1 Til söngstjórans. Maskíl eftir Davíð, 2 þá er Dóeg Edómíti kom og sagði Sál frá og mælti til hans: „Davíð er kominn í hús Ahímeleks.“
3Hví stærir þú þig af illskunni, harðstjóri?
Miskunn Guðs varir allan daginn.
4Sífellt bruggar þú launráð,
tunga þín er eins og beittur hnífur, klækjarefur.
5Þú elskar illt meira en gott,
lygi fremur en sannleika, (Sela)
6þú hefur mætur á skaðræðisorðum,
þú fláráða tunga.
7En Guð mun tortíma þér með öllu,
hann mun grípa þig, varpa þér út úr tjaldi þínu
og uppræta þig úr landi lifenda. (Sela)
8Réttlátir munu sjá þetta og skelfast,
þeir munu skopast að honum:
9„Þetta er maður sem leitaði ekki hælis hjá Guði
heldur treysti á auðsæld sína
og þrjóskaðist í illsku sinni.“
10En ég er sem grænt olíutré í húsi Guðs,
treysti á náð Guðs um aldur og ævi.
11Ég vil vegsama þig að eilífu fyrir það sem þú gerðir.
Frammi fyrir þeim sem treysta þér
set ég von mína á gæskuríkt nafn þitt.