IIII.
Nú sem óvinir þeirra Júda og Benjamín heyrðu það að herleiðingarinnar synir uppbyggðu Drottins Guðs Israelis musteri þá komu þeir til Sóróbabel og til þeirra yppustu feðra og sögðu svo til þeirra: „Vér viljum og byggja með yður því að vér leitum yðvars Guðs svo sem þér og vér höfum ei honum offrað frá þeim tíma að Assarhaddon kóngurinn af Assyria færði oss hingað.“ En Sóróbabel og Jesúa og þeir aðrir yppustu feður yfir Ísrael svöruðu þeim: [ „Ekki hæfir það oss og yður að byggja vors Guðs hús heldur viljum vér alleina byggja hús Drottins Ísraels Guðs svo sem Cyrus kóngur af Persia bauð oss.“
Þá hamlaði fólkið í landinu Júdafólks hendi og skelfdi þá frá uppbyggingunni. [ Og þeir leigðu ráðgjafara á móti þeim svo þeir hindruðu þeirra ráð svo lengi sem Cyrus kóngur af Persia lifði, allt til þess að Daríus kóngur ríkti í Persia. Því þá Assverus var kóngur, í upphafi hans kóngdóms, skrifuðu þeir eina ákæru á móti þeim í Júda og Jerúsalem.
Og á dögum Artaxerxes skrifaði Bíslam, Mitirdates, Tabeel og þeir aðrir af þeirra ráðaneyti til Artaxerxis kóngs af Persialandi. [ Og bréfið var skrifað á sýrlensku og var so útlagt á sýrlensku. Rehúm canzeler og Simsaí skrifari skrifuðu sama bréf mót Jerúsalem til Artaxerxes kóngs: „Vér Réhum canzeler og Simsaí skrifari og aðrir þess ráðuneytis af Dína, af Aparsak, af Tarplat, af Persem, af Arak, af Babýlon, af Súsan, af Díha og af Elam og það annað fólk sem sá mikli nafnkunnugi Assnafar hingað færði og setti hér niður í Samariaborgum og í öðrum héruðum þessumegin vatsins og í Kanaan.“ Og bréfið það þeir sendu til Artaxerxes kóngs hlýddi svo:
„Þínir þénarar og þeir menn sem eru hinumegin vatsins og í Kanaan. [ Það sé kónginum viturlegt að Gyðingarnir þeir sem komnir eru hingað til vor frá þér til Jerúsalem, í þann styrjaldarfulla og vonda stað, þeir byggja upp þann sama stað og reisa hans múrveggi og færa þá upp af grundvelli. Þá sé það nú kónginum viturlegt að ef þessi staður verður uppbyggður og að nýju með múrveggjum gjörður þá munu þeir hverki gefa þér skatt né skyldur né árlega rentu og þeirra áform mun kónginum ekki skaðlaust vera. Og fyrir þessa grein, vér allir sem fyrr með vorum niður að brjóta þetta musteri, þá höfum vér ekki lengur viljað sjá upp á kóngsins skaða og því sendum vér héðan að kóngurinn fái að vita það og að menn leiti í annálum þinna feðra, svo munt þú finna í þeim sömu annálum að þessi staður hefur ætíð verið upphlaupsamur, kónginum og landinu skaðsamur og hefur fyrir langri ævi svo ætíð skeð að hann hefur og so komið öðrum til affalls og því hefur og þessi staður verið eyðilagður. Þess vegna gjörum vér kóngi það vitanlegt: Ef þessi staður verður uppbyggður og hans múrveggir reistir þá heldur þú öngvu eftir fyrir þeim þessumegin vatsins.“
Þá sendi kóngurinn svar aftur til Rehúm canzeler og Simsaí skrifara og til þeirra annarra sem voru í þeirra ráði og í Samaria bjuggu og til hinna annarra sem hinumegin vatsins voru: [ „Friður og heilsan. Það bréf sem þér senduð oss það var opinberlega lesið fyrir mér. Svo og er af mér bífalað að leitast skyldi (í annálabókum). Og menn hafa so fundið að þessi staður hefur af gamalli tíð upsett sig á móti kóngunum, þeir hafa og ætíð gjört uppreist og affall þar inni. Og svo hafa þar verið megtugir kóngar í Jerúsalem hverjir ríkt hafa yfir öllu því sem hinumegin vatsins verið hefur og hafa uppborið skatta og skyldur, skenkingar og árlegar inntektir. Þar fyrir gjörið nú eftir þessari bífalningu: Hamlið þessum mönnum so að þessi staður verði ekki uppbyggður þar til að það er af mér bífalað. Svo sjáið nú til að þér forsómið yður ekki hér út í svo að kóngurinn fái öngvan skaða.“
Nú sem bréf Artaxerxes kóngs var lesið fyrir Rehúm og Simsa skrifara og þeirra ráðgjöfum þá fóru þeir jafnsnart upp til Jerúsalem til Gyðinganna og tálmuðu þeim með magt og valdi. Svo forhindraðist byggingin á Guðs húsi í Jerúsalem svo þar gjörðist ekki par að inn til þess annars árs Darii kóngs af Persia.