Sem Balaam sá nú að það þóknaðist Drottni að hann blessaði Jakob fór hann ekki til [ fjölkynngi sem áður heldur sneri hann sinni ásjónu strax til eyðimerkur, upphóf sín augu og sá Ísrael, hvernin þeir láu eftir sínum kynkvíslum. Og Guðs Andi kom yfir hann og hann tók til að tala og sagði: „Það segir Balaam son Beór, það segir hann hvers augum er upplokið, það segir heyrari guðlegra mála, sem sér opinberan þess Allsmegtugasta, sá hvers augu að upp eru lokin þá hann fellur á sín kné.
Ó hversu fögur eru þín landtjöld Jakob og þínar tjaldbúðir Ísrael, líka sem lækir útbreiðast og aldingarðarnir við vötnin, sem þau tjöld er sjálfur Drottinn plantaði, sem sedrusviðartré hjá vatni. Þar mun renna vatn af hans skjólu og hans sáð skal blífa eitt stórt vatn. Hans kóngur skal blífa hærri en Agag og hans ríki skal upphefja sig. Guð leiddi hann af Egyptalandi, hans styrkleiki er líka sem einhyrnings. Hann mun uppsvelgja heiðingjana þeir eð hann ofsækja og í sundurmelja þeirra bein og slá þá smátt með sínum skotum. Hann hefur lagt sig niður sem eitt león og sem eirn ungur león. Hver vill uppreisa sig í móti honum? Blessaður er sá sem þér blessar og bölvaður er sá sem þér bölvar.“
Þá varð Balak gramur og reiður uppá Balaam og sló höndum saman og sagði til hans: „Ég lét sækja þig so að þú skyldir bölva mínum óvinum og sjá, þú hefur nú þrysvar blessað þá. Far nú heim í þinn stað. Ég þenkta mér að veita þér heiður en Drottinn hefur svipt þig þeim heiðri.“
Balaam svaraði honum: „Hvort sagða ég ekki þetta þínum sendimönnum sem þú sendir til mín? Þótt Balak gefi mér sitt hús fullt af gulli og silfri þá kann ég ekki að gjöra í móti Drottins orðum, hverki ið vonda né ið góða, eftir mínu hjarta, heldur hvað Drottinn segir mér það mun ég tala. Og sjá nú, þá ég fer til míns fólks, kom þú þá, svo vil ég ráðleggja þér hvað þetta fólk skal gjöra þínu fólki á seinustum tíma.“
Og hann upphóf sitt mál og sagði: „Þetta segir Balaam son Beór, það segir sá maður hvers augum upp er lokið, það segir heyrari guðlegra mála og sá sem hefur vísdóm þess allra hæsta, sá sem sér opinberan þess Almáttuga, hann hvers augu eru opnuð þá hann fellur fram: Ég mun sjá hann en ekki nú, ég skal skoða hann en ekki í nánd. [ Þar mun upprenna ein stjarna af Jakob og ein ríkisspíra skal upprísa af Ísrael og mun í sundurmerja Móabítis höfðingja og eyðileggja alla sonu Set. Edóm mun hann eignast og Síer skal vera sínum óvinum undirgefin. En Ísrael skal hafa sigurinn. Af Jakob mun sá koma eð yfirdrottnar og eyðileggur það sem eftir er af stöðunum.“
Og þá hann sá Amalek upphóf hann sitt mál og sagði: „Amalek er sá fyrsti á meðal heiðingja en með það síðsta skaltu með öllu eyðileggjast.“
Og sem hann sá Keníterna hóf hann sitt mál og sagði: „Rambyggt er þitt heimili og þú hefur byggt þitt hreiður í bjargskorum en þú, Kain, þú skalt brennast þá Asser flytur þig fanginn í burt.“
Og hann upphóf enn sitt mál og sagði: „Ó hver mun lifa þá Guð mun gjöra þetta? Og skipin af Kitím skulu fordjarfa Assúr og Eber en hann mun að síðustu eyðileggjast.“
Og Balaam tók sig upp og fór þaðan og kom til síns staðar aftur en Balak fór sinn veg.