Annað niðjatal Benjamíns

1 Og Benjamín gat Bela, frumburð sinn, Asbel var annar, þriðji Ahra, 2 fjórði Nóha og fimmti Rafa. 3 Og Bela átti syni: Addar og Gera, föður Ehúðs, 4 og Abísúa og Naaman og Ahóa 5 og Gera og Sefúfan og Húram. 6 Þetta voru synir Ehúðs. Þeir voru höfðingjar yfir ættkvíslum íbúanna í Geba og þeir voru fluttir í útlegð til Manahat. 7 En Naaman og Ahía voru fluttir í útlegð af Gera. Og Gera gat Ússa og Ahíhúð.
8 Saharaím gat syni á Móabsvöllum eftir að hann hafði skilið við konur sínar, Húsím og Baöru. 9 Við konu sinni, Hódes, gat hann Jóbab og Síbja og Mesa og Malkam 10 og Jeús og Sokja og Mirma. Þetta voru synir hans, ættarhöfðingjar. 11 Og við Húsím gat hann Abítúb og Elpaal. 12 Og synir Elpaals voru Eber og Míseam og Semer. Hann byggði Ónó og Lód ásamt dótturborgum þeirra.
13 Og Bería og Sema voru höfðingjar yfir ættkvíslum íbúanna í Ajalon. Þeir hröktu íbúana í Gat í burtu. 14 Og bræður þeirra voru Elpaal og Sasak og Jeremót. 15 Sebadja og Arad og Eder 16 og Míkael og Jispa og Jóha voru synir Bería. 17 Og Sebadja og Mesúllam og Hiskí og Heber 18 og Jísmeraí og Jíslía og Jóbab voru synir Elpaals. 19 Og Jakím og Sikrí og Sabdí 20 og Elíenaí og Silletaí og Elíel 21 og Adaja og Beraja og Simrat voru synir Símeí. 22 Og Jíspan og Eber og Elíel 23 og Abdón og Síkrí og Hanan 24 og Hananja og Elam og Antótía 25 og Jífdeja og Penúel voru synir Sasaks. 26 Og Samseraí og Seharja og Atalja 27 og Jaaresja og Elía og Síkrí voru synir Jeróhams. 28 Þessir menn voru ættarhöfðingjar og höfðingjar í ættum sínum samkvæmt ættartölum. Þeir bjuggu í Jerúsalem.
29 Faðir Gíbeons, Jegúel, bjó í Gíbeon. Kona hans hét Maaka. 30 Frumgetinn sonur hans var Abdón, þá Súr og Kís og Baal og Ner og Nadab 31 og Gedór og Ahjó og Seker. 32 Og Míklót gat Símea. Þeir settust einnig að í Jerúsalem eins og bræður þeirra og bjuggu hjá bræðrum sínum.
33 Og Ner gat Kís og Kís gat Sál og Sál gat Jónatan og Malkísúa og Abínadab og Esbaal. 34 Og sonur Jónatans var Meríbaal og Meríbaal gat Míka. 35 Og synir Míka voru Píton og Melek og Tarea og Akas. 36 Og Akas gat Jóadda og Jóadda gat Alemet og Asmavet og Simrí. Og Simrí gat Mósa 37 og Mósa gat Bínea. Sonur hans var Rafa og sonur hans Eleasa og sonur hans Asel. 38 Og Asel átti sex syni. Þeir hétu Asríkam, Bokrú og Ísmael og Searja og Óbadía og Hanan. Þetta voru allir synir Asels. 39 Og synir Eseks, bróður hans, voru Úlam, frumburðurinn, Jeús, næstur honum, og Elífelet hinn þriðji. 40 Og synir Úlams voru hraustir hermenn, bogaskyttur. Þeir áttu marga syni og sonarsyni, hundrað og fimmtíu alls. Þetta voru allt synir Benjamíns.