1Og nú út gengur þessi viðvörun til yðar, þér prestar:2Ef þér hlýðið ekki og látið yður ekki um það hugað að gefa nafni mínu dýrðina segir Drottinn allsherjar, þá sendi ég yfir yður bölvunina og sný blessunum yðar í bölvun, já ég hefi þegar snúið þeim í bölvun, af því að þér látið yður ekki um það hugað.3Sjá, ég hegg af yður arminn og strái saur framan í yður, saurnum frá hátíðafórnunum, og varpa yður út til hans.4Og þér munuð viðurkenna, að ég hefi sent yður þessa viðvörun, til þess að sáttmáli minn við Leví mætti haldast segir Drottinn allsherjar.5Sáttmáli minn var við hann, líf og hamingju veitti ég honum, lotningarfullan ótta, svo að hann óttaðist mig og bæri mikla lotningu fyrir nafni mínu.6Sönn fræðsla var í munni hans og rangindi fundust ekki á vörum hans. Í friði og ráðvendni gekk hann með mér, og mörgum aftraði hann frá misgjörðum.7Því að varir prestsins eiga að varðveita þekking, og fræðslu leita menn af munni hans, því að hann er sendiboði Drottins allsherjar.8En þér hafið vikið af veginum og leitt marga í hrösun með fræðslu yðar, þér hafið spillt sáttmála Leví segir Drottinn allsherjar.9Fyrir því hefi ég og komið yður í fyrirlitning og óvirðing hjá gjörvöllum lýðnum, af því að þér gætið ekki minna vega og eruð hlutdrægir við fræðsluna.10Eigum vér ekki allir hinn sama föður? Hefir ekki einn Guð skapað oss? Hvers vegna breytum vér þá sviksamlega hver við annan og vanhelgum sáttmála feðra vorra?11Júda hefir gjörst trúrofi og svívirðingar viðgangast í Ísrael og í Jerúsalem, því að Júda hefir vanhelgað helgidóm Drottins, sem hann elskar, og gengið að eiga þær konur, sem trúa á útlenda guði.12Drottinn afmái fyrir þeim manni, er slíkt gjörir, kæranda og verjanda úr tjöldum Jakobs og þann er framber fórnargjafir fyrir Drottin allsherjar.13Í öðru lagi gjörið þér þetta: Þér hyljið altari Drottins með tárum, með gráti og andvörpunum, þar sem eigi getur framar komið til mála, að hann líti vingjarnlega á fórnirnar né taki á móti velþóknanlegum gjöfum af yðar hendi.14Þér segið: Hvers vegna? Af því að Drottinn var vottur að sáttmálsgjörðinni milli þín og konu æsku þinnar, er þú hefir nú brugðið trúnaði við, enda þótt hún væri förunautur þinn og eiginkona þín eftir gjörðu sáttmáli.15Hefir ekki einn og hinn sami gefið oss lífið og viðhaldið því? Og hvað heimtar sá hinn eini? Börn sem heyra Guði til. Gætið yðar því í huga yðar, og bregð eigi trúnaði við eiginkonu æsku þinnar.16Því að ég hata hjónaskilnað segir Drottinn, Ísraels Guð, og þann sem hylur klæði sín glæpum segir Drottinn allsherjar. Gætið yðar því í huga yðar og bregðið aldrei trúnaði.17Þér hafið mætt Drottin með orðum yðar og þér segið: Með hverju mæðum vér hann? Með því, að þér segið: Sérhver sem illt gjörir, er góður í augum Drottins, og um slíka þykir honum vænt, eða: Hvar er sá Guð, sem dæmir?

2.2 Halda nafni Guðs í heiðri Jós 7.19; 1Sam 6.5; Jes 42.12; Jer 13.16; Slm 115.1; Jóh 9.24; Post 12.23; Opb 11.13
2.4 Sáttmálinn við Leví 4Mós 25.10-13; 5Mós 18.1-8; 33.8-11; Jer 33.20-22; Neh 13.29; Sír 45.23-26
2.6 Kenning prestanna 3Mós 10.11; 5Mós 21.5; 33.10; Esk 7.26; Hós 4.6; Neh 8.7-8; 2Kro 15.3; 17.7-9
2.7 Þekking prestanna Sak 7.3+
2.9 Hlutdrægir 3Mós 19.15; Slm 82.2-4; Jak 2.1-9; sbr 5Mós 10.17; Róm 2.11
2.10 Einn faðir 5Mós 32.6; Ef 4.6
2.11 Dóttir framandi guðs fyrir konu 1Kon 11.1-8; Esr 9-10; Neh 13.23-27
2.14 Drottinn var vottur Ef 5.25-32 – kona æsku þinnar Okv 5.18 – skilnaður-svik Matt 5.32; 19.1-9
2.15 Ein lifandi vera 1Mós 2.24; Matt 19.5
2.17 Þreyta Drottin Jes 43.24 – lán illra Mal 3.15; Jer 12.1-2; Hab 1.13; Slm 10.4-13; 37.1; 73.3-13; Job 21.7-33; Préd 8.11