Og Drottinn talaði til Mósen og Eleasar son Arons prests: „Teljið allan almúga Ísraelissona, tvítuga og þaðan af eldri, eftir þeirra feðra húsi, alla þá sem færir eru til bardaga á meðal Ísrael.“ Og Móses og Eleasar prestur töluðu við þá á völlum Móab hjá Jórdan gegnt Jeríkó, þeir sem tuttugu ára voru og þaðan af eldri, svo sem Drottinn hafði boðið Móse og Ísraelssonum sem farið höfðu af Egyptalandi.
Rúben Ísraelis frumgetni son. Þessir voru synir Rúben: Hanok af hverjum Hanok ættkvísl kemur, Pallú af hverjum að kemur Pallúíta ættkvísl, Hesrom af hverjum Hesromíta ættkvísl kemur, Karmí af hverjum Karmíta ættkvísl kemur. [ Þetta eru ættkvíslir frá Rúben og þeir voru að tölu þrjár og fjörutygi þúsundir sjö hundruð og þrjátygir.
En synir Pallú voru Elíab og synir Elíab voru Nemúel og Datan og Abíram. Það er sá Datan og Abíram sem voru nafnkunnugir á meðal almúgans, þeir sem settu sig upp í móti Móse og Aron með þeim selskap Kóra, þá þeir settu sig upp í móti Drottni. Og jörðin upplét sinn munn og svelgdi þá með Kóra þá sá flokkur dó og eldurinn uppbrenndi tvö hundruð og fimmtygi manna og voru til eins merkis. En synir Kóra dóu ekki.
Synir Símeon í þeirra ættkvíslum voru: Nemúel, þaðan er komin Nemúelítanna ættkvísl; Jamín, þaðan er komin Jamíta ættkvísl; Jakín, þar af kemur Jakítanna ættkvísl; Sera, þar af kemur Serahítanna ættkvísl; Sál, þar af er komin Sálítanna ættkvísl. [ Þessi kynslóð er komin af Símeon, tvær og tuttugu þúsundir og tvö hundruð.
Synir Gað í þeirra ættkvíslum voru Sífón, þar af kemur Sífónítanna ættkvísl; Haggí, þar af kemur Haggítanna ættkvísl; Súní, þar af kemur Súnítarna ættkvísl; Osní, þar af kemur Osnítanna ættkvísl; Erí, þar af er komin Erítanna ættkvísl; Aród, þar af er komin Aródítanna ættkvísl; Aríel, þar af er komin Aríelítanna ættkvísl. [ Þetta eru ættkvíslir sona Gað eftir þeirra tölu, fjörutygi þúsundir og fimm hundruð.
Synir Júda: Ger og Ónan, hverjir báðir dóu í Kanaanslandi. En synir Júda í þeirra kynkvíslum voru þessir: Sela, þar af kom Selaítanna ættkvísl; Peres, þar af er komin Peresítanna ættkvísl; Sera, þar af er kamin Serahítanna ættkvísl. En synir Peres voru: Hesron, þar af er komin Hesronítanna ættkvísl; Hamúl, þar af kemur Hamúlíta ættkvísl. [ Þetta eru Júda kynkvíslir í þeirra tölu, sex og sjötygi þúsundir og fimm hundruð.
Synir Ísaskar í þeirra kynkvíslum voru: Tóla, þar af er komin Tólaítanna ættkvísl; Púa, þar af er komin Púanítanna ættkvísl; Jasúb, þar af er komin Jasúbítanna ættkvísl; Símeon, þar af kemur Símeoníta ættkvísl. [ Þessar eru Ísaskar ættkvíslir í sinni tölu, fjórar og sextygi þúsundir og þrjú hundruð.
Synir Sebúlon í þeirra kynkvíslum: Sared, þar af kemur Sardíta ættkvísl; Elon, af honum kemur Eloníta ættkvísl; Jahelel, þar af er komin Jahelelíta ættkvísl. [ Þessar eru ættkvíslir Sebúlon eftir þeirra tölu sextygu þúsundir og fimm hundruð.
Synir Jósef í þeirra kynkvíslum voru: Manasse og Efraím. [ En synir Manasse voru: Makír, þar af er komin Makírítanna kynkvísl. Makír gat Gíleað, þar af er komin Gíleaðíta ættkvísl. En þessir eru synir Gíleað: Héser, þar af er komin Héseiternis ættkvísl; Helek, þar af er komin Helekítanna ættkvísl; Asríel, þar af er komin Asríelítanna ættkvísl; Síkem, þar af er komin Síkemítanna ættkvísl; Smída, þar af er komin Smídítanna ættkvísl; Hefer, þaðan er komin Heferítanna ættkvísl. En Selapeað var son Hefer og hafði öngva syni nema dætur, sem hétu Mahela, Nóa, Hagla, Milka, Tirsa. Þessar eru ættkvíslir Manasses í sinni tölu tvær og fimmtygi þúsundir og sjö hundruð.
