XXXVIII.

Son minn, prófa hvað heilnæmt er þínu lífi og sjá hvað því er óheilnæmt, það gef því ekki. Því að alls konar þénar ekki hverjum manni, so hentar eigi hverjum manni alls kyns.

Offyll þig eigi af alls konar neyslulegri fæðu og neyttu ekki gráðuglega því að mikið át gjörir sjúkleik og óseðjanlegur átmaður fær innantökur. [

Margir hafa sig til dauðs etið en sá sem hóflega etur lifir þess lengur.

Heiðra læknarann með tilheyrilegum heiðri so þú hafir hann þér vísan í nauðsyn. [ Því að Drottinn hefur skapað hann og lækningslistin kemur af Hinum hæsta og konungarnir heiðra hann. Listin læknisins upphefur hann og gjörir hann mikinn hjá höfðingjum og herrum.

Drottinn lætur lækningina af jörðunni vaxa og einn skynsamur maður foraktar hana ekki. Varð þó það beiska vatnið sætt af einu tré so að menn skyldu kenna hans kraft. Og hann hefur slíka list mönnum gefið so að hann verði dýrkaður fyrir sínar dásemdir. Þar læknar hann með og minnkar sárindin og smyrslamakarinn gjörir þar af læknislyf. Snöggt að segja: Guðs verk kunna menn eigi öll að greina og hann gefur allt það gott sem á jörðunni er.

Son minn, fyrirlít þig ekki þá þú ert sjúkur. [ Bið þú heldur Drottin, þá mun hann lækna þig. [ Láttu af syndum og gjör hendur þínar óstraffanlegar og hreinsa hjarta þitt af allri misgjörð. Offra sætan ilm og hveitissalla til minnisfórnar og gef þú feita fórn rétt sem eigir þú þá héðan. Síðan láttu læknarann koma til þín. Því að Drottinn hefur skapað hann og lát hann eigi burt frá þér meðan þú þarft hans við.

Sú stund kann koma að hinum sjúka alleina fyrir hinna hjálp veitist þegar þeir biðja Drottin að hann skuli batna og sá heilbrigði lengur að lifa.

Hver hann syndgast fyrir sínum skapara sá hlýtur undir læknarans hendur að koma.

Son minn, þegar nokkur andast so grát þú hann og harma sem þér hafi mikið á móti gengið og sveipa hans líkama eftir venjulegum hætti og veit honum ærlegan gröft. [ Þú skalt beisklega gráta og af hjarta hryggur vera og bera harm eftir því sem hann hefur verið hið allra minnsta einn dag eður tvo so að menn megi ekki neitt vont til þín leggja. Og hugga þig einnin aftur svo að þú hryggist ekki því að af hryggð kemur dauði og hjartans hryggð minnkar máttinn.

Hryggð og fátækt gjörir angur í hjartanu í freistninni og [ yfirgengur.

Lát hryggðina eigi koma í þitt hjarta heldur hrind þú henni frá þér og hugsa á [ endann og gleym því eigi því þar er ekki afturhvarf, það hjálpar honum eigi og þú gjörir þér skaða. Hugsa til hans: Líka sem hann hefur dáið so hlýtur þú að deyja. Í gær var það á mér, í dag er það á þér.

Á meðan sá dauði liggur í hvíld so gef þú einnin upp til hans að hugsa og hugga þig aftur yfir honum fyrst hans önd er héðan við skilin.