2Það er hrósvert, bræður! að þér minnist mín í öllu og haldið þær reglugjörðir, sem eg hefi tilsett.3En vitið það, að Kristur er hvörs karlmanns höfuð, en karlmaðurinn konunnar höfuð, en Guð Krists höfuð.4Hvör sá karlmaður, sem biður eður spáir með höfuðfati á höfði, óvirðir sitt höfuð.5En hvör kona þar á móti, sem biður eður spáir með beru höfði, óvirðir höfuð sitt, því það er eins og höfuðhár hennar væri burtrakað.6Ef konan vill ekki hylja sig, þá láti hún og afraka sitt höfuðhár; en ef það er konu vansi að klippast eður rakast, þá hylji hún höfuð sitt.7Karlmaðurinn á ekki að hylja höfuðið, því hann er ímynd og geisli Guðs dýrðar, en konan er þar á móti geisli mannsins dýrðar.8Maðurinn er ekki af konunni, heldur konan af manninum;9ekki er heldur maðurinn skapaður vegna konunnar, heldur konan vegna mannsins.10Þess vegna ber konunni að bera lotningarmerki á höfði sér sakir englanna.11Samt er hvörki maðurinn án konunnar né konan án mannsins eftir Drottins tilætlun.12Því eins og konan er af manninum, svo er og maðurinn af konunni; en allt er af Guði.13Hugsið eftir með sjálfum yður, hvört það sómir konu að biðja til Guðs berhöfðaðri?14eður segir ekki yðar eigin náttúra yður, að karlmanni er það til vanvirðu að láta hár sitt vaxa?15en aftur á móti konu sæmd að láta hár sitt vaxa, því henni er hárið gefið í skýlu stað.16En vilji nokkur þrátta hér um, þá viti hann, að vér höfum ekki slíka venju og ekki heldur Guðs söfnuðir.
17Undireins og eg get þessa, vil eg ekki hrósa því, að þér komið saman, ekki til ens betra, heldur til ens verra.18Fyrst heyri eg, að þegar þér komið saman í söfnuðinum, sé sundurlyndi yðar á milli og að nokkru leyti trúi eg því.19Flokkadrættir verða að vera yðar á milli, svo að þeir þekkist úr, sem góðir eru.20Þegar þér komið til samans, er það ekki til að halda Drottins kvöldmáltíð,21því hvör tekur sína sælu fyrifram fyrir sig, þegar til borðhaldsins kemur, svo einn er svangur, en annar of mettur.22Hafið þér ekki heimili hvar þér getið etið og drukkið? eður fyrirlítið þér Guðs söfnuð og forsmáið þá, sem fátækir eru? Hvað á eg að segja yður? á eg að hrósa yður? fyrir þetta hrósa eg yður ekki.23Eg hefi meðtekið af Drottni það, sem eg hefi kennt yður, að Drottinn Jesús, á þeirri nótt, sem hann var svikinn, tók brauðið, gjörði þakkir, braut það og sagði:24þetta er minn líkami, sem fyrir yður verður brotinn; gjörið það í mína minningu.25Sömuleiðis og svo kaleikinn eftir kvöldmáltíðina segjandi: þessi kaleikur er nýr sáttmáli í mínu blóði, gjörið þetta, svo oft, sem þér drekkið, í mína minningu.26Svo oft, sem þér etið þetta brauð og drekkið af þessum kaleik, minnist á dauða Drottins þangað til hann kemur a).27Hvör þar fyrir, sem etur þetta brauð og drekkur af kaleik Drottins óverðuglega, sá verður sekur við Drottins líkama og blóð.28Sérhvör prófi sig þar fyrir sjálfan og eti síðan af brauðinu og drekki af kaleiknum;29því sá, sem óverðuglega etur og drekkur, hann etur og drekkur sér til dómsáfellis, þar eð hann ekki gjörir greinarmun á Herrans líkama.30Þar fyrir eru svo margir á meðal yðar veikir, vanmáttugir og margir dánir.31En ef vér prófum oss sjálfa, þá værum vér ekki dæmdir.32En þegar Drottinn straffar, þá er það til betrunar, svo vér ekki skulum fordæmast með heiminum.33Þar fyrir, bræður mínir! þegar þér komið saman til máltíðar, þá bíðið hvör eftir öðrum.34Ef nokkurn hungrar, eti hann heima, svo að þér ekki komið saman yður til fordæmingar. Hitt annð mun eg tilsetja þegar eg kem.
Fyrra Korintubréf 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:46+00:00
Fyrra Korintubréf 11. kafli
Lastar, að men víki frá viðtekinni venju við útvortis guðsdýrkun. Áminnir að sýna bróðurlegan kærleika við kvöldmáltíðina og forðast manngreinarálit og alla ósæmilega hegðun, svo menn gjöri sig ekki straffs seka.
V. 3. 1 Mós. b. 3,16. Ef. 5,23. 1 Tím. 2,12. Kap. 3,23. 15,27.28. V. 5. Lúk. 1,67. 2 Mós. b. 15,20. sbr. við 1 Kor. 14,34.35. V. 6. 4 Mós. b. 5,18. V. 7. 1 Mós. b. 1,27. V. 8. 1 Mós. b. 2,21–23. V. 9. 1 Mós. b. 2,18. V. 10. sbr. Tob. 3,8. 6,14. sbr. Skgr. við Kap. 10,20. V. 11. Gal. 3,28. V. 12. v. 8. 1 Mós. b. 1,27. V. 17. v. 22. V. 20. Matt. 26,26–28. Mark. 14,22–24. Lúk. 22,19.20. samanb. við 2 Mós. b. 12 og 24 Kap. V. 25. þ. e. þessi kaleikur er sú nýja trú (Gal. 4,24), sem staðfestist með mínu blóði, samanb. 2 Mós. b. 24,8. V. 26. a. Post. g. b. 1,11. 1 Kor. 4,5. V. 28. 2 Kor. 13,5. Gal. 6,4. V. 31. þ. e. straffaðir. V. 32. Spek. b. 16,11. sbr. Orðskv. b. 23,13. Hebr. 12,5. og eftirf. v.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.