XL.
Eg hef enn að segja nokkuð meira því að eg em líka sem fullt tungl. [ Heyrið mér, þér heilögu börn og vaxið so sem rósir plantaðar við vatsæður og gefið af yður sætan ilm so sem reykelsið, blómgist þér sem liljur og ilmið vel. Syngið loflega og lofið Drottin í öllum sínum verkum, prísið nafn hans dýrðlega, þakkir gjörið honum og lofið hann með söng og hörpuslætti, so segjandi í þakkargjörðinni:
Öll verk Drottins eru harla góð og hvað hann býður það sker í réttan tíma og menn þurfa ekki að segja: [ „Hvað skal það?“ Því að í sinn tíma koma þau sem óskuð líka sem þá að fyrir hans boðorð [ stóð vatnið so sem múraðir veggir og fyrir hans orð stóðu vötnin rétt sem væri þau höndluð. Því að hvað sem hann fyrir sitt boðorð tilskikkar það er ljúflegt og menn þurfa um öngvan brest að klaga á hans hjálp.
Allra manna verk eru honum kunnig og fyrir hans augum er eigi neitt leynilegt. Hann sér alla hluti frá upphafi veraldar allt til enda veraldar og honum er engi hlutur nýr. Menn þurfa ekki að segja: „Hvað skal það?“ Því hann hefur sérhvað skapað að það skuli til nokkurs stoða.
Því að hans blessan flýtur fram sem annað vatn og döggvar jörðina og sem annað vatsflóð. Hér í móti hæfir hans reiði þá inu heiðnu so sem þá hann lætur votsamt land upp þorna.
Hans verk eru hjá heilögum réttileg en hinir óguðræknu hneykslast þar af. Allt það sem skapað er frá upphafi er góðum gott en óguðrækum skaðsamlegt.
Maðurinn þarf sér til lífsuppheldis vatn, eld, salt, mjöl, járn, mjólk, hunang, vín, viðsmjör og klæðnað. Þetta allt kemur góðum til góða en ómildum til skaða.
So eru og vindar nokkurn part til hefndar skapaðir og með sínum stormum gjöra þeir skaða. Og þegar koma skal ströffunin so æðast þeir og úthella reiði þess sem þá skapað hefur.
Eldur, hagl, hungur og dauði, slíkir hlutir allir eru til hefndar skapaðir, villudýr, scorpiones, höggormar og sverðið er til hefndar skapað þá inu óguðræku að fordjarfa. Með fagnaði gjöra þeir sína bífalning og eru reiðubúnir hvar sem hann þarf þeirra við á jörðunni og þegar sá tími kemur láta þeir ekki af.
Það er það sem eg uppbyrjaði og þenkta að skrifa, einkum það: Öll verk Drottins eru góð og sérhvert í sínum tíma nytsamlegt so menn þurfa ekki að segja: „Þau eru ekki öll góð“ því að sérhvert er í sinn tíma kostulegt. Þar fyrir skulu menn lofa nafn Drottins og þakkir gjöra af hjarta og munni.
Það er einn aumlega hörmulegur hlutur um allra manna líf frá móðurkviði allt til þess þeir eru í jörðina grafnir hver að er allra vorra móðir. [ Það er ætíð [ áhyggja, ótti, von og með seinasta dauðinn, jafnvel hjá þeim í stórum heiðri sitja sem hjá þeim minnsta á jörðu, jafnvel hjá þeim sem silki og kórónu bera sem hjá þeim sem klæddir eru grárri hempu. Þar er jafnan [ reiði, vandlæting, mótgangur, ófriður og dauðans háski, öfundsemi og hatur. Og nær einn skal hvílast og sofa í sinni sæng á náttarþeli koma honum í hug margvíslegar hugsanir. Og þó hann alla reiðu nokkra hvíld hafi svo er það þó einkisvert því að hann skelfist í draumi líka sem sæi hann óvini koma. En þegar hann vaknar og sér hann er öruggur svo fer honum sem þeim er komið hefur úr orustu og er ofsaglaður að hans ótti er einkisverður. Slíkt skeður öllu holdi, bæði mönnum og kvikindum, en óguðrækum manni sjöfaldlega framar.
Morð, blóðsúthelling, hatur, sverð, ólukka, hungur, fordjörfun og plága, allt þetta er skikkað í gegn óguðrækum því að fyrir þeirra skuld hlaut vatsflóðið að koma.