Land Símeons

1 Annar hluturinn sem upp kom var hlutur niðja Símeons, hverrar ættar fyrir sig. Erfðaland hans var mitt í erfðalandi niðja Júda.
2 Þeir hlutu að erfðalandi Beerseba, Seba, Mólada, 3 Hasar Súal, Baala, Esem, 4 Eltólað, Betúl, Horma, 5 Siklag, Bet Markabót, Hasar Súsa, 6 Bet Lebaót og Sarúhen, alls þrettán borgir og þorpin sem heyrðu þeim til.
7 Enn fremur Aín, Rimmon, Eter og Asan, fjórar borgir og þorpin sem heyrðu þeim til. 8 Enn fremur öll þorpin umhverfis þessar borgir allt til Baalat Beer og Rama í Suðurlandinu.
Þetta var erfðaland ættbálks Símeonsniðja, hverrar ættar fyrir sig.
9 Erfðaland niðja Símeons var hluti af landsvæði Júdamanna því að land Júdamanna var of stórt fyrir þá. Þess vegna hlutu niðjar Símeons erfðahlut mitt í erfðalandi Júdamanna.

Land Sebúlons

10 Þriðji hluturinn sem upp kom var hlutur niðja Sebúlons, hverrar ættar fyrir sig, og náði erfðahlutur þeirra allt til Saríd.
11 Landamæri þeirra lágu í vestur, upp til Marala, þaðan rétt við Dabbeset og alveg að lækjargilinu gegnt Jokneam. 12 Frá Saríd lágu þau í sveig í austur í átt að Kislót Tabor, þaðan beint til Daberat og upp til Jafía. 13 Þaðan lágu þau enn í austurátt til Gat Hefer, Et Kasín, áfram til Rimmon og sveigðu síðan til Nea. 14 Þaðan beygðu þau til norðurs í átt að Hannatón og enduðu í Jifta-El-dalnum. 15 Að auki fengu þeir Katat, Nahalal, Simron, Jidala og Betlehem, alls tólf borgir og þorpin sem heyrðu þeim til.
16 Þetta var erfðaland Sebúlonsniðja, hverrar ættar fyrir sig, borgirnar og þorpin sem heyrðu þeim til.

Land Íssakars

17 Fjórði hluturinn sem upp kom var hlutur niðja Íssakars, hverrar ættar fyrir sig.
18 Landsvæði þeirra náði að Jesreel og yfir Kesúllót, Súnem, 19 Hafaraím, Síon, Anaharat, 20 Rabbít, Kisjon, Ebes, 21 Remet, En Ganním, En Hadda og Bet Passes. 22 Landamærin lágu rétt við Tabor, Sahasíma og Bet Semes og alla leið að Jórdan, alls sextán borgir og þorpin sem heyrðu þeim til.
23 Þessar borgir og þorpin sem heyrðu þeim til voru erfðahlutur ættbálks niðja Íssakars, hverrar ættar fyrir sig.

Land Assers

24 Fimmti hluturinn sem upp kom var hlutur ættbálks Assersniðja, hverrar ættar fyrir sig.
25 Land þeirra náði yfir Helkat, Halí, Beten, Aksaf, 26 Allammelek, Amead og Míseal. Að vestanverðu lágu landamærin að Karmel og Síhór Libnat. 27 Þaðan sneru þau til austurs í átt að Bet Dagón og náðu til Sebúlons og Jifta-El-dalsins í norðri, Bet Emek og Negíel. Þaðan lágu þau norður til Kabúl, 28 Abdon, Rehób, Hammon og Kana og allt til Sídonar hinnar miklu. 29 Því næst beygðu landamærin aftur til Rama og hinnar víggirtu borgar Týrusar og þaðan til Hósa og náðu alla leið til sjávar. Auk þess Aksíb, 30 Umma, Afek, Rehób, alls tuttugu og tvær borgir og þorpin sem heyrðu þeim til.
31 Þessar borgir og þorpin sem heyrðu þeim til voru erfðaland ættbálka Assersniðja hverrar ættar fyrir sig.

Land Naftalí

32 Sjötti hluturinn sem upp kom var hlutur ættbálks niðja Naftalí, hverrar ættar fyrir sig.
33 Landamæri þeirra lágu frá Helef, frá eikinni við Saananním, Adamí Nekeb og Jabneel og því næst til Lakkúm og loks að Jórdan. 34 Þaðan beygðu landamærin til vesturs til Asnót Tabor og síðan til Húkkók og náðu til Sebúlons í suðri, Assers í vestri og Júda og Jórdanar í austri.
35 Víggirtu borgirnar voru Siddím, Ser, Hammat, Rakkat, Kinneret, 36 Adama, Rama, Hasór, 37 Kedes, Edreí, En Hasór, 38 Jirón, Migdal El, Horem, Bet Anat og Bet Semes, alls nítján borgir og þorpin sem heyrðu þeim til. 39 Þessar borgir og þorpin sem þeim heyrðu til voru erfðahlutur ætta Naftalíniðja, hverrar ættar um sig.

Land Dans

40 Sjöundi hluturinn sem upp kom var hlutur ættbálks niðja Dans, hverrar ættar fyrir sig. 41 Landið sem var erfðahlutur þeirra var Sorea, Estaól, Ír-Semes, 42 Saalabbín, Ajalon, Jitla, 43 Elón, Timnat, Ekron, 44 Elteke, Gibbetón, Baalat, 45 Jehúd, Bene Berak, Gat Rimmon, 46 og í vestri Me-Jarkón og Rakkon ásamt landinu gegnt Jafó.
47 En of þröngt reyndist um niðja Dans á landsvæði þeirra. Þá héldu þeir upp eftir, réðust á Lesem, unnu borgina, hjuggu íbúana með sverði og slógu eign sinni á borgina. Þeir settust þar að og nefndu Lesem Dan eftir ættföður sínum.
48 Þessar borgir og þorpin sem heyrðu þeim til voru erfðahlutur ætta niðja Dans, hverrar ættar um sig.

Eftirmáli

49 Þannig luku Ísraelsmenn við að skipta landinu í svæði. Ísraelsmenn fengu Jósúa Núnssyni einnig erfðahlut. 50 Að boði Drottins fengu þeir honum borgina sem hann bað um, Timnat Sera í Efraímsfjöllum. Hann endurreisti borgina og settist þar að.
51 Þetta voru erfðahlutirnir sem Eleasar prestur, Jósúa Núnsson og ættarhöfðingjar Ísraels fengu ættbálkum niðja Ísraels með hlutkesti frammi fyrir augliti Drottins í Síló við innganginn í opinberunartjaldið. Þar með luku þeir við að skipta landinu.