VIII.

Hrópa þú hátt so sem einn herlúður og segðu: [ Hann kemur alla reiðu yfir hús Drottins sem einn örn. Því þeir yfirfalla minn sáttmála og eru fallnir frá mínu lögmáli. Þá munu þeir kalla til mín: „Þú ert minn Guð, vér þekkjum þig, Ísrael.“

Ísrael, forleggur það góða. Þar fyrir má óvinurinn ofsækja þá. Þeir gjöra sér kónga, þó án mín, þeir setja höfðingja og eg á það ekki að vita. Þeir gjöra sér afguði af sínu silfri og gulli so að þeir verða snart upprættir.

Samaria, hann burt kastar þínum [ kálfi. Mín reiði er grimm yfir þig. Það má ekki lengi so standa, þeir verða að straffast. Því kálfurinn er kominn frá Ísrael og einn hagleiksmaður gjörði hann en það má þó ekki vera Guð. Því skal kálfur Samarie verða að dufti. Því að þeir skulu sá vindi en uppskera storm. Þeirra sáð skal ei uppkoma og þeirra sæði skal ekkert mjöl gefa og þó það gefist þá skulu annarlegir það eta.

Ísrael verður uppetinn, heiðingjarnir leika hann út líka sem annað svívirt ker. Því þeir hlaupa til Assúr líka sem villudýr, Efraím skenkir sínum elskhugum og gefur heiðingjum skatt. Þeim sömu heiðingjum vil eg nú samansafna yfir þá, þeir skulu snart verða þreyttir af konungsins byrði og höfðingjanna. Því Efraím gjörði mörg öltöru að syndgast með, so skulu og öltörin verða honum til syndar. Og þó eg skrifaði honum enn mjög margt og mikið um mín lög þá skeyttu þeir því ekki meir en öðrum annarlegum lærdómi. Þá þeir nú miklu offra, bera fram kjöt og eta það þá hefur þó Drottinn öngva þóknan á því heldur vill hann minnast þeirra misgjörninga og heimvitja þeirra synda sem snúa sér til Egyptalands.

Ísrael gleymir sínum skapara og smíðar kirkjur og Júda byggir marga sterka staði. En eg vil senda eld í hans byggð sem eyða skal hans húsum.