Niðurskipun hersins; ættahöfðingjar; embættismenn.

1Þessir eru Ísraelssynir eftir þeirra tölu, ættfeður og höfðingjar yfir þúsund og hundrað (manns) og þeirra forstöðumenn, sem þjónuðu konunginum, eftir allsháttar niðurskipun, þá aðrir komu og aðrir fóru, mánuð fyrir mánuð, alla mánuði ársins, hvör einn flokkur 24 þúsundir.2Yfir þeim fyrsta flokki þess fyrsta mánaðar var Jasobeam, sonur Sabdíels, og í hans flokki voru 24 þúsund.3Hann var af sonum Peres, höfðingi yfir öllum herforingjum í fyrsta mánuði.4Og yfir flokki þess annars mánaðar var Dodaí, Ahotiti, og af hans flokki var Miklot foringi (hinum næstur) og í hans flokki voru 24 þúsund.5Foringi þriðja hersins, í þriðja mánuði, var Benaja, sonur Jójada prests, höfðingi, og í hans flokki voru 24 þúsund;6sá sami Benaja var hetja meðal þeirra þrjátíu, og yfir þeim þrjátíu, og (foringi) var fyrir hans flokki Ammisabad hans son.7Sá fjórði í fjórða mánuði var Asahel, bróðir Jóabs, og Sebúdía, hans son, næstur honum, og í hans flokki voru 24 þúsund.8Sá fimmti í fimmta mánuði var Samehút, Jesrahiti, og í hans flokki voru 24 þúsund.9Sá sjötti í sjötta mánuði var Ira, sonur Ike Tekóita, og í hans flokki voru 24 þúsund.10Sá sjöundi í sjöunda mánuði var Heles, Peloníti, af sonum Efrahims, og í hans flokki voru 24 þúsund.11Sá áttundi í áttunda mánuði var Sibekai, Húsatíti, af Sarehítum, og í hans flokki voru 24 þúsund.12Sá níundi, í níunda mánuði, var Abíeser, Antótíti, af Benjamínítum, og í hans flokki voru 24 þúsund.13Sá tíundi í tíunda mánuði, var Meharaí, Netófatíti, af Serahítum og í hans flokki voru 24 þúsund.14Sá ellefti í ellefta mánuði var Benaja, Piratoníti, af sonum Efrahims, og í hans flokki voru 24 þúsund.15Sá tólfti í tólfta mánuði var Heldai, Netófatíti, af Otníels(ætt), og í hans flokki voru 24 þúsund.
16Og yfir Ísraels ættkvíslum voru: yfir Rúbenítum var höfðingi Elíeser, sonur Sikri; yfir Símeonítum Sefatía, sonur Moaka;17yfir Levítunum Hasabía, sonur Kemúels; yfir ætt Arons, Sadok;18yfir Júda, Elíhu, af bræðrum Davíðs; yfir Íssaskar, Omri, sonur Mikaels;19yfir Sebúlon, Jesmaja, sonur Óbadía; yfir Naftalí, Jerímot, sonur Asríels;20yfir sonum Efrahims Hósea, sonur Asasia; yfir þeirri hálfu Manasse ættkvísl Jóel, sonur Pedaja;21yfir þeirri hálfu Manasse ættkvísl í Gíleað Iddo, sonur Sakaría; yfir Benjamín Jaesiel, sonur Abners;22yfir Dan Asarel, sonur Jórams. Þessir eru höfðingjar Ísraels ættkvísla.
23Og Davíð hafði ekki látið telja þá sem voru tvítugir og yngri; Því Drottinn hafði heitið að margfalda Ísrael sem stjörnur himinsins.24Jóab, sonur Serúju, hafði byrjað að telja, en ekki lokið við, og af því kom reiði yfir Ísrael, og talan var ekki tekin inn í reikningsögunnar, um Davíðs kóngs tíðir.
25Og yfir fjársjóðum kóngsins var Asmavet, sonur Adiels, og yfir eigunum á landinu, í stöðunum og þorpunum og í kastölunum var Jónatan, sonur Usia.26Og yfir akurvinnumönnunum við yrkingu landsins, var Efri, sonur Kelúbs.27Og yfir víngörðunum var Símeí, Ramatíti, og yfir vínforðanum í víngörðunum var Sabdi, Sifmíti.28Yfir viðsmjörsviðargörðunum, og mórberjatrjánum á láglendinu var Baal-Hanan, Gaderíti, og yfir viðsmjörsforðanum, Jóas.29Og yfir nautfénaðinum, sem gekk á Saron, var Sitrai, Saroníti, og yfir nautunum í dölunum Safat, sonur Adlaí.30Og yfir úlföldunum Obil, Ísmaelíti, og yfir ösnunum Jehedía, Meronótíti.31Og yfir smáfénaðinum var Jasis, Hagaríti. Allir þessir höfðu eigur Davíðs kóngs með að fara.
32Og Jónatan, föður bróðir Davíðs, var ráðgjafi, hygginn og lærður maður; og Jehíel, sonur Hakmoní, var hjá sonum kóngsins.33Og Akitófel var kóngsins ráðgjafi; og Húsaí, Arakíti, var vinur kóngsins;34og eftir Akitófel voru: Benaja, sonur Jójada, og Abíatar (kóngsins ráðgjafar); og hershöfðingi kóngsins var Jóab.