Skrá yfir þá sem sneru aftur

1 Þetta eru þeir íbúar skattlandsins sem sneru heim úr útlegð hinna herteknu. Nebúkadnesar, konungur í Babýlon, hafði flutt þá í útlegð til Babýlonar. Nú sneru þeir aftur, hver til sinnar borgar. 2 Þeir komu aftur með Serúbabel, Jesúa, Nehemía, Seraja, Reelja, Mordekaí, Bilsan, Mispar, Bigvaí, Rehúm og Baana.
Fjöldi karlmanna af þjóð Ísraels var:
3 Niðjar Parós 2172.
4 Niðjar Sefatja 372.
5 Niðjar Ara 775.
6 Niðjar Pahats Móabs, það er niðjar Jesúa og Jóabs, 2812.
7 Niðjar Elams 1254.
8 Niðjar Sattú 945.
9 Niðjar Sakkaí 760.
10 Niðjar Baní 642.
11 Niðjar Bebaí 623.
12 Niðjar Asgads 1222.
13 Niðjar Adóníkams 666.
14 Niðjar Bigvaí 2056.
15 Niðjar Adíns 454.
16 Niðjar Aters frá Hiskía 98.
17 Niðjar Besaí 323.
18 Niðjar Jóra 112.
19 Niðjar Hasúms 223.
20 Niðjar Gibbars 95.
21 Ættaðir frá Betlehem 123.
22 Menn frá Netófa 56.
23 Menn frá Anatót 128.
24 Ættaðir frá Asmavet 42.
25 Ættaðir frá Kirjat Jearím, Kefíra og Beerót 743.
26 Ættaðir frá Rama og Geba 621.
27 Menn frá Mikmas 122.
28 Menn frá Betel og Aí 223.
29 Ættaðir frá Nebó 52.
30 Niðjar Magbís 156.
31 Niðjar annars Elams 1254.
32 Niðjar Haríms 320.
33 Ættaðir frá Lód, Hadíd og Ónó 725.
34 Ættaðir frá Jeríkó 345.
35 Ættaðir frá Senaa 3630.
36 Prestarnir voru: niðjar Jedaja, af ætt Jesúa, 973.
37 Niðjar Immers 1052.
38 Niðjar Pasúrs 1247.
39 Niðjar Haríms 1017.
40 Levítarnir voru: niðjar Jesúa og Kadmíels, af niðjum Hódavja, 74.
41 Söngvararnir voru: niðjar Asafs 128.
42 Niðjar hliðvarðanna voru: niðjar Sallúms, niðjar Aters, niðjar Talmóns, niðjar Akúbs, niðjar Hatíta, niðjar Sóbaí, alls 139.
43 Musterisþjónarnir voru: niðjar Síha, niðjar Hasúfa, niðjar Tabbaóts,
44 niðjar Kerós, niðjar Síaha, niðjar Padóns,
45 niðjar Lebana, niðjar Hagaba, niðjar Akúbs,
46 niðjar Hagabs, niðjar Salmaí, niðjar Hanans,
47 niðjar Giddels, niðjar Gahars, niðjar Reaja,
48 niðjar Resíns, niðjar Nekóda, niðjar Gassams,
49 niðjar Ússa, niðjar Pasea, niðjar Besaí,
50 niðjar Asna, niðjar Meúníta, niðjar Nefísíta,
51 niðjar Bakbúks, niðjar Hakúfa, niðjar Harhúrs,
52 niðjar Baselúts, niðjar Mehída, niðjar Harsa,
53 niðjar Barkós, niðjar Sísera, niðjar Tema,
54 niðjar Nesía, niðjar Hatífa.
55 Niðjar þjóna Salómons voru: niðjar Sótaí, niðjar Sóferets, niðjar Perúda,
56 niðjar Jaala, niðjar Darkóns, niðjar Giddels,
57 niðjar Sefatja, niðjar Hattils, niðjar Pókeret Hassebaíms, niðjar Ami.
58 Alls voru musterisþjónarnir og niðjar þjóna Salómons 392.
59 Eftirtaldir eru þeir sem fóru heim frá Tel Mela, Tel Harsa, Kerúb, Addan og Immer enda þótt þeir gætu ekki gert grein fyrir ætt sinni og uppruna og hvort þeir væru komnir af Ísraelsmönnum: 60 niðjar Delaja, niðjar Tobía og niðjar Nekóda 652.
61 Af niðjum prestanna: niðjar Habaja, niðjar Hakkós, niðjar Barsillaí sem kvænst hafði einni af dætrum Barsillaí frá Gíleað og tekið sér nafn þeirra.
62 Þessir menn leituðu nafna sinna í ættartölunum en þau fundust ekki. Þess vegna voru þeir sviptir prestsembætti. 63 Landstjórinn bannaði þeim að neyta hins háheilaga uns prestur kæmi fram er gæti leitað úrskurðar með úrím og túmmím.
64 Söfnuðurinn allur var samtals 42.360 manns 65 og að auki 7337 þrælar þeirra og ambáttir. Þeir höfðu einnig 200 söngvara og söngkonur. 66 Þeir áttu 736 hesta, 245 múldýr, 67 435 úlfalda og 6720 asna.

Gjafir til musterisbyggingarinnar

68 Þegar þeir komu að húsi Drottins í Jerúsalem gáfu nokkrir af ættarhöfðingjunum að eigin frumkvæði gjafir til þess að hús Guðs risi á sínum stað. 69 Þeir gáfu eftir efnum sínum sextíu og eitt þúsund daríka, fimm þúsund mínur silfurs og hundrað prestaskrúða.
70 Prestarnir, Levítarnir, ýmsir almennir borgarar, söngvararnir, hliðverðirnir og musterisþjónarnir settust að í borgum sínum eins og allir aðrir Ísraelsmenn.