IX.
Eg segi sannleik í Christo Jesú og lýg eigi, þess mér ber vitni mín samviska í heilögum anda, að eg hefi stóran harm og iðuglega hryggð í mínu hjarta. [ Eg hefi og æskt mér þess að vera bölvaður af Kristi fyrir mína bræður, hverjir að eru mínir frændur eftir holdinu, sem eru af Ísrael, hverjum arfleifðin tilheyrir, og so vegsóminn, sáttmálinn og lögmálið, Guðs þjónustan og fyrirheitin, hverra feður eru og þeir sem Kristur er út af kominn eftir holdinu, sá sem að er Guð yfir öllum hlutum, blessaður um aldir. [ Amen.
En eg tala eigi þetta til þess að Guðs orð skyldu þar fyrir úti verða. Því að það eru ekki allt Ísraelsmenn sem af Ísrael eru og ekki allir þeir synir sem af Abrahams sæði eru „heldur skal þér í Ísaak það sæði nefnt verða.“ [ Það er, þeir eru ekki Guð börn sem eftir holdinu er börn heldur verða þeir sem eru fyrirheitsins börn fyrir sáð reiknaðir. Því að þetta er fyrirheitsorðið þar hann segir: „Á þeim tíma mun eg koma og þá skal Sara son hafa.“ [
Þetta er enn eigi aðeins þeim heldur og þá Rebekka var þunguð af föður vorum Ísaak áður en börnin voru fædd og þau höfðu hvorki gjört gott né vont, svo að Guðs fyrirhyggja stöðug stæði eftir útvalningunni, því að henni var tilsagt, eigi út af verðskuldan verkanna heldur út af náð þess er kallar so: „Hinn meiri skal þjóna hinum minna.“ Eftir því sem skrifað stendur: „Jakob elskaði eg en Esaú hafði eg að hatri.“ [
Hvað eigu vær hér til að segja? Er Guð þá ranglátur? Langt frá því. Því að hann segir til Moysen: „Hvern eg náða þeim em eg náðugur og hverjum eg miskunna þeim em eg miskunnsamur.“ [ Því er það ei komið undir nokkurs vilja eður tilhlaupi heldur undir Guðs miskunnsemd. Því Ritningin segir til faraó: „Til þess uppvakta eg þig að eg sýnda á þér minn kraft so að mitt nafn kunngjörist um öll lönd.“ [ So miskunnar hann nú þeim hann vill og forherðir þann hann vill.
Þú segir þá til mín: „Hverja skuld gefur hann oss þá? Hver fær hans vilja í móti staðið?“ Já góður maður, hver ertu þá ef þú vilt ganga í lagaþrætu við Guð? Segir nokkuð efnið svo til smiðsins: Hvar fyrir gjörðir þú mig so? Eða hefur ekki leirkerasmiðurinn vald til út af sömum mó að gjöra annað kerið til heiðurs en annað til smánar? Því þá Guð vildi auðsýna sína reiði og kunngjöra sína magt hefur hann með mikilli þolinmæði umliðið kerin reiðinnar sem búin eru til fordæmingar upp á það hann sýndi ríkdóm sinnar dýrðar á kerum miskunnarinnar þau hann hefur útreitt til dýrðarinnar, hverja hann hefur kallað, einkanlega oss. Eigi einasta þá sem út af Gyðingum eru heldur og einnin heiðingjum, so sem hann segir fyrir Oseam spámann: [ „Eg mun það kalla mitt fólk sem ekki var mitt fólk og þá mína unnustu sem ekki var mín unnusta. Og það mun vera að í þeim stað hvar til þeirra var sagt: Þér eruð ekki mitt fólk, þar skulu þeir kallaðir verða Guðs börn lifanda.“
En Esaias kallar yfir Ísrael: [ „Þótt tala Ísraelssona væri sem sjávarsandur þá mundi þó það eina sem afgangurinn er hólpinn verða.“ Því að sína ræðu mun hann fyrir þeim stytta og þá algjöra til réttlætis af því að Drottinn mun forstokkótt orð gjöra á jörðu. Og so sem Esaias sagði áður fyrri: „Nema ef Drottinn Sebaót hefði oss sæði yfirlátið þá værum vér orðnir sem Sodoma og líka sem Gomorra.“
Hvað eigum vér nú að segja? Það eigum vér að segja: Að þeir heiðingjar sem ei hafa réttlætinu eftirfylgt hafa réttlætið höndlað. Eg segi af því réttlæti sem út af trúnni kemur. En Ísrael hefur lögmálsins réttlæti eftirfylgt og hefur þó ekki komist til réttlætis lögmálsins. Hvar fyrir? Því að þeir hafa eigi leitað þess út af trúnni heldur so sem út af lögmálsins verkum. Því að þeir hafa rekið sig á þann [ hindrunarstein eftir því sem skrifað er: „Sjáið, að eg set í Síon hindrunarstein og hneykslunarhellu. Og hver hann trúir á hann sá skal ekki að hneykslan verða.“