Og Drottinn sagði til Aron: „Þú og þínir synir og þíns föðurs hús með þér skuluð bera misgjörning helgidómsins og þú og þínir synir með þér skuluð bera misgjörning yðars prestaembættis. En þú skalt taka þína bræður af þíns föðurs Leví slekti til þín so að þeir skulu vera hjá þér og þjóna þér. En þú og þínir synir með þér skuluð þjóna í vitnisburðarins tjaldbúð. Og þeir skulu taka vara uppá sinni þjónustu og á þeirri allri tjaldbúðarinnar þjónustu. Þó skulu þeir ekki koma við helgidómsins ker eða við altarið so að bæði þeir og þú megið ekki deyja. En þeir skulu vera hjá þér og taka vara á þjónustunni í vitnisburðarins tjaldbúð og á öllu embætti tjaldbúðarinnar og enginn framandi skal nálægjast yður.
So takið nú vara á helgidómsins þjónustu og svo á altarisins þjónustu svo að héðan í frá komi ekki meir höstug reiði yfir Ísraelssonu. Því sjá þú, ég hefi tekið yðar bræður Levítana af Ísraelssonum og skenkt yður þá, Drottni til einnrar gáfu, að þeir skyldu annast embætti í tjaldbúð vitnisburðarins. En þú og þínir synir skuluð taka vara á yðru prestaembætti svo þér þjónið í öllu því sem heyrir til altarinu og fyrir innan fortjaldið. Því ég gef yður yðart prestaembætti fyrir einn skenk. En komi nokkur framandi þar til þá skal hann deyja.“
Og Drottinn sagði til Aron: „Sjá, ég hefi gefið þér mínar upplyftingarfórnir af öllu því sem Ísraelssynir helga fyrir þitt og þinna sona prestaembætti, til einnrar eilífrar skikkunar. [ Það skaltu hafa af öllu því helgasta sem þeir offra, allar þeirra gáfur með öllu þeirra matoffri og með öllu þeirra syndoffri og með öllu þeirra skuldoffri sem þeir gefa mér, það skal vera þér og þínum sonum það allra helgasta. Og þú skalt eta það í þeim allra helgasta stað. Hvað kallkyns er skal eta þar af.
Og ég hefi gefið þér það sama upplyftingaroffur af þeirra gáfum með öllu Ísraelissona veifunaroffri, að þú og þínir synir, þínar dætur, skulu hafa þau fyrir eilífa skikkan. [ Og hvör sá sem hreinn er í þínu húsi skal eta þar af. Allt það besta af viðsmjörinu og allt það besta af víninu og allt það fyrsta af kornsins sáði sem þeir gefa Drottni það hefi ég gefið þér. Þann fyrsta ávöxt af öllu því sem er í þeirra landi sem þeir gefa Drottni það skal vera þitt. Hvör sem er hreinn í þínu húsi hann skal eta þar af.
Allt það sem bannfært er í Ísrael það skal vera þitt. Allt það sem fyrst opnar sinnar móður kvið af öllu holdi sem eir bera til Drottins, hvört það er af mönnum eða af fénaðinum, það skal vera þitt. [ Þó so að þú látir mannsins frumburð leysast aftur, sá frumburður af óhreinu fé skal og leysast. En þeir skulu leysa það þá það er eins mánaðar gamalt og það skal gefast laust fyrir peninga, fyrir fimm siclos eftir helgidómsins sikli, sem gildir tuttugu gera. En þá frumburði af nautum og sauðum eða geitum skaltu ekki láta til lausnar, því það er heilagt. Þeirra blóði skaltu stökkva á altarið og upptendra þeirra feiti til eins offurs og til eins sæts ilms fyrir Drottni. Þeirra kjöt skal heyra þér til líka sem veifunarbringan og sá hægri bógurinn heyrir þér til. Öll upplyftingaroffur sem Ísraelssynir helga Drottni hefi ég gefið þér og þínum sonum og þínum dætrum með þér, til einnrar eilífrar skikkunar. Það skal vera þér og þínu sæði með þér einn óforgengilegur sáttmáli fyrir Drottni ævinlega.“
Og Drottinn sagði til Arons: „Þú skalt ekkert eignast í þeirra landi og ekkert hlutskipti á meðal þeirra taka. Því ég er þitt hlutskipti og þinn arfur á meðal Ísraelssona. En ég hefi gefið leví sonu allar tíundir í Ísrael til eins arfs fyrir þeirra þjónustu sem þeir gjöra mér í vitnisburðarins tjaldbúð, að Ísraelssynir skulu ekki meir hér eftir fara til vitnisburðarins tjaldbúðar so að þeir hlaði ekki á sig nokkri synd og deyi. [ En Levítarnir skulu taka vara á þjónustunni í vitnisburðarins tjaldbúð og þeir skulu bera þeirra annarra misgjörninga til eins eilífs réttar hjá yðar eftirkomendum. Og þeir skulu ekkert arfagóss eignast meðal Ísraelssona, því ég hefi gefið Levítunum til eins arfs tíundir Ísraelssona sem þeir upplyfta fyrir Drottni. Því hefi ég sagt til þeirra að þeir skulu öngvan arf eignast á meðal Ísraelssona.“
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú við Levítana og seg þú til þeirra: Þá þér takið þá tíund af Ísraelssonum sem ég hefi gefið yður af þeim til yðars erfðagóss, þá skulu þér gjöra Drottni eitt upplyftingaroffur þar af, já þann tíunda part af tíundinni, og það yðart upplyftingaroffur skal reiknast yður, líka sem þér gæfuð kornið af hlöðunni og [ fyllinguna af vínþrúgunni. So skulu þér og gefa Drottni upplyftingaroffur af öllum yðar tíundum sem þér takið af Ísraelssonum, að þér gefið prestinum Aron það sama Drottins upplyft offur. Þér skuluð gefa Drottni upplyftingaroffur af öllu því sem yður gefst, af öllu því inu besta sem helgað verður þar af.
Og segðu til þeirra: Þá þér so upplyftið því [ besta þar af þá skal það reiknast Levítunum til, líka sem ein inntekt af kornhlöðunni og líka sem ein inntekt af vínpressunni. Og þetta megi þér eta á öllum stöðum, þér og yðar börn, því það eru yðar laun fyrir yðar þjónustu í vitnisburðarins tjaldbúð. Svo hlaðið ekki á yður syndum með því þá þér upplyftið því besta þar af og vanhelgið ekki Ísraelssona helgi, so skulu þér ekki deyja.“