Davíðs ráðagjörð að byggja musteri.

1Og Davíð mælti: hér skal hús Guðs Drottins standa, og hér altarið til Ísraels brennifórna2Og Davíð skipaði að samansafna útlendingum í Ísraels landi, og tilsetti steinhöggvara, til að höggva steina til Guðs húss byggingar.3Og Davíð hafði dregið að mikið járn í nagla til vængja hurðanna og til að negla með, og mikið af eiri, svo ei varð vegið,4og sedrus við, svo ei varð tölu á komið, því þeir í Týrus og Sídon höfðu fært Davíð mikinn sedrus við.5Því Davíð hugsaði: sonur minn Salómon er vanmáttugt barn, og hús skal Drottni byggja, sem á að vera ákaflega stórt, til frægðar og ágætis í öllum löndum; því vil eg afla honum fanga. Og svo aflaði Davíð mikilla fanga áður en hann dó.
6Og hann kallaði Salómon sinn son, og bauð honum að byggja Drottni, Ísraels Guði, hús.7Og Davíð mælti til Salómons: sonur minn, eg hafði í hyggju að byggja hús nafni Drottins, míns Guðs.8En orð Drottins kom til mín og sagði: miklu blóði hefir þú úthellt, og miklar orrustur hefir þú háð; þú skalt ekki byggja hús mínu nafni, því ærna blóði hefir þú úthellt á jörðina fyrir mér.9Sjá! sonur mun þér fæðast, hann mun verða kyrrlátur maður, og eg mun láta hann hafa ró fyrir öllum sínum óvinum allt um kring; því Salómon (friðgóði) skal hann heita, og meðan hann lifir vil eg leiða frið og ró yfir Ísrael.10Sá hinn sami skal byggja hús mínu nafni, og hann skal vera mér sonur og eg honum faðir, og eg vil festa hásæti hans konungdóms yfir Ísrael að eilífu.11Nú, minn son, Drottinn sé með þér, að þér takist það, og að þú byggir hús Drottins þíns Guðs, eins og hann hefir um þig talað.12Drottinn gefi þér vísdóm og skilning og láti þig ríkja yfir Ísrael, og halda lögmál Drottins þíns Guðs.13Þá muntu verða lukkulegur, þegar þú gætir þess að gjöra eftir setningum og réttindum þeim sem Drottinn bauð Móses, handa Ísrael. Vertu fastur fyrir og sterkur, óttastu ekki, vertu ei huglaus!14sjá! í öllu mínu basli hefi eg dregið að gull til Drottins húss, hundrað þúsund vættir, og silfur, þúsund sinnum þúsund vættir, og eirið og járnið verður ekki vegið; því mikið er af því, og viða og steina hefi eg aflað; þar máttu enn nú við auka.15Og hjá þér eru margir verkamenn, steinhöggvarar, og þeir sem geta unnið að tré og steinum, og menn sem hafa hagleik til alls konar verka.16Gullið og silfrið og eirið og járnið verður ei talið. Tak þú þig til og framkvæm þú það! og Drottinn sé með þér!
17Og Davíð bauð öllum Ísraels höfðingjum að styrkja son sinn Salómon.18„Er ekki Drottinn yðar Guð með yður og hefir hann ei gefið yður frið á allar hliðar? því hann hefir gefið í mína hönd landsins innbúa, og landið er unnið undir Drottin og hans fólk.19Og snúið nú yðar hjörtum og sálum til þess, að leita Drottins yðar Guðs; og takið yður til, og byggið helgidóm Drottins Guðs, að þér getið flutt þangað sáttmáls örk Drottins og þau helgu áhöld Guðs, í það hús, sem er byggt nafninu Drottins“.

V. 1. 2 Sam. 24. 1.