En sé hans offur eitt þakklætisoffur af nautum, hvort það er uxi eður kýr, þá skal hann það offra fyrir Drottni sem er lýtalaust. [ Og hann skal leggja sína hönd á höfuðið á fórninni og sæfa hana fyrir vitnisburðarbúðardyrunum. Og prestarnir, Arons synir, skulu stökkva blóðinu kringum altarið. Og skal so offra Drottni af sama þakklætisoffri, sem er allan innyflamörinn, þau tvö nýrun með nýrnamörnum sem þar er við malirnar, og lifrarnetjuna með nýrunum. Og Arons synir skulu brenna það á altarinu til brennioffurs á viðnum þeim sem liggur á eldinum. Það er eldur til sætleiks ilms fyrir Drottni.
En vilji hann gjöra Drottni eitt þakklætisoffur af smáfénaði, hvort það er graðfé eða berfé, þá skal það vera án flekks. [ Sé það eitt lamb þá skal bera það fram fyrir Drottin og leggja sína hönd á höfuðið á því og slátra því fyrir utan vitnisburðarbúðina. Og Arons synir skulu stökkva blóðinu um kring altarið og offra svo Drottni af því þakklætisoffri til eldsins, sem er mörinn og alla róuna slitna frá hryggnum og allan garnmörinn, nýrun bæði með nýrnamörnum við malirnar og lifrarnetjuna með nýrunum. Og presturinn skal brenna það á altarinu til eldsmatar fyrir Drottni.
En sé hans offur ein geit og leiðir hann hana fyrir Drottin þá skal hann leggja sína hönd yfir hennar höfuð og slátra henni fyrir utan vitnisburðarbúðina. Og Arons synir skulu stökkva blóðinu rétt um kring á altarið og skulu offra Drottni eitt offur þar af, sem er innyflamörinn og tvö nýrun með þeim mör sem þar er við lendarnar og lifrarnetjuna með nýrunum. Og presturinn skal upptendra það á altarinu til eldsmatar og til eins sæts ilms.
Allt það feita heyrir Drottni til. Það skal vera eirn eilífur plagsiður hjá yðrum eftirkomendum í öllum yðar hýbýlum, að þér skuluð hvorki eta mörinn ei heldur blóðið.“ [