XXVII.

Og Job talaði enn framar og hóf upp sína málsháttu og sagði: „So sannarlega sem Guð lifir hver eð minn rétt lætur ekki undan ganga og sá Hinn almáttugi hver eð hryggði mína sálu, so lengi sem það minn andi er í mér og það sá andardrátturinn af Guði er í mínum nösum þá skulu mínar varir ekki tala óréttindi og mín tunga skal engin svikræði mæla. Það sé langt frá mér að eg gefi yður rétt í þessu, eg vil og ekki í burt víkja frá mínu sakleysi fyrr en það mín ævilok koma. [ Eg læt ekki af því réttlæti sem eg hefi, mín samviska bítur mig ekki fyrir alls míns lifnaðar sakir.

En minn óvinur mun óguðlegur finnast og hann ranglátur sem setur sig upp á móti mér. Því hvað er vonin [ hræsnarans það hann er so fégjarn en Guð hann í burt sviptir þó hans sálu? Þenkir þú að Guð mun heyra hans ákall nær eð angist kemur yfir hann? Hvernin kann hann að hafa lyst til Hins almáttuga og nokkurn tíma að ákalla Guð?

Eg vil læra yður af Guðs hendi og það hvað eð dugir í hjá þeim Hinum almáttuga, það vil eg ekki dylja fyrir yður. Sjá, þér haldið yður alla að vera forhyggna en hvar fyri þá framsegi þér þó so ónytsamlega hluti? Það hið sama er verðkaupið eins óguðlegs manns hjá Guði og það er arftakan þeirra víkinganna hverja þeir skulu fá af Hinum almáttuga. Þó hann hafi mörg börn þá munu þau fyrir sverði deyja og hans eftirkomendur munu eigi fá nóglega fæðslu. Hans hinir eftirblífnu munu greftrast í dauðanum og hans ekkjur munu það ekki [ syrgja. Þó hann samanraki svo peningum sem jarðardufti og dýrindisklæðum sem moldarleiri, þó hann tilreiði þau vel þá mun þó hinn réttláti íklæða sig þeim og sá hinn saklausi mun útskipta þeim peningum. Hann uppbyggir sitt hús sem önnur gaungurófa og líka sem einn gæsluvörður gjörir sér eitt forskyggni.

Nær hinn ríki leggur sig út af þá mun hann því ekki með sér í burt sópa, hann mun upplúka sínum augum og þar mun ekki neitt par vera. Hræðsla mun yfir hann falla sem annað vatn, stormviðrið á náttartímanum mun í burt svipta honum. Sá austanvindurinn mun í burt flytja hann svo hann fari héðan og hríðviðrið mun hrinda honum úr sínum stað. Hann mun senda sjálfur svoddan yfir hann og vægja honum ekki. Allir hlutir munu burt flýja úr hans höndum, yfir honum munu þeir klappa höndum til samans og blístra eftir honum þar eð hann var.