II.
Þar fyrir byrjar oss að gefa þess framar gaum að því orði það vér heyrum so að vér fordjörfunst ekki. Því ef það orð er stöðugt vorðið sem fyrir englana er talað og hver yfirtroðning og óhlýðni hefur meðtekið sín réttferðug laun, hvernin viljum vér þá umflýja ef vér gætum ekki slíkrar sáluhjálpar, hver helst að hafði sitt prédikunarupphaf fyrir Drottin? [ En hún er komin til vor af þeim sem hana heyrðu og Guð gaf henni vitni með táknum og dásemdum og margháttuðum kraftaverkum og með útskiptingu heilags anda eftir sinni vild.
Því að hann hefur ekki englunum undirgefið þá eftirkomandi veröld þar vér ásegjum. Það vottar enn nokkur í einhverjum stað, so segjandi: [ „Hvað er maðurinn að þú minnist hans og mannsins son að þú vitjir hans? Litla stund hefur þú hann englana þarnast látið. Með dýrð og heiðri kórónaðir þú hann og settir hann yfir verk þinna handa. Alla hluti hefur þú undrilagt hans fótum.“ Í því að hann undirlagði honum alla hluti þá hefur hann ekkert fráskilið það honum sé eigi undirgefið. En nú fyrst að sinni sjáu vér ekki það honum sé allir hlutir undirgefnir. En þann sem um stundarsakir hefur englana þarnast sjáum vér að þar er Jesús fyrir píslan dauðans kórónaður með dýrð og heiðri upp á það að hann af Guðs náð fyrir alla dauðann smakkaði.
Því að það sæmdi þeim hvers vegna allir eru og fyrir þann allir hlutir eru, sá mörg börn hefur til dýrðarinnar laðað, það hann höfðingjann þeirra sáluhjálpar fyrir píslina fullkominn gjörði. Með því þeir koma allir út af einum, bæði sá sem helgar og þeir sem helgaðir verða. Fyrir því blygist hann ekki einnin þá bræður að kalla og segir: [ „Kunngjöra mun eg nafn þitt mínum bræðrum og mitt í söfnuðinum þér lof syngja.“ Og enn aftur: [ „Upp á hann mun eg minn átrúnað setja.“ Og enn annað sinn: [ „Sjá þar, eg og þau börn sem Guð hefur mér gefið.“
Nú með því að börnin hafa til samans hold og blóð er hann einnin í sama máta þess hluttakari orðinn upp á það að hann magtina tæki fyrir dauðann frá þeim sem dauðans magt hafði, það er djöflinum, og endurleysti þá sem fyrir ógn dauðans hlutu um alla ævi í þrælkan að vera. Því að eigi neins staðar annast hann englana heldur annast hann það sæði Abrahams. Hvaðan af hann hlaut fyrir alla hluti sínum bræðrum líkur að verða upp á það hann miskunnsamur yrði og trúlyndur biskup fyrir Guði til að forlíka fólksins syndir. Því að í því sem hann hefur liðið og freistaður er þá kann hann þeim að hjálpa sem freistaðir verða.