1Drottinn talaði til mín svolátandi orðum:2þú mannsins son, ávíta þú, vanda þú um við þá blóðseku borg, og leið henni fyrir sjónir allar hennar svívirðingar,3og seg: Svo segir Drottinn alvaldur: þú borg, sem úteys blóði innan þinna borgarveggja, til þess að leiða yfir þig hegninguna, og gjörir þér afguði, til þess að saurgast á!4Þú ert sek orðin til þess blóðs, sem þú úthellir; þú ert orðin saurguð af þeim skurðgoðum, sem þú býr til handa þér; þú hefir flýtt fyrir óláni þínu, og ert komin af fótum fram b). Þess vegna skal eg gjöra þig að háðung meðal heiðingjanna, og að athlægi allra landa;5nær og fjær skalt þú hædd verða, þú illa ræmda og styrjaldarsama borg!6Sjá! höfðingjar Ísraelsmanna, sem í þér búa, úthella blóði, hvör sem betur getur.7Hjá þér eru faðir og móðir fyrirlitin, útlendingum ofríki gjört, ekkjur og föðurleysingjar undirokaðir:8þú fyrirlítur mína helgidóma, og vanhelgar mína hvíldardaga.9Hjá þér eru bakmælgismenn, sem koma manndrápum til leiðar; hjá þér eru blótfórnir etnar á fjöllum uppi, og alls konar illlifnaður í frammi hafður:10faðirinn er smánaður hjá þér, og komið nærri konu, þá hún er óhrein:11illlifnaður er framinn með konu náungans, sonarkonan ófrægð með smán, og samfeðra systkin leggjast hvört með öðru:12menn taka fé til höfuðs öðrum, þú gjörir okur og ofkröfu, þú ásælist og féflettir náunga þinn; en mér hefir þú gleymt, segir Drottinn alvaldur.13Eg get ekki annað en fórnað höndum yfir því ránfengna fé, sem þú hefir dregið þér, og yfir því blóði, sem úthellt er í þér.14Mun nokkuð kjarkur þinn standast eða þróttur þinn haldast, þegar þeir dagarnir koma, sem eg mun láta yfir þig líða? Eg Drottinn tala og framkvæmi.15Eg skal tvístra þér meðal þjóðanna, og dreifa þér út um löndin, og afmá allt sem óhreint er í þér;16þú skalt verða álitin af heiðingjunum sem vanhelguð, og þá skaltu viðurkenna, að eg em Drottinn.
17Ennfremur talaði Drottinn til mín svolátandi orðum:18Þú mannsins son, Ísraelsmenn eru orðnir fyrir mér eins og óhreint silfur, sem blandað er með eiri, tini, járni og blýi; þeir verða allir að fara í deigluna, því þeir eru óhreint silfur.19Þar fyrir segir Drottinn alvaldur svo: af því þér allir eruð orðnir að óhreinu silfri, þá vil eg safna yður saman í Jerúsalem.20Eins og blendingi silfurs, eirs, járns, blýs og tins er kastað til samans í deiglu, til þess að blása þar að og bræða það: eins skal eg í minni heiftarreiði safna yður saman, láta yður þar inn, og bræða yður;21já, eg skal safna yður saman, og blása mínum reiðiloga að yður, svo þér skuluð bráðna þar.22Eins og silfrið bráðnar í deiglunni, eins skuluð þér bráðna þar inni, og þér skuluð finna, að eg Drottinn úteys minni reiði yfir yður.
23En fremur talaði Drottinn til mín svolátandi orðum:24þú mannsins son, seg þú til landsins: þú ert eins og óhreinsað land, hvar ekki hefir rignt á degi reiðinnar a).25Þar er samsærisflokkur af spámönnum, sem ráða mönnum bana, ræna gripum og gersemum og fjölga ekkjum í landinu, og eru líkir grenjandi ljónum, sem rífa sundur bráð sína.26Kennimenn landsins brjála mínu lögmáli, vanhelga mína helgidóma, gjöra öngvan mun á því, sem heilagt er og óheilagt, greina ei hreint frá óhreinu; þegar mínir hvíldardagar verða óvirtir, þá loka þeir aftur augunum, og eg sjálfur verð vanhelgaður mitt á meðal þeirra.27Landshöfðingjarnir eru sem glefsandi vargar, útausa blóði, steypa mönnum í ógæfu fyrir ávinnings sakir.28Spámenn landsins ríða á kalki fyrir þá b), fara með hégómasjónir og lygispádóma, og segja: „svo segir Drottinn alvaldur“: en þótt Drottinn ekki hafi talað.29Almúginn í landinu fremur ofríki og rán, kúgar aumingjann og fátæklinginn, og gjörir ranglega á hlut hins útlenda.30Eg leitaði meðal þeirra að einhvörjum, sem vildi hlaða upp aftur girðinguna, og setja sig í skörðin móti mér, landinu til varnar, svo eg ekki legði það í eyði; en eg fann öngvan.31Nú vil eg útausa minni reiði yfir þá, tortýna þeim í mínum heiftareldi, og láta athæfi þeirra bitna á sjálfum þeim, segir Drottinn alvaldur.
Esekíel 22. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:22+00:00
Esekíel 22. kafli
Esekíel lýsir siðaspillingu Jerúsalems borgarmanna, 1–16; gjörvallrar þjóðarinnar, 17–22; allra stétta, spámanna, kennimanna, yfirvalda og almúga, 23–31.
V. 4. b. Þú ert komin á grafarbakkann, fram á það fremsta glötunarstig. V. 24. a. Þ. e. eins og það land, hvörju Guð í reiði sinni synjar um regn, og er því ófrjóvsamt. V. 28. b. Þ. e. þeir fegra vonsku athæfi landstjórnaranna.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.