Leviticus. III. Mósebók
Og Drottinn kallaði Mósen og talaði við hann úr vitnisburðarbúðinni og sagði: „Tala þú við Ísraelssonu og seg þú til þeirra: Hver af yður sem fórn vill færa Drottni, hann færi hana af kvikfé, nautum og sauðum. [
Vilji nokkur offra brennifórn af nautum þá skal hann offra því sem kallkyns er og vankalaust fyrir tjaldbúðarinnar vitnisburðardyrum, so það verði Drottni þakknæmt af hans hendi. [ Og hann skal leggja sína hönd yfir höfuð brennifórnarinnar, þá mun það verða þakknæmt og forlíka hann. Hann skal sæfa það unga naut fyrir Drottni og prestarnir, Arons synir, skulu bera blóðið fram og stökkva því í kringum altarið, það sem stendur fyrir dyrum vitnisburðarbúðarinnar. Og húðina skulu þeir flá af brennifórninni, so skal fórnin og höggvast í stykki. En Arons prests synir skulu gjöra eirn eld á altarið og leggja þar yfir við, síðan skulu þeir leggja stykkin á viðinn, sem er höfuðið og mörinn. En innyflin og lærin skulu þeir þvo í vatni. Og presturinn skal brenna það alltsaman á altarinu til brennioffurs. Það er eirn eldur til sætleiks ilms fyrir Drottni.
En vilji hann gjöra eitt brennioffur af sauðum eða geitum þá skal hann offra því sem er kallkyns og lýtalaust og skal slátra því hjá síðu altarisins í norður, fyrir Drottni. [ Og prestarnir, Arons synir, skulu stökkva blóðinu kringum altarið. Og það skal höggvast í stykki og presturinn skal leggja höfuðið og mörinn uppá viðinn og eldinn þann sem er á altarinu. En innyflin og fæturna skal hann þvo í vatni. Og presturinn skal offra því og brenna það alltsaman á altarinu til brennioffurs. Það er eirn eldur til sætleiks ilms fyrir Drottni.
En vilji hann offra Drottni brennioffri af fuglum þá láti hann það vera af turtildúfu eða af dúfuunga. [ Og presturinn skal bera það til altarisins og klyppa höfuið þar af so það sé brennt á altarinu og láta blóðið renna niður utan hjá altarinu en kasta sarpinum og hans fjöðrum í þá öskuhrúgu fyrir austan til hjá altarinu. Og hann skal kljúfa vængina og brjóta þá ekki af. Og so skal presturinn kveikja í viðnum á altarinu til brennioffurs. Það er eldur til eins sætleiks ilms fyrir Drottni.