LI.
Sálmur Davíðs fyrir að syngja þá Natan spámaður kom til hans eftir það hann hafði inngengið til Betsabe
Miskunna þú mér, Guð, eftir mikilli miskunnsemi þinni og eftir mikilleik miskunnsemda þinna þá afmá þú mitt ranglæti.
Þvo þú mig vel af illgjörð minni og hreinsa mig af synd minni.
Því að eg meðkenni mína misgjörð og mín synd er jafnan fyrir mér.
Þér einum hefi eg á móti brotið og illa breytt fyrir þér so að þú réttferðugur sért í þínum orðum og hreinn fundinn verðir nær eð þú dæmist.
Sjá þú, út af syndsamlegu sæði em eg getinn og í synd gat mig mín móðir.
Sjá, þú elskar sannleikann sem hulinn liggur, þú lætur mig vita þann heimuglega vísdóm.
[ Afleys mig með ysopo so að eg hreinsunst, þvo þú mig svo að eg snjáhvítur verði.
Lát þú mig fá að heyra fögnuð og gleði svo að þau beinin glaðvær verði sem þú hefur svo í sundurkramið.
Burtsnú þínu andliti frá mínum syndum og afmá þú allar mínar misgjörðir.
Hreint hjarta skapa þú, Guð, í mér og gef mér nýjan [ styrkvan anda.
Kasta mér ekki í burt frá þínu augliti og tak ekki þinn heilagan anda í frá mér.
Lát mig aftur fá huggun þíns hjálpræðis og sá máttarandi styrki mig.
Því að ómildum vil eg kenna þína vegu so það hinir réttlátu snúist til þín.
Frelsa mig í frá þeirri [ blóðskuldu, Guð, þú sem ert minn Guð og hjálpari, so að mín tunga lofi þitt réttlæti.
Drottinn, opna þú mínar varir svo að minn munnur kunngjöri þitt lof.
Því að þú hefur ekki neina vild til offursins annars þá mundi eg gefa þér það og brennioffrið þóknast þér ekki.
Það offrið sem Guði þóknast er harmþrunginn andi, eitt harmþrungið og sundurkramið hjarta þa muntu, Guð, ekki fyrirlíta.
Gjör þú vel viður Síon eftir þinni gófýsi, uppbygg þú múrveggina Jerúsalem.
Þá mun þér þóknast offrið réttlætisins, brennioffur og allar fórnir, þá munu þeir uxum offra yfir þínu altari.