1Þess vegna ber oss því framar að halda huganum stöðugum við þann lærdóm, er vér höfum heyrt, að ekki villumst vér frá honum.2Því hafi sá lærdómur, sem kunngjörður var fyrir englanna milligöngu stöðugur staðið og öll yfirtroðsla og óhlýðni gegn honum fengið sín makleg málagjöld,3hvörnig skyldum vér þá geta sloppið hjá hegningu, ef vér vanrækjum svo heilsusamlegan lærdóm, hvörn Drottinn vor sjálfur hóf fyrstur að kenna og sem síðan er staðfestur til vor kominn frá þeim, er hann heyrðu.4Þar Guð sjálfur styrkti þeirra vitnisburð með táknum, undrum, margs konar kraftaverkum og heilags Anda útbýtingu eftir sinni velþóknun.5Því ekki gaf hann englunum vald yfir þeim komanda heimi a), um hvörn vér hér tölum.6En svo hefir viss maður komist að orði einhvörs staðar: hvörsu veglegur er maðurinn að þú skulir minnast hans, eða mannsins sonur að þú skulir líta til hans.7Um stundarsakir gjörðir þú hann englunum óæðri, með vegsemd og heiðri krýndir þú hann og settir hann yfir verk þinna handa.8Alla hluti lagðir þú undir hans fætur; en fyrst hann gjörði honum alla hluti undirgefna, þá hefir hann ekkert það eftirskilið, er ekki sé undir hann lagt. En vér sjáum þó enn þá ekki að allir hlutir séu undir hann gefnir.9En þar á móti sjáum vér, að Jesús, sem um stundarsakir var gjörður englunum óæðri, er, vegna þess hann dauðann þoldi, með dýrð og vegsemd kórónaður, svo að hann af Guðs náð liði dauðann fyrir alla.10Því það hæfði þeim, fyrir hvörn og af hvörjum allt er gjört, þeim, er leiðir marga sonu til dýrðar, dýrðlegan að gjöra höfund þeirra velferðar eftir afstaðnar líðanir.11Því sá, sem helgar og þeir, sem helgaðir verða, eru allir börn eins föðurs, þess vegna fyrirverður hann sig ekki að kalla þá bræður þar hann segir:12eg vil kunngjöra þitt nafn bræðrum mínum, mitt í söfnuðinum vil eg syngja þér lof.13Og enn annars staðar: á hann vil eg setja mitt traust og þar á eftir: sjá hér em eg og þau börn, er Guð gaf mér.14En af því börnin hafa hold og blóð, þá er hann einnig orðinn þess hluttakandi, svo að hann með (sínum) dauða gæti svipt krafti dauðans yfirráðanda, það er: djöfulinn, og frelsað þá,15sem af ótta fyrir dauðanum lifðu allan sinn aldur undir ánauðaroki.16Því vegna þess hann enganveginn að sér tók englana, heldur Abrahams niðja,17þá hlaut hann í öllu að gjörast bræðrum sínum líkur, svo hann verða kynni miskunnsamur og trúlyndur Höfuðprestur í sínu embætti fyrir Guði, þá hann friðþægði fyrir fólksins syndir.18Því vegna þess hann hefir sjálfur mátt kenna á freistingum, þá getur hann hjálpað þeim, sem freistaðir verða.
Hebreabréfið 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:02+00:00
Hebreabréfið 2. kafli
Áminning að halda við lærdóminn vegna Krists hátignar og forlíkunar.
V. 2. Mósis lögmál. Post. g. b. 7,53. Gal. 3,19. 5 Mós. b. 27,26. V. 3. Hebr. 10,29. 12,25. Mark. 1,14.15. V. 4. Mark. 16,20. Post. g. b. 2,22. 14,3. 2 Kor. 12,11. V. 5. a. Þ. e. Messíasar ríki. V. 6. Sálm. 8,5. fl. V. 7. Efes. 1,21. V. 8. Matt. 28,18. Kap. 10,13. V. 9. Fil. 2,8.9. Post. gb. 2,33. 1 Jóh. 2,2. V. 10. Jóh. 1,3. Róm. 11,36. Lúk. 24,26. Post. gb. 3,15. Kap. 5,31. V. 11. Kap. 13,12. Jóh. 17,19. Matt. 12,50. Jóh. 15,14. 20,17. V. 12. Sálm. 22,23.26. V. 13. Sálm. 18,3. Esa. 8,18. Jóh. 10,29. 17,6.9. V. 14. Jóh. 1,14. Esa. 23,8. Hós. 13,14. 2 Tím. 1,10. V. 15. Lúk. 1,74. Róm. 8,15. V. 17. Kap. 4,15.16. 5,2. v. 1.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.