CXLVII.

Lofi þér Drottin því að vorn Guð að lofa það er forkostulegur hlutur, svoddan lof er ágætt og lystilegt.

Drottinn hann uppbyggir Jerúsalem og leiðir til samans hina sundurtvístruðu í Ísrael.

Hann læknar sundurknosaða í hjörtum og bindur um þeirra sárindi.

Hann telur stjörnurnar og nefnir þær allar með sínum nöfnum.

Vor Drottinn er mikill og hans kraftur er mikill og er óumræðilegur so sem það hann regerar.

Drottinn veitir uppreisn hinum fáráða en niðurlægir hinn óguðlega allt til jarðar.

Syngið fyrir Drottni með þakkargjörð og lofið vorn Guð með hörpuslætti,

hver eð himininn hylur með skýjunum og gefur regn á jörðina, hann sá eð lætur grasið vaxa á fjöllunum,

hver eð fénaðinum gefur sitt fóður, þeim ungum hrafnanna sem til hans kalla.

Eigi hefur hann neina geðþekkni á sterkleik hestsins né nokkra þóknan á neins manns fótleggjum.

Drottinn hefur þóknan á þeim sem hann óttast og á þeim sem vona upp á hans miskunnsemi.

Prísa þú, Jerúsalem, Drottin, lofa þú, Síon, þinn Guð,

því að hann styrkir lásana þinna portdyra og blessar þín börn þar fyrir innan.

Hann útvegar þínum landsálfum frið og seður þig með því hinu besta hveiti.

Hann sendir sína ræðu á jörðina, hans orð þau hlaupa snarlegana.

Hann gefur snjóinn svo sem ull, hann dreifir hrímfrostinu sem ösku.

Hann fleygir sínu hagli sem munnbitum, hver fær staðist fyrir þínu [ frosti?

Hann mælir eitt orð, þá bráðnar það niður, hann lætur sinn vind blása, þá þiðnar það aftur.

Hann kunngjörir Jakob sín orð, Ísrael sína dóma og réttlætingar.

Slíkt gjörir hann öngri heiðinni þjóð né lætur hana vita sína dóma. Halelúja.