XIII.
Og eg stóð á sjávarsandi og eg sá dýr uppstíga úr sjónum. [ Það hafði sjö höfuð og tíu horn og á sínum hornum sjö kórónur og á þess höfðum nöfn háðungarinnar. Og það dýr sem eg sá var líkt pardelo og þess fætur sem björnafætur og þess kraftur sem leónakraftur. Og drekinn gaf því sinn kraft og sinn stól og mikla magt. Og eg sá eitt af þess höfðum svo sem væri það sært til dauða og þess hin banvæna und varð heil. [ Og öll veraldarkringlan undraðist það dýrið og tilbáðu drekann þann sem dýrinu gaf magtina og tilbáðu það dýr og sögðu: „Hver er dýrinu líkur og hver kann að stríða við það?“
Og því varð gefinn munnur til að tala mikla hluti og háðungar og því varð máttur gefinn til að höndla í tvo og fjörutígi mánaði. Og það upplauk sínum munni til að hæða í móti Guði og að lasta hans nafn og hans tjaldbúð og þá á himnum byggja. Og því varð gefið að stríða við heilaga og yfirvinna þá. Og því varð gefin magt yfir allar kynkvíslir og tungumál og þjóðir. Og allir sem á jörðu byggja tilbáðu það, hverra nöfn eigi eru skrifuð á lífsbókinni lambsins, hvert líflátið er af upphafi veraldar. [ Hefur nokkur eyru, sá heyri. Ef einhver í herleiðing leiðir sá man í herleiðingu ganga. Ef nokkur í hel slær með sverði, sá hlýtur með verði í hel sleginn að verða. [ Hér er þolinmæði og trú heilagra.
Og eg sá annað dýr uppstíga af jörðunni. [ Það hafði tvö horn líka sem lamb og talaði svo sem drekinn. Og það gjörir alla magt hins fyrra dýrsins í þess augliti. Og það gjörði að jörðin og þeir sem þar á búa tilbáðu það fyrra dýrið, hvers dauðleg und heil var orðin. Og það gjörir stór tákn svo að það gjörir einnin eld af himni að falla í mannanna augsýn og villir þá sem á jörðu búa fyrir sakir þeirra teikna sem því eru gefin til að gjöra í augliti dýrsins, segjandi þeim á jörðu byggja að þeir gjöri mynd dýrinu því sem undina af sverðinu hafði og lifnaði. [
Og því varð gefið að það gæfi myndinni dýrsins anda svo það myndin dýrsins talaði. Og það gjörði að hver sem helst eigi tilbað mynd dýrsins sá varð í hel sleginn. Og það gjörir alla, smá og stóra, ríka og fátæka, frelsingja og þræla, að meðtaka það auðkenningarteikn í sína hægri hönd elligar í sín enni svo það enginn fær að selja eður að kaupa utan hann hafði það auðkenningarmerki eður nafn dýrsins eður tölu þess nafns. Hér er speki. Hver skilning hefur sá samanreikni tölu dýrsins því að það er mannsins tala og þess tala er sex hundruð sex og sextígi. [