Niðurskipun söngvaranna við helgidóminn.

1Og Davíð og herforingjarnir fráskildu til þjónustunnar af sonum Asafs og Hemans og Jedutúns, þá sem léku á hljóðpípur og hörpur og horn; og þetta var tala þeirra sem sýsla höfðu við þeirra þjónustu:2af sonum Asafs: Sakúr og Jósep og Netania og Asarela, synir Asafs, Asaf við hönd, undir kóngsins stjórn (leiðsögn).3Af Jedutún, synir Jedutuns: Gedalia og Seri og Jesaja, Hasabía og Matítia, (og Símeí) þeir sex, undir (leiðsögn) stjórn föður síns Jedutúns, sem með hljóðpípum spilaði Drottni þakklæti og lof.4Af Heman, synir Hemans: Búkia og Matania, Usiel, Sebuel og Jerimot, Hanania, Hanani, Eliata, Gidalti og Romamti-Eser, Josbekasa, Malloti, Hótír, Mahesiot,5allir synir Hemans, kóngsins sjáanda, sem vegsamaði með Drottins orði; og Guð gaf Heman 14 syni og þrjár dætur.6Allir þessir voru undir stjórn sinna feðra við söng í Drottins húsi, með hornum, hörpum og hljóðpípum, til Guðs húss þjónustu; undir kóngsins stjórn (voru) þeir Asaf, Jedutún og Heman.7Og þeirra tala, að bræðrum þeirra meðtöldum, þeim æfðu í Drottins söng, öllum sem kunnu, var 2888. Og þeir köstuðu hlutfalli um embætti, sá minnsti sem sá mesti, sá lærði, sem lærisveinninn.9Og það fyrsta hlutfall kom (fyrir) handa Asaf, nl. Jósep hans (syni). Gedalia hið annað, honum og hans bræðrum og syni, (og þeir voru) tólf:10hið þriðja handa Sakur, hans syni og bræðrum, tólf.11Hið fjórða handa Isri (Serí), hans syni og bræðrum, tólf;12það fimmta handa Netania, hans syni og bræðrum, tólf.13Það sjötta handa Bukia, hans syni og bræðrum, tólf.14Það sjöunda handa Jesarela (Asarela), hans syni og bræðrum, tólf;15það áttunda handa Jesaja, hans syni og bræðrum, tólf;16það níunda handa Matanía, hans syni og bræðrum, tólf;17það tíunda handa Símeí, hans syni og bræðrum, tólf;18það ellefta handa Asareel (Usiel), hans syni og bræðrum, tólf;19það 12ta handa Hasabja, hans syni og bræðrum, tólf;20það þrettánda handa Subael (Sebuel), hans syni og bræðrum, tólf;21það fjórtánda handa Matítia, hans syni og bræðrum, tólf;22það fimmtánda handa Jeremot, hans syni og bræðrum, tólf;23það sextánda handa Hanania, hans syni og bræðrum, tólf;24það seytjánda handa Jesbekasa; hans syni og bræðrum, tólf;25það átjánda handa Hananí, hans syni og bræðrum, tólf;26það nítjánda handa Malloti, hans syni og bræðrum, tólf;27það tuttugasta handa Elíata, hans syni og bræðrum, tólf;28það tuttugasta og fyrsta handa Hótír, hans syni og bræðrum, tólf;29það tuttugasta og annað handa Gídalti, hans syni og bræðrum, tólf;30hið tuttugasta og þriðja handa Mahesiot, hans syni og bræðrum, tólf;31það tuttugasta og fjórða handa Romamti-Eser, hans syni og bræðrum, tólf.