Niðjatal Esaú og Edómíta

1 Þetta er ættartala Esaú, það er Edóms:
2 Esaú tók sér kanverskar eiginkonur sem voru Ada, dóttir Hetítans Elons, og Oholíbama, dóttir Ana, sonar Hívítans Síbeons, 3 og Basmat, dóttir Ísmaels, systur Nebajóts. 4 Ada ól Esaú Elífas, Basmat ól Regúel 5 og Oholíbama ól Jeús, Jaelam og Kóra. Þessir voru synir Esaú sem honum fæddust í Kanaanslandi.
6 Esaú tók konur sínar, syni sína, dætur og allt sitt fólk, hjörð sína og kvikfénað og allt það sem hann hafði eignast í Kanaanslandi og fór frá Jakobi bróður sínum til Seírlands. 7 Eigur þeirra voru meiri en svo að þeir gætu búið á sama stað og landið, er þeir bjuggu í sem útlendingar, bar ekki hjarðir þeirra.
8 Esaú settist að á Seírfjöllum en Esaú er Edóm.
9 Þetta er ættartala Esaú, ættföður Edómíta, á Seírfjöllum.
10 Þetta eru nöfn sona Esaú:
Elífas, sonur Ada, konu Esaú, Regúel, sonur Basmat, konu Esaú. 11 Synir Elífasar voru Teman, Ómar, Sefó, Gatam og Kenas. 12 Timna var önnur kona Elífasar, sonar Esaú, og hún ól Elífas Amalek. Þetta eru synir Ada, konu Esaú.
13 Synir Regúels eru þessir: Nahat, Sera, Samma og Missa. Þeir voru synir Basmat, konu Esaú. 14 Synir Esaú og Oholíbama, dóttur Ana Síbeonssonar, voru: Jeús, Jaelam og Kóra.
15 Ættarhöfðingjar meðal niðja Esaú eru:
Synir Elífasar, frumgetins sonar Esaú: höfðingjarnir Teman, Ómar, Sefó, Kenas, 16 Kóra, Gatam og Amalek. Þetta eru höfðingjarnir, sem komnir eru frá Elífas í Edómslandi, þeir eru sonarsynir Ada.
17 Synir Regúels Esaúsonar voru: höfðingjarnir Nahat, Sera, Samma og Missa. Þeir eru höfðingjar sem komnir eru frá Regúel í Edómslandi, sonarsynir Basmat, konu Esaú.
18 Synir Oholíbama, konu Esaú, eru: höfðingjarnir Jeús, Jaelam og Kóra. Þeir eru höfðingjar sem komnir eru frá Oholíbama, dóttur Ana, konu Esaú.
19 Þetta eru synir Esaú og höfðingjar þeirra, það er Edóm.
20 Synir Hórítans Seírs, frumbyggjar landsins, eru: Lótan, Sóbal, Síbeon, Ana, 21 Díson, Eser og Dísan. Þeir eru höfðingjar Hórítanna, synir Seírs í Edómslandi. 22 Synir Lótans voru Hórí og Hemam og systir Lótans var Timna. 23 Synir Sóbals eru: Alvan, Manahat, Ebal, Sefó og Ónam. 24 Synir Síbeons eru: Aja og Ana, það er sá Ana sem fann hverina í óbyggðinni er hann gætti asna Síbeons föður síns. 25 Börn Ana eru: Díson og Oholíbama, dóttir Ana. 26 Synir Dísons eru: Hemdan, Esban, Jítran og Keran. 27 Synir Esers eru: Bílhan, Saavan og Akan. 28 Synir Dísans eru: Ús og Aran.
29 Höfðingjar Hórítanna eru: höfðingjarnir Lótan, Sóbal, Síbeon, Ana, 30 Díson, Eser og Dísan. Þeir eru höfðingjar Hórítanna eftir höfðingjum þeirra í Seírlandi.
31 Þeir konungar, sem ríktu í Edómslandi áður en konungar ríktu yfir Ísraelsmönnum, eru:
32 Bela Beórsson, var konungur í Edóm og hét borg hans Dínhaba. 33 Er Bela dó tók Jóbab, sonur Sera frá Bosra, ríki eftir hann. 34 Er Jóbab dó tók Húsam frá Temanítalandi ríki eftir hann. 35 Er Húsam dó tók Hadad Bedadsson ríki eftir hann. Það var hann sem sigraði Midíaníta á Móabsvöllum og borg hans hét Avít. 36 Er Hadad dó tók Samla frá Masreka ríki eftir hann. 37 Er Samla dó tók Sál frá Rehóbót hjá Efrat ríki eftir hann. 38 Er Sál dó tók Baal Hanan Akbórsson ríki eftir hann. 39 Er Baal Hanan Akbórsson dó tók Hadar ríki eftir hann og hét borg hans Pagú en kona hans Mehetabeel, dóttir Matredar, dóttur Me-Sahabs.
40 Þetta eru nöfn höfðingja þeirra er frá Esaú eru komnir, eftir ættkvíslum þeirra, bústöðum og nöfnum: höfðingjarnir Timna, Alva, Jetet, 41 Oholíbama, Ela, Pínon, 42 Kenas, Teman, höfðinginn Mibsar, 43 Magdíel og Íram. Þeir voru höfðingjar Edómíta, eftir bústöðum þeirra í landinu sem þeir höfðu numið. Esaú er ættfaðir Edómíta.