1 Sálmur eftir Davíð þá er hann var í Júdaeyðimörk.
2Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég.
Sál mína þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig,
í vatnslausu landi, skrælnuðu af þurrki.
3Þannig hef ég litast um eftir þér í helgidóminum
til að sjá mátt þinn og dýrð.
4Miskunn þín er mætari en lífið.
Varir mínar skulu vegsama þig.
5Þannig mun ég lofa þig á meðan ég lifi,
hefja upp hendurnar í þínu nafni.
6Ég mettast eins og af feitmeti
og með fagnandi vörum lofar þig munnur minn
7þá er ég minnist þín í hvílu minni,
hugsa um þig á næturvökunum.
8Því að þú komst mér til hjálpar,
í skugga vængja þinna fagna ég.
9Sál mín heldur sér fast við þig,
hægri hönd þín styður mig.
10Þeir sem sækjast eftir lífi mínu
munu sjálfir hverfa í djúp jarðar.
11Þeir munu verða ofurseldir sverðseggjum,
verða sjakölum að bráð.
12En konungurinn mun gleðjast yfir Guði,
hver, sem sver við hann, skal fagna
af því að munni lygaranna verður lokað.
Sálmarnir 63. kafliHið íslenska biblíufélag2020-05-30T18:12:44+00:00
Sálmarnir 63. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.