Embættismenn Salómons

1 Salómon konungur ríkti yfir öllum Ísrael 2 og þetta voru æðstu embættismenn hans: Asarja Sadóksson var prestur; 3 Elíhoref og Ahía, synir Sísa, voru ríkisritarar; Jósafat Ahílúðsson var kallari 4 og Benaja Jójadason var yfirhershöfðingi. Sadók og Abjatar voru prestar. 5 Asarja Natansson var yfirmaður héraðsstjóranna; Sabúð Natansson prestur var vinur konungs.[ 6 Ahísar var hallarráðsmaður og Adoníram Abdason var yfir kvaðavinnumönnum.
7 Salómon hafði tólf héraðsstjóra yfir öllum Ísrael. Þeir sáu konungi og hirð hans fyrir vistum, sinn mánuðinn hver árið um kring. 8 Þetta eru nöfn þeirra: sonur Húrs á Efraímsfjöllum, 9 sonur Dekers í Makas, Saalbím, Bet Semes, Elon og Bet Hanan, 10 sonur Heseðs í Arúbbót. Undir hans stjórn var Sókó og allt Hefersland. 11 Sonur Abínadabs stjórnaði öllu Dórhálendi. Hann var kvæntur Tafat, dóttur Salómons. 12 Baana Ahílúðsson stjórnaði Taanak, Megiddó og öllu Bet Sean sem er hjá Sartean fyrir neðan Jesreel, frá Bet Sean til Abel Mehóla og út fyrir Jokmeam. 13 Sonur Gebers var héraðsstjóri í Ramót í Gíleað. Hann stýrði tjaldþyrpingum Jaírs, sonar Manasse, í Gíleað og héraðinu Argób sem er í Basan, sextíu stórum borgum, víggirtum með múrum og með slagbröndum úr eir. 14 Ahínadab Iddóson var héraðsstjóri í Mahanaím, 15 Akímaas var héraðsstjóri í Naftalí. Hann hafði einnig gengið að eiga Basmat, eina af dætrum Salómons. 16 Baana Húsaíson var héraðsstjóri yfir Asser og Bealót. 17 Jósafat Parúason var héraðsstjóri yfir Íssakar, 18 Símeí Elason var yfir Benjamín. 19 Geber Úríson var héraðsstjóri yfir Gíleaðlandi sem Síhon, konungur Amoríta, og Óg, konungur í Basan, höfðu átt. Einn héraðsstjóri var yfir Júda.
20 Júdamenn og Ísraelsmenn voru eins margir og sandkorn á sjávarströnd. Þeir átu og drukku og voru glaðir.