III.
Og þar var langur ófriður í millum Sauls húss og Davíðs húss. [ En Davíð fór og gekk fram og hans afli styrktist en hús Saul fór hnignandi dag frá degi.
Og Davíð átti sex sonu í Hebron. [ Hans frumgetinn son var Ammon, sonur Ahínóam af Jesreel. Annar var Kílíab, son Abigail kvinnu Nabal af Karmel. En þriðji var Absalom, son Maaka, dóttur kóngs Talmaí af Gesúr. Sá fjórði: Adónía, son Hagít. Sá fimmti: Safatja, son Abítal. Sá sétti: Jetream af Egla, Davíðs kvinnu. Þessa sonu átti Davíð í Hebron.
Sem þessi ófriður var nú á milli Sauls húss og Davíðs húss þá styrkti Abner hús Saul. Saul hafði átt eina frillu, hún hét Rispa, dóttir Aja. [ Og Ísbóset sagði til Abner: „Því sefur þú með míns föðurs frillu?“ Þessum orðum Ísbóset reiddist Abner mjög og svaraði: „Er eg þá eitt hundshöfuð að eg gjöri miskunnarverk á húsi Saul þíns föðurs og á hans bræðrum og náungum í móti Júda? Og eg selda þig ekki í Davíðs hendur. Og þú ávítar mig í dag sökum einnrar kvinnu? Guð gjöri Abner það og það ef eg gjöri ekki það sem Drottinn sór Davíð að kóngsríkið skal takast frá húsi Saul en Davíðs hásæti skal upphefjast yfir Ísrael og Júda frá Dan og allt til Berseba.“ Þá gat þann ekki svarað honum einu orði, so hræddur varð hann fyrir honum.
Og Abner sendi boð til Davíðs undan sér og lét svo segja honum: „Hverjum heyrir landið til?“ Og hann sagði: „Gjör eitt sáttmál við mig: Sjá, mín hönd skal vera með þér so að eg vil leiða allan Ísraelslýð til þín.“ Davíð svaraði: „Nú vel, eg vil binda vináttu við þig. En einnrar bónar beiðunst eg af þér, að þú sjáir mitt andlit ekki fyrri en þú færir mér Míkól, dóttir Saul, nær þú kemur að sjá mitt auglit.“
Davíð sendi og einnin boð til Ísbóset, sonar Saul, og lét segja honum: „Lát mig fá mína kvinnu Míkól hverja eg fastnaði mér með hundrað yfirhúðum Philistinorum.“ [ Ísbóset sendi af stað og lét taka hana frá sínum manni Paltíel, syni Laís. Og hann fylgdi henni á veginn grátandi allt til Bahúrím. Þá sagði Abner til hans: „Snú þér og hverf aftur.“ Og hann hvarf aftur.
Og Abner talaði við þá elstu af Ísrael og sagði: „Þér hafið fyrir löngu talað til að Davíð skyldi verða kóngur yfir yður. Þá gjörið það nú því að Drottinn hefur sagt til Davíðs: Eg vil frelsa Ísrael mitt fólk fyrir hendur Davíðs míns þénara af valdi Philistinorum og af allra þeirra óvina höndum.“ Slíkt hið sama talaði Abner og fyrir eyrum Benjamín. Og hann gekk þaðan að kunngjöra Davíð í Hebron allt það sem Ísrael og allt Benjamíns hús vildi vera láta.
En sem Abner kom nú til Davíðs í Hebron og tuttugu menn með honum þá gjörði Davíð þeim eitt gestaboð. Og Abner sagði til Davíðs: „Eg mun taka mig upp og samansafna öllum Ísrael til míns herra kóngs að þeir semji sáttmál við þig að þú takir ríki yfir þeim öllum so sem þú vilt.“ Síðan leiddi Davíð Abner frá sér að hann fór burt með friði.
Og sjá, að Davíðs þénarar og Jóab komu frá sínum herbúðum og fluttu með sér mikið herfang. En Abner var þá ekki hjá Davíð í Hebron því að kóngurinn hafði látið hann frá sér og hann hafði skilist við kónginn með friði. Þá gekk Jóab inn fyrir kónginn og sagði: „Hvað hefur þú gjört? Sjá, Abner er kominn til þín. Hvar fyrir léstu hann komast frá þér? Eða þekkir þú ekki Abner son Ner? Því að til þess er hann kominn að hann vill svíkja þig og vill vita þinn inngang og útgang og rannsaka hvað þú gjörir.“
En sem Jóab gekk út frá Davíð þá sendi hann menn eftir Abner að þeir skyldu sækja hann aftur frá Borhasíra. En af þessu vissi ekki Davíð. En sem Abner kom nú aftur til Hebron þá leiddi Jóab hann mitt í borgarhliðið og lét sem hann vildi nokkuð heimugligt tala við hann. Og sem þeir komu þar stakk Jóab hann rétt í kviðinn og lét Abner þar lífið vegna Asahels blóðs sem var bróðir Jóab. [ Sem Davíð fékk nú það að vita að þvílíkt var skeð þá sagði hann: „Eg er saklaus og mitt kóngsríki fyri Drottni eilíflega af blóði Abner sonar Ner. En komi það yfir höfuð Jóab og yfir allt hans föðurs hús so að aldrei missi Jóabs hús að þar sé ei nokkur sár og líkþrár og fátækur og fyrir sverði fallandi og brauðs þurfandi.“ Svo sló Jóab og hans bróðir Abísaí Abner í hel þar fyrir að hann hafði áður slegið Asahel þeirra bróður til dauða í þeim bardaga sem skeði hjá Gíbeon. [
En Davíð sagði til Jóab og til allra þeirra manna sem með honum voru: „Rífið yðar klæði í sundur og klæðist sekkjum og syrgið dauða Abner.“ Og kóngurinn sjálfur gekk eftir líkbörunum. En sem þeir jörðuðu Abner í Hebron þá upphóf kóngurinn sína raust og grét við grauf Abner og allt það fólkið sem þar var grét og einnin. Og kóngurinn talaði með hryggð yfir greftri Abner og sagði: [ „Eigi dó Abner sem einn dári deyr. Þínar hendur voru ekki bundnar, þínir fætur voru ekki fjötrum læstir. Þú féllst so sem einn maður fellur fyrir vondum skálkum.“ Og allt fólkið grét hann þá enn meir.
Og sem að allt fólkið kom nú að eta með Davíð og það var um miðdagsskeið þá sór Davíð og sagði: „Guð láti mig ske það og það ef eg smakka brauð eða nokkuð annað á þessum degi fyrr en sól er undir gengin.“ [ Og allt fólkið heyrði þetta og þeim þóknaðist vel allt það sem kóngurinn gjörði fyrir fólksins augum. Og allt fólkið og allur Ísraelslýður merkti á þeim degi að það var ei skeð með kóngsins vilja að Abner var sleginn í hel. Og kóngurinn sagði til sinna þénara: „Vitið þér ekki að í dag er fallinn einn höfðingi og inn mesti maður í Ísrael? En þó að eg sé veikur og smurður kóngur þá eru þeir Serújasynir mér harðir í horn að taka. Drottinn endurgjaldi þeim sem illt gjöra eftir þeirra illsku.“