IX.

Og hinn fimmti engill básúnaði og eg sá stjörnu eina falla af himni á jörðina og honum varð gefinn lykill til pytts undirdjúpsins. [ Og hann lauk upp pytti undirdjúpsins og þar gekk upp reykur so sem mikils ofns og sólin varð myrk og veðrið af reyknum pyttsins. Og út af þeim reyk komu engisprettur á jörðina og þeim varð magt gefin líka semþ að flugormar magt hafa á jörðu. Og þar varð til þeirra sagt það þær skyldu eigi granda grasi jarðar né nokkurs háttar korni eður nokkurs konar viði, utan einasta þeim mönnum sem eigi hafa teiknið í ennum sínum. Og þeim varð það gefið að þær aflífuðu þá eigi heldur það að þær kveldu þá í fimm mánuðu. Og þeirra kvöl var so sem flugormakvöl nær þeir slá manninn. Og á þeim sömum dögum munu mennirnir dauðans leita og egi finna. Þeir munu girnast að deyja og dauðinn mun frá þeim flýja. [

Og þær engisprettur eru líkar þeim hestum sem til bardaga eru búnir. Og á þeirra höfðum sem kórónur gulli líkar og þeirra andlit sem mannsandlit og höfðu lokka sem konuhár og tennur þeirra voru sem leónatennur og höfðu brynjur so sem járnbrynjur og þytur þeirra vængja so sem buldran vagna, þeirra margra hesta sem í bardögum hlaupa, og höfðu hala líka sem flugormar og þar voru broddar á þeirra hölum og þeirra magt var að granda mönnum í fimm mánuði. Og höfðu yfir sér kóng, engilinn undirdjúpsins, hvers nafn er á ebresku Abbadón en á grísku Apollíon. [ Eitt vei er umliðið, sjá, þar koma enn nú tvö vei eftir þetta.

Og hinn sjötti engill básúnaði og eg heyrða eina rödd út af fjórum hornum gyllinialtarisins fyrir Guði. [ Hún sagði til hins sjötta engilsins sem básúnið hafði: „Leys þú upp þá fjóra engla sem búnir eru við hið mikla vatnið Euphrates.“ Og þeir fjórri englar urðu lausir, hverjir reiðubúnir voru á stundu, á degi og á mánuði og á ári að þeir í hel slægi þriðjung mannanna. Og tala þess ríðanda hers var mörg þúsund þúsunda og eg heyrða þeirra tölu. Og sem eg sá hestana í sýn og þá sem þar upp á sátu það þeir höfðu glóandi og gular og brennisteinslegar brynjur. Og höfuðin hestanna voru svo sem leónahöfuð og út af þeirra munni gekk eldur, reykur og brennisteinn. Af þessu þrennu er í hel sleginn þriðjungur mannanna, af eldinum og reyknum og brennisteininum er út af þeirra munni gekk. Því að þeirra magt var í þeirra munni. Og þeirra halar voru höggormum líkir og höfðu höfuðin og meður þeim sömum gjörðu þeir skaðann.

Og þar voru enn menn afgangs, þeir sem eigi urðu í hel slegnir af þessum plágum, hverjir ekki yfirbót gjörðu af verkum sinna handa so að þeir eigi tilbæðu djöfulinn og gulls og silfurs og eirs og steina og trés afguði sem hverki sjá né heyra né ganga kunna, hverjir einnin öngva yfirbót gjörðu af sínum manndrápum, fjölkynngi, frillulifnaði og stuldi.