Synir Efraím í sínum kynkvíslum voru: Sútela, þar af er komin Sútelaítanna ættkvísl; Beker, þar af er komin Bekerítanna ættkvísl; Tahan, þar af er komin Tahanítanna ættkvísl. [ En synir Sútela voru: Eran, þar af er komin Eranítanna ættkvísl. Þessir eru synir Efraím ættkvíslar í þeirra tölu tvær og þrjátygu þúsundir og fimm hundruð. Þetta eru synir Jósef í þeirra ættkvíslum.
Synir Benjamín í þeirra kynkvíslum voru: Bela, þar af kemur Belalíta ættkvísl; Asbel, þar af kemur Asbelíta ættkvísl; Ahíram, þar af kemur Ahíramíternis ættkvísl; Súfam, þar af er komin Súfamíternis ættkvísl; Húfam, þar af er komin Húfamíternis ættkvísl. [ En synir Bela voru þeir Ard og Naeman, þar af er komin Ardíta og Naemaníta ættkvísl. Þessir eru synir Benjamín í sínum kynslóðum að tölu fimm og fjörutygir þúsundir og se hundruð.
Synir Dan í þeirra ættkvíslum eru: Súham, þar af er komin Súhamíternis ættkvísl. [ Þetta voru ættkvíslir Dan með þeirra kyni og þeir voru allir saman að tölu fjórar og sextygi þúsundir og fjögur hundruð.
Synir Asser í þeirra ættkvíslum voru: Jemna, þar af er komin Jemníta ættkvísl; Jesúí, þar af er komin Jesúíta ættkvísl; Bría, þar af er komin Brítíta ættkvísl. En synir Bría voru Heber, þar af er komin Hebríta ættkvísl; Melkíel, þar af er komin Melkíelíta ættkvísl. [ Og dóttir Asser hét Sara. Þessi er ættkvísl sona Asser að tölu þrjár og fimmtygi þúsundir og fjögur hundruð.
Synir Neftalí í þeirra kynkvíslum voru: Jahesíel, þar af er komin Jehesíelíta ættkvísl; Gúní, þar af er komin Gúníta ættkvísl; Jeser, þar af er komin Jeseríta ættkvísl; Sillem, þar af er komin Sillemíta ættkvísl. [ Þetta eru nú kynkvíslir Neftalí að tölu fimm og fjörutíu þúsundir og fjögur hundruð. [ Þetta er manntal Ísraelissona: Sex sinnum hundrað þúsundir eitt þúsund sjö hundruð og þrjátygu.
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Þú skalt í sundurskipta landinu millum þessara þeim til erfðar, eftir manntali. Þú skalt gefa þeim sem margir eru mikið að erfa en fám lítið. Sérhverjum skal gefa eftir þeirra tölu. Þó skal sundurskipta landinu með hlutkesti, eftir nafni ættkvíslanna þeirra feðra skulu þeir arf taka því þú skalt útskipta þeirra erfð eftir hlutfalli so sem þeir eru margir og fáir til.“
Og þetta er summan á Levítunum í þeirra ættkvíslum: Gerson, af honum er kominm Gersoníta ættkvísl; Kahat, af honum er Kahatíta ættkvísl; Merarí, af honum eru Meraríta ættkvíslir. Þessar eru Leví ættkvíslir: Libníta ættkvísl, Hebroníta ættkvísl, Mahalíta ættkvísl, Músíta ættkvísl, Kórahíta ættkvísl.
Kahat gat Amram og kvinna Amram hét Jokebeð, dóttir Leví, hver honum fæddist í Egyptalandi. [ Hún fæddi Amram, Aron og Mósen og Maríam þeirra systir. En Aroni fæddist Nadab, Abíhú, Eleasar og Ítamar. En Nadab og Abíhú dóu þá þeir offruðu annarlegum eldi fyrir Drottni. Og talan á þeim var þrjár og tuttugu þúsundir allt kallkyns mánaðargamalt og þaðan af eldra. [ Því að þeir voru eigi reiknaðir á millum Ísraelssona og höfðu öngva arftöku í Ísrael.
Þetta er summan Ísraelissona sem Móses og presturinn Eleasar töldu á völlum Móabítis hjá Jórdan gagnvart Jeríkó. [ Meðal hverra enginn var af því manntali þá Móses og presturinn Aron töldu Ísraelssonu í eyðimörku Sínaí. Því Drottinn hafði sagt til þeirra að þeir skyldu deyja í eyðimörkinni og þar lifði enginn eftir utan Kaleb son Jefúnne og Jósúa son Nún.