1Heiðra læknirinn sakir þarfarinnar með tilhlýðilegum heiðri; því Drottinn hefir líka skapað hann.2Því frá þeim æðsta kemur lækning, og kóngarnir senda honum gáfur (læknirnum).3List læknisins upphefur hans höfuð, og gjörir hann aðdáanlegan fram fyrir höfðingjum.4Drottinn lætur læknismeðöl spretta á jörðinni, og sá skynsami forsmáir þau ekki.5Sætnaði ekki vatnið af trénu, til þess að hans máttur þekkist? (2 Msb. 15,25).6Og hann gaf mönnum þekkinguna, til þess að víðfrægja sig í sínum dásemdarverkum.7Með þeim læknar hann, og burt tekur hans (mannsins) erfiðleika.8Apotekarinn gjörir af þessu blöndu, og aldrei fulllærir hann sitt verk, og velvegnan útbreiðist frá honum um alla jörðina.
9Afræk ei þetta barn, í þínum sjúkleika, heldur bið Drottin, og hann mun lækna þig.10Lát af misgjörðum og bæt þína breytni, og hreinsa þitt hjarta af allri synd.11Framber sætan ilm og matoffur og hveitimjöl, og feita fórn, eins og þú værir sálaður.12Og lát læknirinn koma, því Drottinn hefir hann líka skapað og lát hann ekki frá þér, því þú þarft hans við.13Þar gefast tímar á hvörjum það heppnast þeirra höndum.14Því líka biðja þeir Drottin að hann láti þeim (sér) takast að útvega svíun og lækna til lengingar lífsins.15Sá sem syndgar fyrir sínum skapara, sá falli í læknisins hendur!
16Barn, úthell tárum yfir þann andað og byrja harmaklögun eins og út af miklum missir! bú um hans lík eins og vera ber, og vertu ei hirðulaus um hans greftrun.17Grát beisklega, kveina kappsamlega, og harma samkvæmt hans verðugleika,18einn eða tvo daga, sakir ills umtals: Hresstu síðan af þér harminn.19Því af harmi kemur dauðinn, og hjartasorg beygir kraftinn.20Með líkförinni fer og sorgin framhjá og hjartans angurværð a).21Ofursel ei hjarta þitt hryggðinni, hrind henni frá þér, með því að hugsa til þess seinasta.22Gleym þessu ei, því ekki er afturkoma. Honum (sem dáinn er) getur þú ekki hjálpað, en gjört skaða sjálfum þér.23Hugsaðu til hans afdrifa; því þau eru sem þín: í dag mér, á morgun þér.24Við hvíld hins dauða lát og þína endurminning hvíla og hugga þig eftir hann, þá hans andi er skilinn við.
25Viska hinna skriftlærðu (dafnar) í sælu næði, og sá verður vitur á hvörjum létt er störfum.26Hvörnig getur sá vitur orðið sem stýrir plógnum, og stærir sig af broddstafnum, rekur nautin og fæst við þeirra verk, og hvörs tal er aðeins um ungneyti?27Sínu sinni stefnir hann einasta til þess að plægja, og sinni áhyggju til fóðurs handa nautunum.28Svo er og hvör húsasmiður og verkmeistari, sem lifir eins nótt sem dag; sá sem stingur signetshringi; þessháttar manns stöðug viðleitni er að búa til margslags myndir; sínu sinni snýr hann til þess að gjöra eftirmyndina líka, og vinnur seint og snemma að því, að ljúka við verkið.29Sömuleiðis smiðurinn sem situr við steðjann og gefur gaum járnsmíðinu. Eldgufan eyðir hans líkama, og hann stríðir við smiðjuhitann.30Hamarshöggið deyfir hans eyra, og hans augu stara á mynd þess, er hann smíðar eftir.31Allan hug hefir hann á því, að ljúka við verkið; og seint og snemma situr hann við það að klára verkið með nettleika.32Eins leirsmiðurinn, sem situr við sína vinnu, og snýr hjólinu með sínum fótum; sá sem er í sífelldri áhyggju, sökum síns verks, og í hvörjum afmælt er hans verk.33Með sínum höndum myndar hann leirinn, að því sem er fyrir fótunum, beygir hann sinn kraft.34Huga sínum snýr hann til þess að húða leirinn til fulls, og seint og snemma, er hann að því, að hreinsa ofninn.
35Allir þessir reiða sig á sínar hendur, og hvör einn sýnir list á sínu verki.36Án þeirra verður engin borg byggð, og engin getur þar gist né þar um gengið.37En í söfnuðinum skara þeir ekki fram úr, sitja ekki í dómarasæti, rannsaka ekki lögbókina,38og ekki geta þeir heldur auglýst réttindi og réttvísi; og þeir finnast ei (vinna) að spakmælum.39En þeir festa sköpun aldarinnar, og þeirra löngun miðar til listarinnar verka.
Síraksbók 38. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:46+00:00
Síraksbók 38. kafli
Enn nú sundurlaus sannmæli.
V. 20. a. Eftir orð: líf þess fátæka í hjartanu.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.