XI.

Eg lofa yður, góðir bræður, það þér leggið mig í minni í öllum hlutum og haldið þann siðvana er eg setta yður. [ En það vil eg að þér vitið að Kristur er hvers manns höfuð en konunnar höfuð er maðurinn en höfuð Krists er Guð. Og hver sá maður sem biður eða spár með skýldu höfði hann óvirðir sitt höfuð. Og hver sú kona sem biður eður spár með beru höfði hún óvirðir sitt höfuð því að það er eins sem væri hennar höfuðhár í burt rakað. Vill hún eigi skauta sér þá rakist af hennar höfuðhár. En fyrst það er ljótt fyrir konuna að hafa afrakað hár eða sköllótt höfuð þá faldi hún sér.

En karlmaðurinn skal ekki falda höfuð sitt með því hann er Guðs mynd og sómi. Konan er mannsins sómi. Því að maðurinn er eigi af konunni heldur konan af manninum. Maðurinn er eigi skapaður vegna konunnar heldur konan vegna mannsins. Þar fyrir skal konan hafa [ veldi á sínu höfði fyrir englanna sakir. En þó er hverki maðurinn án konunnar né konan án mannsins í Drottni. Því að líka so sem konan er af manninum so kemur og maðurinn fyrir konuna en allir hlutir af Guði.

Dæmi þér sjálfir yðar á milli hvort það hæfir konunni að biðjast fyrir Guði óskautuð. Kennir yður ekki náttúran sjálf að það sé lýti fyrir karlmanninn hann hafi sítt hár en konunni að sönnu sómi það hún hafi síða lokka? Af því hárið er henni til skýlingar gefið. En ef sá er einhver yðar á milli sem þrætusamur vill vera hann viti það að vér höfum eigi slíkan siðvana og eigi heldur Guð söfnuður.

En þetta hlýt eg að bjóða, ekki hrósandi því það þér komið ei saman til betrunar heldur til vesnunar. [ Í fyrstu þá þér komið til samans í samkudnunum heyri eg að þar er sundurlyndi yðar á milli og eg trúi að það sé og nokkurn part. Því að þar hljóta ágreiningar að vera yðar á milli so að þeir reyndir eru opinberir verði yðar á milli. Þá þér komið nú til samans þá haldi þér ei Drottins kveldmáltíð. Því nær þér skuluð kveldmáltíðina halda þá tekur hver yðar sína eiginlega fæðu áður en annar er hungraður, hinn annar er drukkinn. Hvert hafi þér engin hús þar þér kunnið að eta og drekka? Eða forsmái þér Guðs söfnuð og skammið þá sem ekki hafa? Hvað skal eg segja yður? Skal eg lofa yður? Í þessu lofa eg yður ekki.

Það hvað eg hefi af Drottni meðtekið það hefi eg yður fengið. [ Af því að Drottinn Jesús, á þeirri nótt er hann var svikinn, tók hann brauðið, gjörandi þakkir, braut það og sagði: „Takið, etið. Þetta er minn líkami sá fyrir yður verður gefinn. Gjörið það í mína minning.“ Líka einnin kaleikinn eftir það hann hafði kveldmáltíðina etið, segandi: „Þessi kaleikur er nýtt testament í mínu blóði. Gjörið þetta so oft sem þér drekkið þar af í mína minning.“

Því að so oft sem þér bergið af þessu brauði og drekkið af þessum kaleik skulu þér kunngjöra þar með dauða Drottins þangað til hann kemur. Hver hann etur nú af þessu brauði og drekkur af þessum kaleik Drottins óverðugur sá er sekur við hold og blóð Drottins. En hver maður prófi sig sjálfur og eti so af þessu brauði og drekki af þessum kaleik. Því að hver hann etur og drekkur óverðugur sá etur og drekkur sjálfum sér dóm með því hann gjörði eigi [ greinarmun á Drottins líkama.

Fyrir það eru so margir sjúkir og veiklegir yðar á milli og þeir margir sem sofnaðir eru. Því ef vér dæmdum oss sjálfir þá yrðu vér eigi dæmdir. En nær vér dæmunst þá verðum vér af Drottni tyftaðir upp á það vér fyrirdæmunst eigi með þessum heimi. Fyrir því, bræður mínir, nær þér komið til samans að neyta þá bíði hver annars. En ef einhvern hungrar þá eti sá heima so að þér komið ei saman til dómsáfellis. En hitt annað vil eg skikka þá eg kem.