1Eg hóf aftur upp augu mín, og sá hvar fjórir vagnar komu út á meðal tveggja fjalla, en þau fjöll voru eirfjöll.2Fyrir fyrsta vagninum voru rauðir hestar, fyrir öðrum vagninum svartir hestar,3fyrir þriðja vagninum hvítir hestar, og fyrir hinum fjórða rauðskjóttir.4Eg spurði þá engilinn, sem við mig talaði: hvörjir eru þessir, herra?5Engillinn svaraði mér, og sagði: þetta eru þeir fjórir himins andar, sem út eru gengnir, eftir að þeir hafa staðið frammi fyrir Drottni allrar jarðarinnar.6Vagninn með hinum svörtu hestum fer í móti Norðurlandinu a), og hinir hvítu fylgja þeim, en hinir skjóttu fara móti Suðurlandinu b).7Hinir rauðu fara út, og eru ráðnir til að fara yfir alla jörðina; því til þeirra hefir verið sagt: farið yfir allt jarðríkið; og nú fara þeir yfir allt jarðríki.8Enn kallaði engillinn til mín, og sagði: sjá þú! þeir sem fara í móti Norðurlandinu, skulu láta reiði mína staðnæmast í Norðurlandinu.
9Enn talaði Drottinn til mín svolátandi orðum:10þú skalt taka við sendingum hinna herleiddu, af þeim Heldaí, Tobíasi og Jedaja (því hinn sama dag skaltu ganga heiman og koma í hús Jósías Seffaníassonar, hvar sendimennirnir frá Babel halda til).11Þú skalt taka við gulli og silfri af þeim, og búa til kórónur, og setja þær á höfuð Jósúa Jósadakssonar, hins æðsta kennimanns,12og seg til hans þessum orðum: Svo segir Drottinn allsherjar: maður nokkur kemur, sá heitir Semack, því hann skal spretta upp af sínum reit, og byggja musteri Drottins.13Musteri Drottins skal hann byggja, og tignina bera, hann skal sitja og drottna á sínum veldisstóli, og hann skal kennimaður vera á sínum veldisstóli, og milli þeirra beggja c) skal vera friðarsamband.14Þessar kórónur skulu vera þeim Helem d), Tobíasi, Jedaja og Hen d) Seffaníassyni til minningar í musteri Drottins.15Menn skulu koma af fjarlægum löndum til að byggja musteri Drottins: og þér skuluð viðurkenna, að Drottinn allsherjar hefir sent mig til yðar. Þetta skal rætast, ef þér viljið hlýða röddu Drottins, yðvars Guðs.
Sakaría 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:52+00:00
Sakaría 6. kafli
Fjórir vagnar með fjórum hestum fyrir fara yfir jörðina, til að hegna mótstöðumönnum Guðs safnaðar. Kórónaður Jósúa, hinn æðsti kennimaður.
V. 6. a. Þ. e. Assýríulandi og Babelslandi. b. Þ. e. Egyptalandi. V. 13. c. Milli Drottins og Messíass. V. 14. d. Sama sem Heldaí og Jósías í 10 v.; það var ekki sjaldgæft, að sami maður hafði tvö nöfn.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.