XXXV.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, set þitt andlit á móti fjallinu Seír og spáðu á móti því og seg þú til þess: So segir Drottinn Drottinn: Sjá þú, eg vil til við þig, þú fjallið Seír, og útrétta mína hönd á móti þér og eg vil í eyðileggja þig með öllu. Eg vil gjöra þína staði að örbýlum so að þú skalt verða að óbyggðum og formerkja að eg er Drottinn, af því að þér berið eilífan fjandskap til Ísraelssona og rákuð þá undir sverðið þá eð þeim veitti illa og þeirra syndir höfðu enda.

Þar fyrir, so sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Drottinn, vil eg einnin gjöra þig blóðugan og þú skalt ekki komast undan blóðinu af því að þú hefur lysting til blóðsins, þá skaltu ekki undan komast blóðinu. Og eg vil gjöra fjallið Seír að eyðimörku og öræfum so að enginn skal ferðast eður ganga þar upp á og eg vil uppfylla öll hans fjöll og hálsa, dalina og sléttlendin með hina dauðu þá sem þar skulu liggja í hel slegnir með sverðinu. Já eg vil gjöra þig til einnrar eilífrar eyðimerkur og enginn skal búa í þínum stöðum. Og þér skuluð formerkja að eg er Drottinn.

Og af því að þú segi: „Þetta hverttveggja fólk og bæði þeirra lönd skulu vera mín og eg vil eignast þau þó að Drottinn hann búi þar“ þar fyrir, so sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Drottinn, eg vil breyta við þig eftir þinni reiði og hatri so sem að þú hefur breytt við þá af réttu hatri og þeir skulu þekkja mig að eg hefi refsað þér. Og þú skalt formerkja að eg, Drottinn, hafi heyrt alla þína háðung sem þú hefur talað á mót Ísraelsfjöllum og sagt: „Þau eru í eyði lögð og oss ofurgefin til að fordjarfa þau.“ Og þér hafið hælst um við mig og talað svívirðilega í gegn mér, það sama hefi eg heyrt.

So segir nú Drottinn Drottinn: Eg vil gjöra þig að einnri eyðimörku so að allt landið skal gleðja sig. Og so sem að þú hefur glatt þig af því að þú eignaðist arfleifðina hússins Ísraels með því að það var í eyðilagt, líka so vil eg gjöra við þiv svo að fjallið Seír skal vera í eyði með gjörvallri Edóm. Og þér skuluð formerkja að eg er Drottinn.