði: [ „Heyr mig, Jeróbóam. Viti þér ekki að Drottinn Guð Ísraels hefur gefið Davíð ríki yfir Ísrael ævinlega, honum og hans sonum, til eins fasts sáttmála? En Jeróbóam son Nebat þénari Salómon, sonar Davíðs, hóf sig upp og hann gjörði uppreist í móti sínum herra. Og margt lausingjafólk og synir Belíals gáfu sig til hans og hann styrkti þá móti Róbóam syni Salómon. Því Róbóam var ungur og blauðhjartaður so hann kunni ekki að verja sig fyrir þeim. Nú hugsi þér að setja yður upp í móti ríki Drottins undir sonum Davíðs fyrir því að þér eruð mjög margir og hafið þá gullkálfa til afguða sem Jeróbóam gjörði yður. [ Hafi þér ekki útrekið sonu Arons, Guðs presta, og Levítana og hafið gjört yður sjálfum presta svo sem þjóðir landsins? Hver sem kemur með ungan uxa og sjö sauði að fylla sína hönd hann verður þeirra prestur sem ekki eru guðir.

En Drottinn vor Guð er með oss hvern vér ekki yfirgefum og þeir kennimenn sem þjóna Drottni, synir Arons og Levítarnir í þeirra skikkan. Og þeir færa Drottni brennifórnir hvern morgun og hvert kveld, so og þann sæta reykelsisilm og tilreiða brauðin og það hreina borð, svo og reiðubúa þeir gullstikuna með sínum lömpum so það upptendrist hvern aftan. Því að vér varðveitum boðorð Guðs vors Drottins hvern þér hafið yfirgefið. Sjá, Guð er með oss fremst í vorri fylkingu og hans prestar sem blása í lúðra og trameta á móti yður. Þér Ísraelssynir, berjist ei á móti Drottni yðra feðra Guði því það mun ekki lukkast yður.“

Og Jeróbóam hafði gjört launsátur á bak til við þá so að hann kæmi á baki þeim og væri þeim svo bæði á bak og fyrir. En sem Júda sneri sér við, sjá, þá kom her í móti þeim bæði á bak og fyrir. Þá kölluðu þeir til Drottins og prestarnir blésu í sína lúðra og hver maður í Júda æpti herópi. Og sem þeir æptu upp allir þá skelfdi Guð Jeróbóam og allan Ísrael fyrir Abía og Júda svo að Ísraelssynir flýðu fyrir Júda og Guð gaf þá í þeirra hendur so að Abía og hans fólk veitti þeim mikið slag og þar féllu af Ísrael fimm sinnum hundrað þúsund hraustra stríðsmanna. [ Svo var Ísraelslýður undirlagður á þeim sama tíma. En synir Júda urðu hughraustir því þeir treystu upp á Drottin þeirra feðra Guð. En Abía sótti eftir Jeróbóam og vann hans borgir frá honum: Betel með hennar dætrum, Jesana með hennar dætrum og Efron með hennar dætrum. Og upp frá þessu hafði Jeróbóam öngvan styrk svo lengi sem Abía lifði en Drottinn plágaði hann svo að hann dó.

En sem Abía efldist í sínu ríki þá tók hann sér fjórtán eiginkvinnur og gat tvo og tuttugu sonu og sextán dætur. [ En hvað fleira er að segja af Abía, af hans vegum og hans gjörningum, það er skrifað í Historiu Iddó spámanns. [ Og Abía sofnaði með sínum feðrum og þeir jörðuðu hann í Davíðsborg og Assa hans son varð kóngur í hans stað og á hans dögum var friður í landinu um tíu ár.