Davíð verður kóngur í Ísrael. Jerúsalem tekin. Davíðs konur og synir. Stríð við Filistea.

1Og allar Ísraels ættkvíslir komu til Davíðs í Hebron b) og mæltu: sjá! vér erum þín bein og þitt hold c),2já, áður fyrri, þegar Sál var kóngur yfir oss, varst þú sá sem leiddir Ísrael út og inn, og Drottinn hefir sagt við þig: þú skalt vera höfðingi yfir Ísrael.3Og allir öldungar Ísraels komu til kóngsins í Hebron, og Davíð konungur gjörði við þá sáttmála frammi fyrir Drottni í Hebron, og þeir smurðu Davíð til konungs yfir Ísrael d).4Þrjátíu ára gamall var Davíð þá hann varð konungur, og hann ríkti 40 ár e).5Í Hebron ríkti hann 7 ár og 6 mánuði yfir Júda (ættkvísl) og í Jerúsalem ríkti hann 33 ár yfir öllum Ísrael og Júda.
6Og kóngurinn og hans menn fóru herför til Jerúsalem móti Jebúsítum, sem bjuggu í landinu. Og menn sögðu við Davíð: þú munt ei komast þar inn, heldur munu þeir blindu og höltu stansa þig! það er að segja: Davíð mun ekki komast hér inn.7En Davíð náði kastalanum Síon, það er Davíðsborg.8Og Davíð varð það að orðum sama dag: hvör sem vinnur Jebúsítana og kemst að vatnsrennunum og að þeim höltu og blindu, sem Davíð hatar, (sá skal fá laun) þaðan er máltækið: blindir og haltir koma ekki inn í húsið.9Og Davíð bjó í kastalanum og kallaði hann Davíðsborg, og byggði vegg allt um kring frá Millo og þar innávið f).10Og Davíð efldist meir og meir, og Drottinn, Guð allsherjar, var með honum.11Og Hiram konungur í Tyrus sendi menn til Davíðs, og sedrusvið og trésmiði, og steinhöggvara; þeir byggðu Davíðs hús.12Og Davíð kannaðist við að Drottinn staðfesti hann sem konung yfir Ísrael og efldi hans kóngsríki sakir síns fólks Ísraels.
13Og Davíð tók sér enn fleiri hjákonur og konur í Jerúsalem, eftir að hann kom frá Hebron; og Davíð fæddist enn fleiri synir og dætur.14En þetta eru nöfn þeirra sem honum fæddust í Jerúsalem g): Sammúa og Sóbab og Natan og Salomo,15og Ibhar og Elisua og Nefeg og Jafja,16og Elísama og Elíada og Elifelet.
17En er Filistear h) heyrðu, að Davíð var smurður til kóngs yfir Ísrael, lögðu þeir allir af stað að leita Davíðs; og sem Davíð frétti það, fór hann út úr kastalanum.18Og Filistear komu, og breiddu sig út í dalnum Refaim.19Þá fór Davíð til frétta við Drottin i) og mælti: skal eg fara móti Filisteum, munt þú gefa þá í mína hönd? og Drottinn sagði við Davíð: far þú! því eg mun gefa Filisteana í þína hönd.20Þá kom Davíð til Bal-Prasim k), og vann þá þar og mælti: Drottinn hefur tvístrað mínum óvinum fyrir mér, líkt og þá vatni er skvett—því kallaði hann þann stað Bal-Prasim (tvístrunarstað).21Og þeir skildu þar eftir skúrðgoð sín a), og Davíð og hans menn tóku þau.
22Og Filistear komu aftur og breiddust um dalinn Refaim.23Þá spurði Davíð aftur Drottin, og hann svaraði: far þú ei! kom þú að baki þeim, gagnvart mórberjaskóginum.24Og þá þú heyrir þyt fara yfir mórberjaeikurnar, skaltu ekki vera seinn, því þá fer Drottinn fyrir þér, til að vinna Filisteana.25Og Davíð gjörði eins og Drottinn bauð honum og rak Filisteana á flótta frá Geba allt til Geser.

V. 1. b. 1. Kron. 12,23. c. Kap. 19,12. V. 3. d. 1 Sam. 16,13. 2 Sam. 2,4. V. 4. e. 1 Kóng. 2,11. 1 Kron. 29,27. V. 9. f. Dóm. 9,6. 1 Kóng. 9,15. V. 14. g. 1 Kron. 3,5. 14,4. V. 17. k. 1 Kron. 14,8. V. 19. i. 1 Sam. 30,8. V. 20. k. 1 Kron. 14,11. Esa. 28,21. V. 21. a. 1 Sam. 31,9. 1 Kron. 14,12.